ég hef stundað huga í drjúgan tíma, ma. sem yfirstjórnandi, og hef lært ýmislegt um þá galla sem eru í kerfinu á huga, hvort sem eru vegna mistaka í forritun eða útaf öðru. Mig langar nú að deila reynslu minni með ykkur hinum. Sum ykkar vita kannski af einhverju af þessu, en sennilega ekki öllu.
Þau atriði sem ég ætla að fjalla um hér eru eftirfarandi, þið getið lesið ykkur til um þau atriði sem vekja mestan áhuga ykkar eða allt heila klabbið.
-Allir notendur geta séð aldur og kyn hvaða notanda sem er.
-Það er ekkert mál að vera á stolinni kennitölu.
-Það er ekkert mál að losna við viðvaranir.
-Allir stjórnendur á huga geta fengið óendanlega mörg stig.
-Allir stjórnendur á huga geta „crashað“ huga hvenær sem þeim sýnist.
-Það er ekkert mál að verða stjórnandi.
Allir notendur geta séð aldur og kyn hvaða notanda sem er:
Þetta er smá vesen, en samt frekar einfalt. Fyrst opnið þið þessa síðu: http://www.hugi.is/ego/bigboxes.php?box_type=skilabodaskjodan&page=leit
Segjum að þið viljið vita hvað notandinn Jonjonsons er gamall og hvers kyns. Þá skrifið þið Jonjonson í reitinn „Notandanafn“, veljið síðan „Karlkyn“ og skyljið aldur eftir óbreytt. Ef þið fáið upp „Ekkert fannst samkvæmt gefnum leitarskilyrðum.“ þá er notandinn kvenkyns, en ef notandinn birtist á lista þá er hann karlkyns.
Nú er það aldurinn. Það er alveg eins gert, nema að í „Kyn“ er sett „Karlkyns eða Kvenkyns“, síðan veljið þið eitthvað aldursbil, td. 0-20, ef notandinn birtist á lista þá er hann á bilinu 0-20, þá ferðu til baka breytir aldursbilinu aftur osfv. þangað til að þú ert búinn að finna réttan aldur notandans.
Það er ekkert mál að vera á stolinni kennitölu:
Yfirstjórnendur komast að því hvort þið séuð á stolinni kennitölu ef þeir sjá 74 ára gamla konu vera að trolla á /kynlif, ef kvenkyns notandi segist vera karlkyns eða eitthvað álíka (ss. augljóslega stolnar kennitölur).
Protocol-ið er að senda notanda staðlaðan texta um að hann eigi að senda vefstjóra rétta kennitölu og svara póstinum innan 5 daga, annars verði aðgangurinn bannaður.
Svarið þessum pósti bara með „Okei, er búinn að senda vefstjóra rétta kennitölu“. Yfirstjórnendur hafa enga leið til að staðfesta hvort að svo sé, og Vefstjóri er aldrei við hvort eð er, svo að þannig getið þið verið á stolinni kennitölu eins lengi og ykkur sýnist.
Það er ekkert mál að losna við viðvaranir:
Skiptið um notendanafn. Það er reyndar hægt að sjá það auðveldlega ef þið eruð mjög áberandi notendur, svo að sleppið því að koma þráðum í heitar umræður í svona viku og skiptið svo um notendanafn.
Allir stjórnendur á huga geta fengið óendanlega mörg stig:
Þetta er smá tricky, en ekki svo. Fyrst sendið þið inn mynd á áhugamál sem þið eruð stjórnendur á, án þess að velja „Samþykkja sjálfkrafa“. Síðan farið þið í Stjórnun, veljið Myndir. Skoðið núna ósamþykktu myndina ykkar án þess að samþykkja hana. Neðst á síðunni er linkur sem heitir „Samþykkja“. Ekki smella á hann. Hægri smellið á hann og gerið „Bookmark this link“. Færið síðan bookmarkið í bookmark toolbar (sem er á öllum alvöru vöfrum). Smellið síðan á þennan link. Þá fáið þið 8 stig en myndin fer samt ekki inn á áhugamálið. Smellið aftur á hann. Þið fáið aftur 8 stig! Smellið síðan bara eins oft og ykkur lystir. Endalaus stig!
Allir stjórnendur á huga geta „crashað“ huga hvenær sem þeim sýnist:
Þetta er gert nákvæmlega eins og í seinasta lið, nema að þið náið í auto-clicker og látið hann smella á bookmarkið fyrir ykkur mjög mjög oft. Á endanum ræður hugi.is ekki við álagið að gefa ykkur svona mörg stig og hugi crashar.
Það er ekkert mál að verða stjórnandi:
Úr því að skemmtilegustu hlutirnir hér eru bara mögulegir fyrir þá sem eru stjórnendur, þá er hér eitt tip í lokin. Það er ekkert mál að verða stjórnandi.
Áhugamál á huga eiga, samkvæmt hinum alráðandi Ritstjóra, að hafa 3 stjórnendur. Mörg áhugamál huga eru mjög vanvirk og á þau vantar stjórnendur. Sendið inn umsókn á það áhugamál, segist hafa mikinn áhuga á efninu og lookið svoldið ábyrg (skrifið td. almennilega stafsettan texta í umsóknina og þannig) og þá ættuð þið að verða ráðin, svo mikill er skorturinn á stjórnendum.
PS. Það er farið mjög frjálslega með hugatakið „óendanlega“, þetta á nátturulega að vera „eins mörg og vera vill“, en þið skiljið.
„It is not worth an intelligent man's time to be in the majority. By definition, there are already enough people to do that.“