Ég vil setja fram mína túlkun á trú og vísindum hérna, því ég hef séð þráða um þessi mál þar sem fólk setur sínar skoðanir fram, þá langar mig að koma með mína skoðun um þetta. Og ég vona að fólk lesi þetta vel og nái að botna mig rétt um þetta mál áður en það hoppar í að dæma þessa skoðun, því ég mun reyna að orða þetta eins og ég hugsa þetta rétt, en það kemur oft mjög öfugt út fyrir margt fólk.
Trúarbrögð eru eins og verkjalyf. Sumt fólk er bara betur sett þannig að það lifi í fallegum heimi, þar sem það er of veikt til að takast á við raunveruleikan. En þessi raunveruleiki sem við lifum í hefur ekki ennþá verið útskýrður vísindalega þannig að hann takist á við allar þær spurningar sem við höfum um lífið.
Ég vil samt halda að það sé til æðra afl, og þessi heimur sem við lifum í sé endalaust flókinn og mikilfenglegur. En maðurinn er bara eins og maur sem reynir að skilja stærðfræði. Trúarbrögð hafa verið stífla í framþróun mannkynsins á þekkingu heimsins. Því hún hefur alltaf komið með svörin fyrir okkur, þannig við getum hætt að hugsa um þetta. Eins og einhver kínverskur lærimeistari sagði að til þess að læra verður þú að tæma bollan þinn fyrst, því ef þú reynir að læra með fullan bolla byrjar að flæða út úr bollanum og getur endað með ósköpum. Trúarbrögðin fylla bolla fólks af hugmyndum um hvernig heimurinn virkar, og sumt fólk neitar að tæma hann því það lifir í svo fallegum heimi og tekur trúnni bókstaflega. En hvað er að því að lifa í fallegum heimi?
Við lifum á tíma sem vísindin ráða. Og það sem trúin gerir er að taka veika fólkið og koma mynd af heiminum í það svo það geti lifað í þeim heimi sem því getur liðið vel í. Vísindin hafa ekki ennþá komið með öll svörin til þess að kenna fólki hvað sé satt um heiminn, þótt vísindin hafi afsannað margt ef ekki allt sem er í þeim kafla bókarinnar sem heimurinn er útskýrður, margir segi að vísindin séu alltaf að reyna afsanna allt sem tengist trú. Trúin er ekki bara um útskýringar á heiminum, trúin er kennsla með dæmisögum, og þessar dæmisögur hafa gert miklu meira fyrir okkur sem mannkyn heldur en þið haldið. Og það sem mér finnst trúin gera er að hjálpa fólki sem á erfitt að takast á við erfitt líf og áföll og er það ekkert en af því góða, trúin kennir okkur margt um að vera góð og kærleiksrík og er það stór partur í að vera það sem við erum í dag.
Trúarbrögð hafa reynst vísindum erfið mjög lengi og hefur hindrað margar vínsindalegar uppgvötvanir. Við lifum bara samt ekki á þeim tíma lengur þar sem trúarbrögðin ráða um okkar þekkingu á alheiminum. Við verðum bara samt að skilja að það sem hefur reynst þeirri grein sem hefur reynst okkur svo vel uppá síðkastið svo erfiðlega, hefur reynst mörgum öðrum greinum okkar svo vel og hefur þroskað mannkynið á góðan máta.
Og sem betur fer er ég nokkuð viss um að innan fárra ára munum við skilja heiminn allt öðruvísi heldur en við gerum í dag þökk sé Strengjakenningunni(String Theory) sem er að taka stór skref í framþróun þekkingu okkar á heiminum sem við lifum í. En við getum ekki troðið á trúnni eins og hún sé erkióvinur vísindana eins og þau séu í stríði við hvort annað og maður getur bara haldið með hvoru öðru, heldur eigum við að skilja munin á að þetta eru tveir mjög ólíkir hlutir sem gera okkur mjög gott á marga vegu. Við vitum bara betur heldur en það fólk sem er að reyna kenna okkur um hvernig heimurinn varð til samkvæmt biblíunni og tekur biblíunni bókstaflega. Bara skiljið að þetta fólk hjálpar fullt af liði að komast í gegnum erfiða lífstíð og við ættum að virða það.
Reynið svo að halda friðin og strjúka á ykkur kviðin.