þessa hluti var ég búin að fara yfir jafnvel fram og til baka með vinum mínum sem ekki búa á íslandi, búin að væla stöðugt yfir leiðinlegu númeri og dag einn þá skellti ég mér á pakkann og fékk mér nýtt númer. Og svo þegar það kom að því að tilkynna fólki um mitt nýja númer.. þá var það eiginlega bara fjölskyldan og samstarfsfólk sem ég hafði til að tilkynna það til :/
Og hugsunin fór af stað, nú á ég nokkra góða vini, en ekki eru þeir á þessu landi.. nei! Og ég spyr mig afhverju á ég ekki einhverja góða vini á íslandi? Einhverja til að djamma með?
Ég var komin með ágætis kenningu um þetta, Ég ólst upp í smábæ fyrir vestan, þar var maður ekki tekin í mannerskju tölu nema maður spilaði fótbolta. Ég kann ekki að spila fótbolta og áhugi minn til að læra að spila fótbolta er ekki lítill, heldur engin. Ég náði þá aldrei inn í neina vinagrúppu, því ég spilaði ekki fótbolta, og fór þá ekki á nein fótbolta mót eins og allir hinir 3 í bekknum mínum og 2 í bekknum fyrir ofan mig. Ferðir sem oft voru farnar með hinum bæjarfélögunum sem þau kynntust nýjum vinum í.
Í mörg ár hélt ég að ég væri ,,One of a kind“ þroskaheft, skrítinn, allt sem mér fannst fyndið, hló engin að nema ég. Ég lék mér í tölvuleikjum, hékk á irkinu og var fyrst í mínum bæ að vita hvað LOL og ROFL þýddi.
Ég fluttist í stór borgina því ég hafði hreinlega ekkert þarna úti á landi fyrir mig, kynntist nokkrum gaurum og vinum þeirra, en aldrei náðist að halda neinu sambandi við neinn.. eenn ég komst að því að ég var ekkert sérstök, ég var bara nörd!!
Og núna hugsa ég og spyr.. hvers vegna þekki ég ekki fleyri fólk á íslandi sem er eins og ég?
Mig vantar einhvern til að djamma með, mig vantar einhvern sem skilur þegar ég segi ,,ohh ég náði Enchanting'inu mínu upp á 398 í gær“ eða verður jafn spenntur/spennt þegar ég segi ,,jó!! Ný startrek mynd!!!“
Einhver sem er getur verið jafnmikil hálfviti og ég og mundi þora að koma með mér í smáralind/kringlu í pandabúningum að elta hvort annað…
Hvar felur þetta fólk sig? Því mig langar mjög að vita það!
dwagons shalt rule the woðld