Fyrir þá sem ekki horfðu á þáttinn:
Danskt par sem ekki mátti ættleiða og gat ekki eignast börn var orðið úræðalaust, þar til að hugmyndin um staðgöngumóður bar á góma og þau fóru að leita. Þau leituðu ekki í smáauglýsingunum því þetta er ólöglegt í Danmörku (og víðs vegar í Evrópu). Leið þeirra lág til Perú þar sem ungt par í leit að lausn á peningavandamálum sínum varð fyrir valinu. Enda átti þetta að kosta dönsku hjónin tæpar 1,7milljónir íslenskra króna.
Til að gera langa sögu stutta ( og í raun gera lítið úr mjög vel gerðum þætti ) gaf stúlkan upp rangt nafn, var í raun ekkert með þessum manni, sagðist hafa misst fóstrið í bílslysi og látið gera sig aftur ólétta með frosnu sæði danska mannsins (sem hún gerði aldrei og kannski eignaðist hún barnið þeirra og seldi það)
Fyrir alla:
Eftir að hafa horft á þáttinn langaði mig hreinlega til að hafa upp á þessu fólki og bjóðast til að ganga með barnið. Hvernig ætli það sé? Að ganga með barn í þessa níu mánuði og fá ekki að eiga það? Ganga í gegnum allt þetta erfiði og fá ekki að njóta ávaxtarins sjálf?
Það er oft talað um hvað það tekur á fyrir stúlkur að fara í fóstureyðingu, hvað þá með að eiga barnið og láta það af hendi?
Mig langaði að vera ólétt fyrir þau, en ég held að það sé ekki ráðlegt, svona á andlegu hliðina litið.
Hvað finnst þér um að fá einhverja aðra konu til að ganga með barnið þitt?
Have a nice day