Kæru unglingar

Því miður get ég lengur talist í ykkar hópi, en mig langar að segja ykkkur að ég hef trú á ykkur.
Eftir fréttir undanfarinna mánaða, og vikunnar sem er að líða, get ekki lengur orða bundist yfir þeirri meðferð sem þið þurfið að sæta í samfélaginu.


Ég trúi því ekki að velferð ykkar sé ógnað með því að fara á unglingaball með Páli Óskari, þótt það sé ekki skipulagt af skólayfirvöldum eða ÍTR.

Ég hef fulla trú á því að þið getið, í samráði við foreldra ykkar, skipulagt leið til að komast frá heimili ykkar í miðbæinn og aftur til baka snemma kvölds án þess að fara ykkur að voða.

Ég trúi því að þið skaddist ekki af því að sækja unglingaball á samkomustað sem hefur vínveitingaleyfi þegar áfengi er ekki selt.

Ég trúi því að þið getið myndað ykkur skoðun á hverfaskiptingu í menntaskóla þótt þið séuð ekki orðin sjálfráða.

Ég tel að þið hafið rétt á að berjast fyrir þeirri skoðun með aðferðum eins og undirskriftalistum.

Ég trúi því að þið berið nógu mikla virðingu fyrir sjálfum ykkur til að fara ekki hálf nakin á skólaböll.

Ég trúi því að flest ykkar hlýði reglum og þið eigið ekki að þurfa að sanna það (t.d. með því að blása í áfengismæli) ef ekkert bendir til annars.

Ég trúi því að þið hlýðið almennt reglum og leggið ykkur ekki fram um að brjóta þær með öllum tiltækum ráðum.


Ég veit að inn á milli ykkar eru einhver fáein sem eru ástæðan fyrir því að reglurnar eru samdar, ályktanirnar samþykktar, áfengismælarnir keyptir og svo framvegis. En þið hin, sem þurfið að þjást vegna þeirra, eigið alla mína samúð.
Forever is such a long, long time and most of it hasn't even happened yet.