Ef það er eitthvað sem ég er orðinn virkilega þreyttur á og meikar NÚLL sense í þessum heimi, er það diss af ýmsum toga sem childfree* fólk fær frá barnafólki.

*fólk sem kýs að eiga ekki börn

Ef eitthvað, ætti barnafólk frekar að kyssa jörðina sem childfree fólk gengur á… eða að minnsta kosti að sýna þeim eitthvað smá þakklæti.

Af hverju? Ég skal segja ykkur það…


Offjölgun er mjög alvarlegt vandamál. Alvarleiki þess, plús scary ass hraðaaukningin undanfarið er ástæða þess að vísindamenn kalla þetta “the population bomb”:

Dæmi um hraðaaukninguna
Árið 1000: 320,000,000
Árið 1500: 430,000,000
Árið 1900: 1,720,000,000
Árið 2000: 6,070,000,000
Árið 2009: 6,790,000,000

Tekið héðan og héðan. Takið sérstaklega eftir 20. öldinni… og hvað við höfum síðan tekið alltof stórt stökk bara á 9 árum.

Þetta var hraðinn, en hver er alvarleikinn? Hann er í stuttu máli: Því fleira fólk, því meiri nauðgun á lífhvolfinu sem umlykur jörðina og heldur OKKUR lifandi (andrúmsloftið meðtalið). Þetta snýst EKKI um (eins og sumir halda) að það sé skortur á PLÁSSI fyrir fólk, heldur um að við getum ekki endalaust haldið áfram að ryðja skóga fyrir landbúnað, getum ekki endalaust aukið námugröft, né aukið loftmengun sem verður við að framleiða orkuna sem við þurfum til framleiðslu og flutnings bæði nauðsynlegra og ónauðsynlegra hluta. Og svo framvegis…

Nú þegar erum við alltof mörg á þessarri plánetu… oft er talað um að það þyrfti 3 plánetur til að allir gætu lifað eins og Evrópa og 5 plánetur til að allir gætu lifað eins og Bandaríkin! Og fyrrum fátæk, sjúklega þéttbýl lönd á borð við Indland og Kína nálgast okkur nú óðfluga hvað varðar efnahag. Annaðhvort þarf vesturheimurinn að skera niður lúxuslífernið (not bloody likely) eða heimurinn þarf að taka höndum saman um að stöðva fólksfjölgun.

Þannig að (áður en ég fer að blaðra heila fecking ritgerð) ástæðan fyrir því að barnafólk ætti að vera childfree fólki þakklátt er að childfree fólkið er að stuðla að því að barnabörn barnafólksins fái að lifa heila ævi án þess að þjást eða deyja í stærðar hörmungum í framtíðinni! Svo einfalt er það!






En hvað er þá hægt að gera? Ekki innleiðum við einhverja Kínastefnu og köllum okkur samt frjálst land. Nei, auðvitað ekki. Ég held að eina siðlega lausnin sé einmitt bara að fræða almenning. Sem sagt dreifa áróðri sem:

1) Hvetur fólk til að búa til sem fæst börn sjálf. Ættleiðing á munaðarleysingja væri auðvitað awesome, bæði fyrir barnið og fyrir mannkynið.

2) Hvetur fólk til að líta ekki niður á childfree fólk, heldur líta á þau sem mikilvæg fyrir framtíð mannkynsins.



Ef einhver ætlar síðan að segja mér að þessi boðskapur sé hættulegur því þá gæti mannkynið ÚTRÝMT sér skyndilega:

A) Áróðurinn myndi hafa mjög takmarkaðann árangur. Flestir myndu ekkert breyta plönum sínum. Annaðhvort því þau eru hálfvitar og ætla SAMT að eignast 10 börn, eða af því að þau voru bara að plana að eignast 2 til að byrja með (ekkert að því).

B) Fækkun þýðir ekki útrýming! Jafnvel þó mannkyninu væri að fækka um 10 milljónir á ári þá hefðum við samt 350 ár þangað til væri búið að fækka um helming (sem væri góð staða). Hafið samt í huga að fækkunin væri ekki svona einföld, þetta væri prósentufækkun, þannig að við myndum í raun aldrei komast í núll.


Takk fyrir að lesa, og munið áður en þið komið með eitthvað skítkast að þetta er með hag barnabarna ykkar í huga.