Ég tók nokkurn tíma í að kanna og skrifa þetta og vona að ykkur líki. :)
Afsakið líka stafsetningavillur, ég reyni mitt besta.
Við myndum okkur skoðanir.
En hvaða rætur eiga þessar skoðanir okkar?
Við erum mötuð á ákveðinni trú, ákveðnum skoðunum af fjölmiðlum og vitum ekki að það er verið að heilaþvo okkur, og jafnvel í gervi einfaldrar útsendingar.
Þar með missum við alla sjálfstæða skoðun á hlutunum og dæmum þá útfrá því sem samfélagið segir okkur.
Tímarit lauma ákveðnum skoðunum í hugsanir okkar, á hvað falleg kona er, án þess að beina athyglinni að innri fegurð kvenna, eða hvernig meðalkonan í nútímasamfélagi er.
Við ólumst upp við þetta, Og við sjúgum þessar upplýsingar í okkur, ómeðvitað.
Afhverju haldið þið að hundruði örvæntingafullra unglinga og fullorðins fólks sé að deyja úr átröskunum, þunglyndi?
Þessar endaulausu myndir af hinni fullkomnu konu eða fullkomna karlmanni leiðir einfaldlega til þess.
Vilji og löngun fólks til þess að vera fallegt er svo mikil, vera samþykkt af samfélaginu og vilja líkjast þessari mynd sem að fjölmiðlarnir mata okkur stanslaust á birtist stanslaust í sjónvarpinu, útvarpinu, tímaritum og fréttablöðum.
Við lifum í landi þar sem að fordómar eru allt of algengir og einhvernveginn samþykktir.
Þegar fólk ákveður að fylgja sínum eigin hugmyndum um tísku og er öðruvísi, er það bara viðrini og fær ekkert nema fordíma í andlitið á sér því þetta venjulega fólk þekkir ekkert annað en “hið hefðbundna” og er því hrætt við hið óþekkta og það leiðir til fordóma.
En það sem fólk getur ekki skilið, getur það ekki dæmt.
Hvað varð annars um skilaboðin “Vertu ánægð/ur með sjálfa/n þig, eins og þú ert.
Ekki - “með því að nota Herbalife og verða eins og granna konan í auglýsingunni sem að allir karlmenn girnast, dragðu nú feita rassgatið á þér útí búð og kauptu þér eintak, því ef þú ert yfir 70 kg, ertu einfaldlega ógeðsleg”
Mér finnst þessi brenglaða ýmind af hinu og þessu fullkomna vera ógeðsleg og hreint út sagt skammarleg, og mér finnst að fjölmiðlar megi skammast sín.
Þetta þarf að laga, sem first.
Útlit skiptir virkilega miklu máli í nútímasamfélagi og mér finnst það allt í lagi.
En aðal málið er að vera hraustur og heilbrigður, og að þú sért ekki það feit/ur að þú sért á barmi hjartaáfalls.
Útlitið er ekki allt, enda skiptir innri fegurðin miklu meira máli því ef þú ert sátt/ur með sjálfa/n þig, þá endurspeglast það með ytri fegurðinni og í framkomu þinni.
:)
Here is the deepest secret nobody knows. Here is the root of the root