Ég hef lengi vel velt þessu málefni fyrir sér. Eiga menn að hafa löglegt vald til þess að svipta mann lífi? Menn (þá er ég ekki að tala um menn sem KK þó þeir séu augljóslega í gríðarlegum meirihluta) sem eiga það skilið að láta refsa með dauða hafa væntanlega framið, vægast sagt, hræðilegan glæp. En eiga þeir ekki að fá tækifæri til þess að bæta sig? Fangelsi má líta á sem nokkurs konar betrunar hæli og fá geðheilir einstaklingar þar tækifæri til að iðrast gjörða sinna. Ef maður er dæmdur til dauða sem “refsing” fær hann ekki tækifæri til þess að iðrast þess sem hann hefur gert og þar með er það ekki lengur refsing, þar sem það að iðrast er aðal hugsjónin að baki refsingar.
Augljóslega eru sumir einstaklingar veikir að geði og hafa því ekki rétt siðgæðismat. Margir þeirra gætu því ekki iðrast því þeir væru fastir í sinni eigin réttlætiskennd (sbr. Hitler). Þessu fólki ætti ekki að refsa mað dauða fyrir það sem það telur vera rétt og væri skinsamlegast að senda þau á sérstök hæli sem væru nokkurs konar fangelsi.
En hvað með þá sem hafa fullt vit? Þeir munu vitanlega haldast við fangelsin og þar í sérstökum einangrunar klefum þar sem þeim er gefið tækifæri til að iðrast. Fangelsi eru oft látin líta út eins og þau séu ekki neitt neitt og er það kolrangt. Hugsaðu þér að vera innilokaður með ekkert nema hugsanir þínar allan daginn á óákveðinn tíma. Myndi maður ekki hugsa stanslaust um það sem maður gerði af sér og óska þess að maður hefði ekki gert það?
Fara þeir sem verðskulda dauðarefsingu í augum lýðsins til helvítis? Sem trúaður einstaklingur segi ég já. Er þá í raun þörf á dauðarefsingu yfir höfuð þar sem Guð eigi eftir að refsa þeim með eilífri bölvun í helvíti, þar sem enginn fær afturhvæmt, hvort sem er?
Í boðorðunum tíu, sem eru okkar siðferðisreglur segir: Þú skalt ekki annan mann deyða. Þetta gildir líka um löglegan dauða. Er þá fólkið sem vill hefnd eftir að td. einhver maður drepur ástvin þeirra, siðblint?
Þetta er allavega mín skoðun… Hver er þín?