-Munkur-
Öfugsnúin kynvillingur
Á undanförnum dögum hefur það eflaust ekki farið framhjá neinum að svaka handboltakeppni hefur tröllriðið allri þjóðinni. Flest allir karlmenn hittust saman og horfðu á framgöngu íslenska landsliðsins í keppninni og það er samrómur um að við hefðum ekki getað gert betur. Fleiri ungir strákar vita að við eigum landslið í handbolta en ekki bara í fótbolta og allir eru í einhverskonar vímu. Handboltinn fékk mig til að hugsa, þó sérstaklega um sjálfan mig. Ég er karlmaður en ég hef ekki minnstan áhuga á íþróttum. Hvorki að horfa á þær né taka þátt í þeim. Ég hugsaði vel og lengi og komst að þeirri niðurstöðu að ég er lesbía, föst í karlmannslíkama. Ég hef einfaldlega engan áhuga á íþróttum. Ég veit ekkert um fótbolta og aðrar íþróttir. Ég hef bara heyrt útundan mér að við lentum í fjórða sæti, Svíar unnu og meira veit ég ekki. Ég hef heldur engan áhuga á bílum, ég veit ekkert um bíla. Bílar eru almennt viðurkenndir sem karlasport. Ég veit reyndar að bílar hafa tímareim en ég veit ekkert hvað hún gerir eða hvar hún er. Flestir vinir mínir halda því fram að ég sé stórskrýtinn. Eina sem bendir til þess að ég sé karlkyns er typpið og tækjaáráttan mín. Ég hef mjög gaman af tölvum og allskyns tækjum og það er eitthvað sem ég tel að sé svona „men-thing“. Ég hef ætíð laðast að kvenkyns verum jarðarinnar (ég er að tala um konur, ekki beljur eða gyltur), og það ætti að gera mig straight. En ef ég er svona ókarlmannlegur í hegðun, sem ég marka sem = kona en kvenmannsaðdáun mín leynir sér ekki, sem ég marka sem = karlmaður eða lesbía. Ég er með typpi og því marka ég það sem = karlmaður. Með hjálp allra kynskiptinga í heiminum sem breyta sér vegna þess að þeir eru „karlmenn í kvenlíkama“ eða „kvenmenn í karlíkama“, hef ég komist að því að ég er einfaldlega lesbía í karlmannslíkama. Þetta er ef til vill mjög súrt, en þetta eru mínar venjulegu hugrenningar. Nú er ég að spá hvort fleiri þjáist af þessum sama sjúkdómi, sem ég hef ákveðið að nefna „lesbius masculus“. Mér finnst þetta háalvarlegt mál. Hvernig á maður að bregðast við þessu. Á maður að þykjast hafa áhuga á karlmannlegum íþróttum og bílum til þess eins að falla inn í hópinn eða á ég að breyta mér í konu og notast bara við dildo? Möguleikinn að gleyma þessu bara og hætta þessu helvítis kjaftæði er að mínu mati bara eins og það útleggst á ensku „not an option“. Þannig að spurning mín til lesbískra hugara… hvað gerið þið til að falla í hóp karlmanna? Karlkyns hugarar fá spurningu um hvað er svona spennandi við bíla og íþróttir? Eru einhverjir fleiri sem hafa áhyggjur af því að vera „lesbía í karlmannslíkama“ eða „hommi í kvenmannslíkama“?