Smá svona stjörnuspá fyrir ykkur dúllurnar mínar:)
Stjörnuspánna á að lesa sem dægradvöl, en ekki taka henni sem blákaldri staðreynd.
Stjörnuspá
Water Boy (vatnsberi) 20. jan – 18. feb.
Dýrkun þín á vatni er vægast sagt óeðlileg. Þegar þú ert byrjaður að fara í bað 5 sinnum í bað á dag og drekka 7 lítra af vatni þá finnst mömmu þinni nóg komið og sendir þig til sálfræðings.
Gullfiskarnir (fiskarnir) 19. feb – 20. mars.
Þú ferð í skólasund en drukknar í sundlauginni. Það er svo sem allt í lagi, því að þér er bjargað af allveg svakalega sætum strandverði. Passaðu þig á öllum sem eru í Pussy Cat-merkinu, því að þeir gætu étið þig.
Rollan (Hrúturinn) 21. mars – 19. apríl.
Þú ferð í klippingu og ert rúin inn að beini. Þú færð brjálæðiskast og hótar hárgreiðslustofunni að fara í skaðabótamál. Þú tapar. Þú ert nú meiri sauðurinn, lambið mitt!
Beljan (naut) 20. apr – 20. maí.
Þú gerir ekkert annað en að éta gras og jórtra inn á milli. Verði þér að góðu! Þú ert mjólkuð og mjólkin af þér seld í matsölunni í Garðaskóla.
Klónið (tvíburar) 21. maí – 20. júní.
Þú veist ekki hver þú ert og ert alltaf að ruglast á þér og þekkir þig ekki í sundur. Þú ferð í Smáralind en týnir öllum hinum klónunum. Þú ferð sem sagt einn í lúxus-bíó en fattaðir það ekki , heldur hélst að allir hinir hafi fengið að fara og ferð í fýlu út af því.
Humar (krabbi) 21. júní – 22. júlí
Þú dettur ofan í heita pottin í Sundlaug Garaðbæjar og ofsýður. Við ráðleggjum þér að verða alls ekki sjóðandi illur og að borða grænmeti í tvær vikur,
Pussy Cat (ljón) 23. júlí – 22. ágúst.
Þér er klappað á bakið og þú malar. Þú ferð þínar eigin leiðir. Varaðu þig á Water Boy því hann væri vís með að skvetta á þig vatni og þar sem þú ert köttur þá hatarðu vatn.
Ljóskan (meyja) 23. ág – 22. sept.
Allir elska þig og dá. Þú ert orðin svolítið pirraður/pirruð á því að allir séu að reyna við þig. Þú reynir að dulbúa þig sem einhver annar en það sjá allir í gegn um það (sólgleraugun eru greinilega ekki alveg að virka). Litaðu á þér hárið.
Vigtin (vogin) 23. sept – 22. okt.
Beljan stígur ofan á þig og þú springur. Þú ferð í endurvinnslu og ert tekin í sundur. Þér er síðan breytt í brauðrist. Upp frá þessu hatar þú allar beljur, en ert svona að vega það og meta hvernig þú kannt við þig sem brauðrist.
Flugdreki (sporðdreki) 23. okt – 21. nóv.
Þú ert að svífa um í léttu skapi, en flækist svo í símalínum. Þér er snarlega kippt niður á jörðina. Varastu mikinn mótvind.
Byssukarl (bogamaður) 22. nóv – 21. des
Þú ert að leika þér mað nýju loftbyssuna þína og skýtur óvart í rassinn á mömmu þinni. Engar jólagjafir þetta árið!
Fjallgöngumaðurinn(steingeit) 22. des – 19. jan
Þú ert að klífa Mount Everest og átt bara nokkurhunduð metra eftir. En þá hringir GSM-síminn þinn. Þetta er mamma þín að segja að þú verðir að koma heim í mat, annars komi hún og sæki þig.