En já, seinustu daga hef ég reglulega lent í rökræðum við þetta við nokkra mentaða einstaklinga og mig langar að heyra skoðun ykkar.
Semsagt allir sem hafa verið í grunnskóla hafa verið í eyturlyfja fræðslu og ef þið munið eftir því þá munið þið kannski eftir hlutum sem voru og eru sagðir við okkur eins og “ein e tafla getur drepið” eða “amfetamin er lífshættulegt” “ein lína af kóki getur gert þig háðan”
Það kannast ábygilega langtflestir við þetta en hliðin sem mér finnst fáranlega fáir átti sig á er að þetta eru það miklar ýkingar að það mætti nánast kalla þetta lygi.
T.d eins og munið þið eftir mdma plaggatinu sem var sýnd mynd af götóttum heila?
Þetta á að tákna serotonin magn í heila eftir eina pillu.
Allir sem hafa smá kunnáttu átta sig á þvíað serotonin er boðefni sem dreyfist nánast jafnt um heilann, eini munurinn er að þéttnin er aðeins meiri hjá drekanum, semsagt ef fyrir einhverjar ástæður myndu myndast “göt” væriru líklegast steindauður.
Ávanaleiki kókains er ótrúlega ofmetinn, og ég er bara að tala um líkamlegu hliðina núna.
Amfetamin overdose er fáranlega sjaldgæft og maður þyrfti að innbirði meira magn en langflestir hafa lyst fyrir, eftir nokkrar línur langar manni einfaldlega ekki í meira.
Ég ætla ekki að tala um heroin þar sem það er mjög erfitt að komast í það á Íslandi og ég veit alls ekki mikið um það.
En það sem mér var“kennt” er t.d að ein e pilla getur drepið þig, sem er bara hluti af sannleikanum og sá hluti sem ríkið vill að við vitum.
Hinn hlutinn er að mdma er ávanalítið og mjög skaðlítið efni og erfitt að overdosa af.
T.d í bandaríkjunum eru bara handfylli af skráðum dauðsföllum sem er hægt að rekja beint til mdma, öll hin þúsund dauðsföllin eru útaf efnum sem eru blönduð við eða fólki að blanda saman vímugjöfum.
Semsagt fyrir þá sem hafa ekki áttað sig á því er óneitanlegt að það er ýkt það mikið við okkur unglinga að það telst nánast lygi.
En þá kemur skemmtilega “twistið”
Ég styð þessa fræðslu fullkomlega.
Staðreyndin er að langflestir sem byrja í lyfjum gera það sem unglingar og unglingar eru mjög óþroskaðir og telja sig vera “sérstaka”.
Pointið mitt er að líkamlegu afleiðingarnar eins og dauðu og heimska er “óneitanleg” og “óhjákvæmanleg”.
En sannleikurinn er sá að það tekur nokkuð langan tíma að verða líkamlega háður og skaðast af þessu.
Hættulega hliðin er sú andlega, að byrja á þessu og hætta ekki, maður verður andlegur fíkill allveg ótrúlega hratt og maður þarf ekki nema örfáa mánuði til að komast á botnin.
Að skipta út grunnhópnum sínum fyrir eiturlyf gerist ótrúlega hratt og hjá langflestum sem byrja í þessu.
Það er hættulega hliðin við eyturlyf til að byrja með, svo kemur þessi líkamlegi skaði.
En eins og flestir sem vita eitthvað um þetta vita eru overdós fáranlega sjaldgæf og dauði útaf lyfjum líka, fólk eyðileggur lífin sín og fremar sjálfsmorð en deyr ekki útá götu útaf of stórum skammti.
Og þá spyr maður sig afhverju seigir enginn þetta við okkur?
Svarið er virkilega augljóst að mínu mati.
Við unglingar erum andlega mjög óþroskaðir og áttum okkur flest ekki á því að við erum eins og meirihlutinn.
Það sem gerist við meirihlutann gerist líklegast við okkur líka.
Við teljum okkur vera “öðrvísi” en allir hinir.
Það sem gerist við Jón Haraldsson gerist ekki við mig, ég er gáfaðari en hann.
Þannig að fræðslan eins og hún er núna skilur miklu meiri árangri en siðferðislega spurningin er
“Er rétt að ljúga að fólki vegna þess að það virkar betur en að seigja sannleikan”?
Lol, þú last þetta.