Það er ótrúlega pirrandi að fá aldre frið fyrir nágrönnum og símasölufólki heima hjá sér. Dæmigert kvöld

“góða kvöldið, ég heiti Emma og er að hringja frá Gallup, megum við spyrja þig nokkura spurninga?”

“já hallo, ég hringi frá vímulausri æsku, má bjóða þér að kupa geisladisk til styrktar góðu málefni

“Ég hringi frá VÍS, ertu með sjúkdómatryggingu”

“Góða kvöldið, við erum að selja sjálfvirkan slökkvibúnað til að sitja í sjínvarpstæki og kemur í veg fyrir eldsvoða”

“Má bjóða þér matreiðslubækur hjá bókaklúbbnum Morgunhaninn?

“Má bjóða þér fríákrift að Morgunblaðinu í 2 vikur?”

“Ég hringi frá Fróða, við erum að bjóða áskrift að Gestgjfanum, ef þú slærð til núna færðu ókeypis snyrtuvörutösku og teskeið”

Þetta er alveg óþolandi. Svo eru nágrannarnir alltaf að koma til mín:

“Ætlaru ekki að mæta á húsfundinn í kvöld”

“Afsakið, en átt þú ekki svona græna Mözdu 626 með númerinu YT***, jú, þú hefur lagt í bílastæðið mitt. Þetta má ekki koma fyrir aftur, annars hringi ég í kranabíl”

“geturu lánað mér smjörlíki og poppbaunir?”

“þú skuldar hússjóðinn fyrir síðasta mánuð”

“Þú hefur ekki þurkað úr gluggakistunum síðast þegar þú varst með sameignina”

“geturðu lækkað í sjónvarpinu hjá þér, ég get ekki sofnað( klukkan 20)”

“Afsakið, en átt þú ekki svona græna Mözdu 626 með númerinu YT***, jú það má ekki leggja við kantinn, þetta er einsgöngu fyrir sjúkrabíla”

“sést illa í sjónvarpinu þínu, mikil snjókoma hjá mér”


!ÓÞOLANDI, látið mig í friði!