Ég var að spá, hér er talað um 10.000 gesti daglega, trúlega eru nú innskráningar færri og 1.600.000 flettingar á mánuði. Nú er stigakerfi í notkun sem virðist ekki hafa neinn annan tilgang nema til að sýna virkni notenda á vissum áhugamálum, en það er samt þannig uppbyggt að þegar maður skráir sig inn fær maður eitt stig!
Þannig að nú langar mig að vita hver tilgangurinn með þessum stigum er, ef hann er annar en sýna virkni notenda og afhverju maður fær þá stig fyrir það eitt að skrá sig inn? Miðað við þessar tölur hér uppi er verið að dreifa gríðalega mörgum stigum á fólk sem skoðar bara vefinn, en er það sanngjarnt fyrir þá sem virkilega eru duglegir að tjá sig? Án greina og korka væri enginn Hugi, þannig að mér finnst að þegar fólk nær vissum fjölda stiga að það eigi að fá einhver verðlaun, þó ekki væri nema kannski klapp á bakið.
Ég vil að stigum fyrir innskráningu verði hætt.<br><br><b>Kv. EstHer</b>
<a href=” http://estherp.blogspot.com“ target=new>
<img src=”http://kasmir.hugi.is/kasmir/umsjon/synamynd.php3?uname=estherp&myndnafn=head%5B2%5D.gif“ border=”0"></a
Kv. EstHer