Grein um lögleiðingu fíkniefna
Margir lýsa því yfir að markaðsöflin eigi ekki að fá að stjórna neyslu barnanna okkar og þess háttar. Það eru óþarfa áhyggjur, þegar sá dagur rennur upp að banni því, er nú hvílir á vímugjöfunum verður aflétt verður vafalaust sómasamlega að því staðið. Það verður ekki einn daginn opnað fyrir ótakmarkað flæði vímugjafa í næstu kjörbúð og sjoppu og þau sett í hendur markaðsafla, sem selja myndu vilja hverjum sem er, hvað sem er. Það þyrftu þó að að hafa litlar hömlur á framboði, ef eftirspurn er til staðar, annars væru góð áhrif lögleiðingarinnar að stórum hluta gerð að engu. Óönnuð eftispurn væri þá til staðar og eins og reynslan hefur sýnt er til endalaust af einstaklingum reiðubúnir að anna henni. Þegar sala efnanna verður leyfð eftir margra áratuga áróður gegn þeim mun fólk tæplega flykkjast í hópum á sölustaðinn samdægurs til þess að gera góð kaup heldur mun eftirspurnin vafalaust vera svipuð og hún er í dag. Það býður upp á tækifæri til að veita persónulega þjónustu.
Tekin er sem dæmi einföld lausn: Sérhæfður heilbrigðisstarfsmaður tekur á móti hverjum þeim er ákveðið hefur að kaupa eitthvert þeirra efna sem nú eru bönnuð. Starfsmaðurinn veitir leiðbeiningar um notkun efnisins og fræðir um hvers kyns hættu sem fylgt gæti neyslunni. Mæti starfsmaðurinn svo að forsendur kaupanna væru rangar eða að misskilnings gætti um virkni efnisins, hefði starfsmaðurinn, ólíkt þeim sem nú sjá um sölu og dreifingu, engan hag af því að selja efnið myndi því frekar letja fólk til kaupanna, jafnvel biðja það um að sofa á þessu og koma aftur ef viðkomandi hefði ekki skipt um skoðun. Ef kaupandinn keypti síðan vöruna fengi hann hana afhent ómengað efni af einum eða fáeinum hæfilegum neysluskömmtum. Það kæmi í veg fyrir flest fíkniefnatengd dauðsföll, því um þrír fjórðu þeirra eru vegna of stórs skammts.1 Það kæmi líka í veg fyrir það vandamál sem tilheyrir lögbanninu. Aðilinn sem selur efnin hefur hag af því að selja sem mest. Og af dýrustu efnunum. Ber þeirri staðhæfingu saman við reynslu SÁÁ. Viðskipti með kannabis, sem rannsóknir áður var fjallað um, kennir fólki lögmál fíkniefnaheimsins og þannig kynnist það sölumönnum sem seinna selja þeim sterkari efni.2
Tekið er dæmi af fimm ungmennum sem neyta reglulega undir banninu, e-tafla. Þau borga 3000 krónur fyrir stykkið og skemmta sér konunglega í þau skipti sem þau nota þær, sem þau gera rétt eins og sumt annað fólk notar áfengi. Þau hafa enga tryggingu fyrir því hvað er í töflunni eða hversu mikið af því. Ekkert neytendaeftirlit er til staðar sem þau geta kvartað í ef þau eru svikin. Og það sem er skrýtnast af þessu öllu saman, er að litið er á þau sem glæpamenn, og yrðu þau sektuð af íslensku lögreglunni ef upp um þau kæmist fyrir þennan glæp. Þau myndu geta nálgast efnið löglega í sama mæli og áður, þar sem þau eru alvöru fólk sem stundar alvöru nám, myndu þau ekki á undraverðan hátt missa sig í gleðinni og neyta þess á hverjum degi með auknu aðgengi. Það er þó öruggt að þau myndu fá hrein efni í réttri skammtastærð og gætu skemmt sér áhyggjulaus.
Einnig er tekið dæmi af fimmtugri konu í vesturbænum sem er dagreykingarmaður. Hún er í góðri vinnu og eru börn hennar flutt að heiman. Hún hefur val á milli þess að rækta sjálf með þokkalegri vinnu, eða kaupa það ólöglega af einhverjum strákpjakk á okurverði. Aflétting bannsins gerir fátt annað en að auðvelda líf hennar, og jafnframt kæmi það á engan hátt niður á samfélaginu.
Tekið er fram að þetta er eingöngu ein einföld grunnhugmynd að framkvæmd en ekki einhver „hin“ lausnin á móti banninu og vafalaust hefur hún einhverja vankanta. Það getur meira en vel verið að í ljós komi að sú hugmynd að lausn sem hér var fram lögð, á þeim vanda sem þjóðfélagið glímir við, sé ekki sú besta. Það þýðir þó ekki að tillaga, borin fram eftir mánaða nefndarvinnu, eins og til dæmis er venja er á Alþingi, þurfi að vera það.
1 Cheetah og félagar (2003) “Cause and manner of death in drug-related fatality: an analysis of drug-related deaths recorded by coroners in England and Wales in 2000” Skoðað 15. febrúar á http://www.brunel.ac.uk/3518/PDF//Cheeta_Cause%20and%20manner%20of%20death%20in%20drug-related%20fatality_DrugAlcDep2003.pdf
2SÁÁ – Ársskýrsla 2007: Skoðuð 15. febrúar 2008 á http://saa.is/islenski-vefurinn/samtokin/arsskyrsla-20062007/
Ef það eru einhverjar spurningar, eða einhverjar heimildir, eða einhver andmæli, eða comment um hvað þetta er góð grein, þá væri það klikkað ;)