Mér hefur borist alveg gífurlega mikið af fyrirspurnum um herinn, hvernig hann er, hvernig maður komist inn og hvað maður þurfi að gera.
Ég ætla því að skrifa grein sem ég get vísað fólki á sem vonandi inniheldur flest öllu sem fólk þarf að vita.
Ég ætla að byrja á því að útskýra hvernig maður kemst inn.
Þeir herir sem ég veit að Íslendingar (s.s. með íslenskann ríkisborgararétt) geta komist inn í eru:
Norski herinn.
Danski herinn.
Franska útlendingahersveitin.
Ég veit sáralítið um norska herinn, annað en að þeir nota leiðinlegar og gamlar byssur í basic training, þannig ég ætla að tala meira um hina tvo möguleikana. Ef þig langar að kynna þér norska herinn, þá geturðu kíkt á: http://www.mil.no/start/;jsessionid=EBB12DGOJ5I03QFIZYGSFEQ?_requestid=63438 en þú þarft sennilega að finna leið til að þýða þetta.
Franska Útlendingahersveitin:
Ég hef voða lítið frætt mig um hana en ég veit að þú getur komist inn svo lengi sem að þú sért 18 ára gamall, hraustur og ert ekki nauðgari. Þeir vilja enga nauðgara (Go France!).
Þú ferð á 4 mánaða trial þar sem þú lærir allt sem hermenn læra, færð að sofa og skíta úti eins og hermanni sæmir. Þegar 4 mánuðirnir eru búnir skrifarðu upp á kontrakt. 6 mánuði fyrst minnir mig, svo ár, svo 2 ár allt upp í 5 ár.
Það eru skiptar skoðanir um frönsku útlendingahersveitina en þetta er sérsveit af vissri týpu þannig ég get ímyndað mér að þetta sé drullu erfitt án herþjálfun að fyrra bragði, þarsem Danska sérsveitin er látin labba á 20cm planka í 120 metra hæð, láta sig detta 10 metra í vatn og þurfa að halda sér beinstífir (það er meira en 3svar sinnum hærra en stóra brettið í sundhöll reykjavíkur) og ef þeir hreyfa sig þurfa þeir að gera það aftur og aftur.. 10 km fallhýfarstökk og margt fleira.
En ef manni langar að prófa, þá er það bara að sækja um. Ég þekki voðalega lítið til frönsku annað en að ég hef séð þátt og lesið um hana þarsem ég ætlaði fyrst í hana (en það er voðalega lítið að lesa).
Danski herinn:
Til að komast inn í Danska herinn sem óbreyttur (private) þarftu að geta uppfyllt eftirfarandi:
18 ára.
Að þú sért ekki með neina alvarlega skaða sem hefta þig.
Að þú sért ekki með eitthvað mjög alvarlegt sem ekki hægt er að útskýra á sakaskránni.
Þú ferð á dag sem heitir ‘'session’' og þar ertu mældur upp og niður, færð að láta þreifa á pungnum á þér og hitt og þetta. Ef þeim finnst þú vera í lagi, þá geturðu byrjað þegar næsta lið byrjar.
Ég fór á session en liðið byrjaði ekki fyrr en 2 mánuðum seinna, þannig ég leigði mér bara íbúð og beið.
Þú getur valið alls konar ‘'regiments’'. Infantry, Engineers (þeir bestu), Artillery, Logistics, Scouts o.fl.
Ég persónulega er það sem maður kallar ‘'Combat Engineer’'. S.s. ég slæst á fremstu línu vígvallarins en ég er sérhæfður í sprengiefnum svo sem C4, Composite B o.fl.
Þegar þú ferð á fyrsta daginn lærirðu aga og hræðslu undir eins.
Þú lærir skemmtilegar reglur eins og að þú mátt ekki labba á grasinu, vasarnir þurfa að vera lokaðir ef þú ert ekki að nota þá, þú mátt ekki sitja og borða/reykja utandyra, þú mátt ekki hafa hendur í vösum, þú mátt ekki halla þér upp að veggjum og þúsund aðrar skemmtilegar reglur.
Fyrstu dagarnir ganga mest með ca. 16 tíma vinnudögum þar sem þú lærir að standa rétt, standa rétt sem heild, læra að ganga í takt o.fl.
Sumir detta út þarna meira að segja út af stressinu og öskrinu.
Svo eru íþróttir. Mikil áheyrsla er löggð á hlaup og ‘'línur’' líkamanns. Semsagt að þú getir borið mörg kíló án þess að brotna.
Þú munnt ekki finna erfiðari líkamsþjálfun neinstaðar annarstaðar en í hernum. Ég hef prófað þetta og hitt af líkamsrækt, sjálfsvarnaríþróttum og fjölda ára boxþjálfun en ekkert er eins og herþjálfun.
Þegar lengra líður á færðu að skjóta, sofa úti í skógi og læra að lifa af þar…. Og ekki gleyma því besta.. Að bera mörg kíló.
Það hljómar kannski frábært og skemmtilegt þegar maður er svona strákur í sér, en það er ekkert sérstaklega frábært þegar þú ert búinn að vera blautur í 2 daga út af því að þú fórst gegnum á og það er frost. Þá eru þessi 60 kíló sem þú ert með á bakinu bara punktur yfir i'ið, en samt þarftu að halda áfram.
Týpísk vika gæti hljómað ca. svona:
Vakna kl. 5 alla daga, þrífa allt húsið með deildini, borða og fara í vinnuna.
Komið heim ca. 12 tímum seinna (oftast er maður úti en stundum er maður að læra inni).
Föstudagar eru hinnsvegar alltaf bara 7 tíma vinnudagar. Allir eru latir á einhvern hátt og ég hef ekki ennþá upplifað föstudag sem við komum heim eftir kl. 7 að kvöldi.
Þú þarft ekki að vera rakaður eins og ‘'jarhead’' en ef þú ætlar að vera með langt hár þarftu að vera með hárnet. Þannig allir eru rakaðir eins og jarheads.
Þú mátt ekki vera með hringi, hálskeðjur eða svoleiðis. Þér er sýnt myndir af fólki sem hefur misst putta o.fl út af því.
Það gilda aðrar reglur þar en í ‘'the civil life’'. Þú þarft að gera eins og þér er sagt, annars ertu kærður. Ef þú ert þunnur í vinnuni, þá færðu 10.000 króna sekt (spurðu bara vin minn hann Boesen). Ef þú talar um að myrða yfirmann er það talið samsæri og þú færð kringum 10 ára fangelsisdóm. Þannig það er nóg af hlutum til að venjast.
Þú prófar helling af hlutum og færir sársaukaþol bæði andlega og líkamlega langt lengra en þú getur ímyndað þér.
Að frjósa í viku, blautur af rigningu, berandi 60kg hvert sem þú ferð, ca. 10 tíma svefn alla vikuna með næstum engum mat, sofandi í leðju í blautum svefnpoka þegar þú færð að sofa… Það er herinn. Ef þú elskar náttúruna og langar að færa takmörk. Þá er herinn fyrir þig!
Moderator @ /fjarmal & /romantik.