Ég held að það sé ekki góð hugmynd, því á áhugamálum þar sem eru margir adminar fengju væntanlega allir skilaboð. Og þegar einn er búinn að samþykkja eða hafna könnun/grein/etc. þá er enn eftir fjöldi skilaboða hjá hinum um eitthvað drasl sem er ekki lengur í adminkubbnum. Maður skráir sig kannski inn og sér 15 skilaboð um ósamþykkt efni og svo er ekkert af þessu ennþá ósamþykkt…
Ég stakk einu sinni upp á að adminkubbnum yrði komið fyrir eins og vinalistanum, til hliðar á öllum síðum hjá þeim sem eru adminar. Þá myndi maður sjá undir eins þegar eitthvað nýtt kæmi inn þegar maður er að vafra um Huga, og þyrfti ekki að kíkja reglulega í egó-ið. Mér finnst það ennþá góð hugmynd.<br><br>____________________________________
Aut tace aut loquere meliora silentio.
___________________________________