Codex ethicus Læknafélags Íslands, gr.13:
Lækni er óheimilt að skýra frá heilsufari, sjúkdómsgreiningu, horfum, meðferð eða öðrum einkamálum sjúklinga eða afhenda gögn með upplýsingum, sem sjúklingar hafa skýrt honum frá eða hann hefur með öðrum hætti fengið vitneskju um í starfi sínu, nema með samþykki sjúklings, eftir úrskurði dómara eða samkvæmt lagaboði. Lækni ber að áminna samstarfsfólk og starfslið sitt um að gæta með sama hætti fyllstu þagmælsku um allt er varðar sjúkling hans.
Lækni hlýðir ekki fyrir dómi, að leggja fram sjúkraskýrslur máli sínu til sönnunar án úrskurðar dómara. Sjúklingur getur hins vegar krafist þess, að slík skýrsla um hann sé lögð fram
Þarna er skýrt tekið fram að þagnarskylda eigi við um upplýsingar fengnar í starfi, en hinsvegar eru skilin milli hvenær læknir er starfandi oft óljósari en hjá öðrum stéttum, þar sem læknir getur þurft að taka á móti persónulegum upplýsingum utan starfstíma, en þá væri að sjálfsögðu rétt að viðhafa fulla þagnarskyldu.
Varðandi hluti sem að læknir heyrir útundan sér á kaffihúsi gilda samkvæmt þessu ekki sömu reglur, þó að læknirinn sé áfram bundinn því að gefa ekki upp ályktanir eða upplýsingar sem ekki komu fram í samtalinu þá er viðkomandi þó að láta frá sér persónulegar upplýsingar í heyranda hljóði á opinberum stað, og þessvegna frekar hægt að láta þetta í dóm hvers og eins, þó ég hugsi að lang flestir læknar myndu ekki fara með þetta lengra.
Dæmi þar sem þagnarskylda væri ekki til staðar væri þegar þekkt persónu gefur upplýsingar um veikindi sín á opinberum vettvangi, t.d. þegar Jón Gnarr sagði frá húðflúrsvandræðum sínum á facebook, og þá mætti læknir skv. mínum skilningi álykta útfrá almennri þekkingu á sjúkdómum og giska á hvað væri að í samræðum, en aldrei nýta upplýsingar um Jón sjálfan sem hann kynni að hafa komist að í starfi.
Undantekning frá þessu er tilkynningarskylda lækna vegna ákveðinna sjúkdóma og ef heilsu barna er stefnt í hættu, þó að í því tilviki renni upplýsingar að sjálfsögðu eingöngu til viðeigandi stofnanna.
Bætt við 27. janúar 2011 - 22:56 Landslög um heilbrigðisþjónustu eru með svipuðum hætti.
III. kafli. Trúnaðar- og þagnarskylda.
Þagnarskylda starfsmanns í heilbrigðisþjónustu.
12. gr. Starfsmaður í heilbrigðisþjónustu skal gæta fyllstu þagmælsku um allt það sem hann kemst að í starfi sínu um heilsufar sjúklings, ástand, sjúkdómsgreiningu, horfur og meðferð ásamt öðrum persónulegum upplýsingum. Þagnarskyldan helst þó að sjúklingur andist og þó að starfsmaður láti af störfum. Mæli ríkar ástæður með því getur starfsmaður látið í té upplýsingar með hliðsjón af vilja hins látna og hagsmunum hlutaðeigandi. Sé starfsmaður í vafa getur hann borið málið undir landlækni.