Ég var að rifja upp mín mörg ár sem notandi www.hugi.is og áttaði mig á einu. Með smá breytingum á sínum tíma hefði hugi.is getað orðið Facebook. Hugi.is hefur nú þegar mjög mikið tengt facebook og var með það áður en facebook varð til. En ef þeir hefðu gert litlar breytingar á síðunni hefði hugi.is getað orðið Facebook.
Við vitum flest öll að háanna tímabil hugi.is var með counter-strike samfélaginu. Á meðan því stóð var hugi.is aðal síðan. En Counter Strike er sama sem útdautt áhugamál og er því hugi.is bara hugi.is sem hann er í dag. En mér líkar mjög vel við þá tilhugsun að hugi.is hefði bara þurft að gera smá breytingar á vefsíðu sinni og þá hefði þessi síða getað orðið Facebook.
Hverjar eru ykkar skoðanir?