Ég reyndi að setja þetta á hugvísindi en það er meira en vika síðan og greinin virðist hafa glatast, svo passar hún betur á tilveruna :-)
Þetta er ritgerð sem ég skrifaði fyrir skólann, fékk 9 í áfanganum og þá helst útaf ritgerðinni =D
Þetta er það sem mér finst um mismun kynjanna (plús mitt álit um margs konar hluti) :
Mismunur kynjanna
Margir velta því fyrir sér hvað er svona mismunandi við kvennkyn og karlkyn? Það getur verið mjög margt og stundum nánast ekki neitt. Það er alltaf verið að tala um að konan sé svo tilfinninganæm og opin en karlinn svo kaldur og lokaður. Hver eru rökin fyrir þessu? Strákar eru aldir upp við að þeir verða ekki alvöru karlmenn nema þeir feli tilfiningar sínar, vælandi strákur er lagður í einelti, en stelpur fá alltaf athygli og meðaumkun ef þær væla eða þegar eitthvað bjátar á. Svo skapa leikirnir þau. Þegar þú ferð í dótabúð að kaupa dót handa litlu stelpunni hvað er til boða? Baby Born dúkka, Baby born föt, Baby Born bleyjur, skipiborð, eldavél, ryksugur og allur mömmupakkinn! Engin furða að stelpur leiki sér í mömmó. Svo er það hin bleika Barbie, prófaðu að leita af Barbie í leður fatnaði, mótorhjóla Barbie? Vöðvastælta Barbie? Kannski Barbie sem hefur ekkert bleikt á sér. Allt stelpu dót er nokkurnvegin eins, bleikt, glitrandi og yfirleitt eithvað sem tengist heimilisverkum. Strákarnir fara afturámóti í bíló, Action Man leik, Playmo, Lego eða sjóræningjaleik og svo eru byssurnar í miklu uppáhaldi. Svo eru börnin látin trúa því að það sé stráka- og stelpudót, stráka- og stelpulitir. Ég man eftir stelpu sem varð ævareið ef hún átti að klæðast bláu, þetta var STRÁKA litur. Það var eitt sinn að systir mín var í göngutúr með litlu stelpuna sína í vagni, hún var klædd í bláum fötum. Kona gekk að þeim og sagði “enn hvað þetta er sætur strákur” systir mín sagði að þetta væri stelpa en ekki strákur, konan varð móðguð og sagði að þetta væri ábyggilega strákur því stákar klæddust alltaf bláu.
En ég vil snúa mér aftur að Barbie. Hvernig er Barbie í laginu? Ef Barbie væri í mannlegri mynd mundi hún vera ómannleg. Hún er með óhugnalega lítið mitti, há, hörmulega stórar mjaðmir og brjóstastærðin ca. tvöfalt E og andlitið margfallt minna en eðlilegt væri, semsagt, óhugnarleg kynbomba með lítinn heila! Allar litlar stelpur vilja líkast Barbie, það var gerð Barbie dúkka af Pamelu Anderson, rosa flott. Hverskonar ímynd er þetta? Það eru til margar konur útí heiminum sem líkjast Barbie nú þegar! Þær tóku úr sér nokkur rifbein, settu fullt af sílikoni hér og þar í líkamanum, jafnvel í rassinn. Það eru til Barbie tvíburar, konur í Bandaríkjunum sem umturnuðu líkama sínum til að líkjast Barbie. Afhverju er ekki til eðlileg Barbie? Er ekki hægt að notast við eðlilega konu sem fyrirmynd? Þarf að “hypa” upp ímyndina til að selja allt sem hægt er að tengja flottu “looki”? Er þetta ekki bara hluti af markaðssetningu og röngum boðskap?
Í raun er enginn sérstakur mismunur á kynjunum, í líkamsbyggingu þá helst og hórmónum. Strákar eru almennt líkamlega sterkari en stelpur og alveg sama hvernig uppeldi stelpnana er þá verða þær ekki sterkari byggðar en strákar. Þegar ég var lítil lék ég mér í Barbie og mömmó einsog aðrar stelpur en í þeim leikjum sem ég unni mér mest í voru svokölluðu “strákaleikir” ég elskaði sjóræningja leiki, ég var sterka hugrakka sjóræningja stelpan með BYSSU. Svo dírkaði ég Heman kalla og Thundercat's kalla, að fara í actionhero leik, ég tala nú ekki um þegar ég komst í Heman kalla og kastalann sjálfann! En þar sem ég var stelpa þá fékk ég ekki svona dót svo var þetta einum of dýrt alltsaman. Ég eignaðist svo tvær Heman konu dúkkur, vonda og góða, ódýrt í kolaportinu.
Konur geta verið mjög karlmannalegar í hegðun. Þá eru þær kallaðir feministar og fyrirlitnar. Strákar hafa svo gaman af að rökræða við þær, segja þeim að þær eiga ekki að vera svona, en það er ekki hægt að segja svona, hver og ein manneskja er öðruvísi. Sumar konur hata bleikan lit, aðrar elska hann, sumar konur elsa húsverkin og sumar hata þau og svo er líka með stráka. Einusinni voru það konurnar sem elduðu, þær fóru í matreiðslukeppnir með sínar fínu uppskriftir en núna eru margir karlar frægir kokkar, -eftirsóttir í flottum veislum. Svo eru margir karlar sem leggja það fyrir sig að verða hár-stælistar og make-up artistar, það var ekki svo algengt fyrir fáeinum árum að karlmaður væri að mála konu og jafnvel betur en hún gerði sjálf. Þetta voru verk konunnar hér áður fyrr, en konan hefur líka tekið við hefðbundnum karlaverkum. Við mótumst af uppeldinu, sumt er í genunum, sumt er okkur kennt. Ég hef sjálf alltaf verið rosaleg stráka stelpa, á ýmisleg áhugamál sameiginlegt með strákum - en þarf ég að vera skrítin þessvegna?
Niðurstaðan er sú að mismunur kynjanna er ekki sá sem fólk almennt telur, þetta fer allt eftir umhverfinu, tímabilinu, tísku og þrýstingi. Líkamlega erum við gjörólík en annars erum við bara að sumu leyti mismunandi en ekki að öllu leyti.
Strákar eru heldur ekki allir eins frekar en stelpur.
Þessvegna er mannlífið svona skemmtilegt, við erum öll mismunandi fólk.