Hvað er að þér maður? Það eru fullt af karlmönnum sem hafa engan áhuga á hvorki íþróttum eða bílum. Ég þekki svona 10-12 kunningja sem kunna ekki rass á bíla, og hafa reynt að forðast íþróttir einsog heitann eldinn.
Málið er að þetta kallast ekki Lesbius Masculus, heldur Tölvus Gíkus (í þínu tilfelli, þarsem þú nefnir tölvur sem svona aðal áhugamálið). Það eru margar ættgreinar komnar af Gíkus viðbriðgðinu, og jafnvel aftur í árdaga voru bílaáhugamál einusinni álitið sem gíkus viðbrigði.
Til eru líka roleplayus Gíkus, Otakus Gíkus, Kvikmyndus Gíkus, discóus Gíkus og núna nýverið hefur bæst við Líkamsræktus gíkus, og í raun er afbrigði af mörg hundruð ára gíkus sem kallaðist Íþróttus Gíkus, en það er erfitt að flokka hann nákvæmlega með Gíkus, sérstaklega þarsem hitt kynið laðast að þeim burðum sem íþróttus gíkus eða líkamsræktar gíkus hafa að bera, en svo er ekki venjulega með Gíkus ættartréð.
Það sem einkennir þetta Gíkus ættartré er að það getur keypt blöð um áráttu sína (pc world, cinerama, fitness today), það hefur oftast mikinn áhuga á hinu kyninu, en engar augljósar leiðir til að kynnast því (nema netið), og svo að þetta er oftast mikið til jarðbundið fólk sem er ábyrgt, drekkur lítið og er yfir meðallagi gáfað.
Þannig að vertu ánægður yfir að vita að þú ert Tölvus Gíkus, og farðu á næsta smell í þeirri gleði að hitta aðra af þinni grein.
K.