http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1001412

Ég rakst á þessa frétt á mbl.is áðan og þó svo að ég vilji ekki gera lítið úr láti þessara bandaríkjamanna þá finnst mér dáldið undarlegt að það skuli vera fyrirsögn á slysi sem kostaði 12 manns lífið í Frakklandi þ.á.m. eins barns. Ég fæ það svona á tilfinninguna að fréttin hafi komið beint frá Bandarískri fréttamiðlun og að hún hafi bara verið þýdd beint yfir á Íslensku. Ég er í rauninni ekkert að gagnrýna það að þeir skuli vera svona duglegir að moka ofan í okkur fréttum um leið og þær koma en mér finnst bara þessi forgangsröðun heldir ruglingsleg.
Hvað finnst ykkur ?