Sömuleiðis finnst mér að menn þurfa aðeins að horfa í sinn eigin barm.
Sammála. Mjög sammála. Það er reyndar mín reynsla að ekkert fær mann meira til þess en Biblían. Hún er ekkert að hlífa manni.
trú ætti að vera byggð á vísindum og rökum
Það væri svo miklu einfaldara. En eru ekki vísindin alltaf að breytast og komast að mismunandi og stundum andstæðum niðurstöðum? Það er reyndar eðli og forsendur vísindanna, að vera alltaf að endurskoða sjálf sig. Sannleikurinn er ekki endanlegur, segja vísindin, heldur reynum við að nálgast hann. Sönn vísindi eru auðmjúk gagnvart staðreyndum.
Sem er sú ástæða sem ég aðhyllist frekar trúleysi heldur en einhverri trú
Ég er meira sammála þér en þú heldur í þessu.
þar sem þú ert augljóslega gleypt af trúinni þinni
Ég vona að ég sé frekar “gleyptur af” Jesú, sbr. “verið í mér og þá verð ég í yður”. Það er svo óendanlega stór tilfinnning að fá að vera í Guði og finna að hann elskar mann eins og maður er. Hitt er svo annað mál að trú mín, þ.e. trúarskoðanir í heild, er undir sífelldri endurskoðun. Ég vona að ég verði aldrei svona “ég-veit-allt-endanlega” gæi.
Er það málið? þarf maður að segja það til þess að vera það? :P
Ef ég segðist vera vegurinn sannleikurinn og lífið? ^^
Mundi einhver taka mark á því? Mundi það breyta lífi hundruða milljóna manna um allan heim?
Þetta lyktar gríðarlega mikið eins og léleg afsökun og reynt að skjóta sér fyrir horn. Ef jörðin hefði í alvörunni verið 8000 ára gömul, þá hefðu þið auðvita ekki minnst á þetta “fyrir Guði er 1000 ár einn dagur og einn dagur þúsund ár” frekar hefðu þið sagt: “Fyrir Guði eru 1000 ár einn dagur og einn dagur þúsund ár, en það er bara það sem honum finnst, breytir ekki staðreyndinni að þetta séu 1000 ár” eða álíka.
Aldur jarðarinnar skiptir engu máli fyrir kristna trú. Það sem skiptir máli er að Jesús kom til jarðarinnar, sonur Guðs, til þess að deyja og þannig friðþægja fyrir syndir mínar og þínar og allra manna. Það er persónulegt og krefst persónulegrar afstöðu. Annað hvort tekur maður við því, sem þarf trú til, og það ekkert venjulega trú, eða maður hafnað því, sem þarf bara venjulega trú til. Hvort tveggja er trúarafstaða.
Ég veit ekkert um aldur jarðar, og ætla mér ekki að eiga neitt síðasta orð í því. Það sem ég benti hér á áður, er að fullyrðingin um að Guð hafi skapað heiminn á sjö dögum eins og við upplifum þá í dag, sé mikil einföldun á texta Biblíunnar. Sú einföldun er ekki komin frá andstæðingum Biblíunnar, heldur frá kristnum mönnum sjálfum. Þegar síðan þróunarkenningin kemur, verða menn svo fastir í viðteknum trúarskoðunum í stað þess að vera fastir í Orði Guðs, að þeir líta á gagnrýnina, sem í þeirri kenningu felst varðandi þessa hluti, nánast sem Guðlast. Sem hún er ekki.
Það þýðir samt ekki að ég sé eitthvað sérstaklega hlynntur þróunarkenningunni - ég hef séð alltof marga vankanta á henni til þess.
Og svo er Biblían ekki sett fram sem vísindarit. Fjarri því. Sums staðar í henni má sjá staði þar sem skilja mætti að jörðin væri flöt. Annars staðar (og oftar) að hún sé hnöttótt. Sums staðar má skilja að sólin snúist kringum jörðina, sums staðar að jörðin snúist. Menn skoðuðu stjörnuheiminn á þessum tímum líka. Maður þarf að lesa Biblíuna á hennar eigin forsendum - rétt eins og maður les skáldsögu á sem skáldsögu, vísindarit sem vísindarit, ljóð sem ljóð o.s.frv.
Þið túlkið þetta eins og þið viljið :P Þurfið eingin alvöru sannanir, hafið bara bók sem hægt er að vitna í og túlka og breyta eftir því sem henntar hverju sinni :)
Ég held að ég sé búinn að svara þessu að hluta til hér að ofan. Það er rétt að engar vísindalegar sannanir er hægt að færa fyrir því að Jesús frelsi okkur frá syndum okkar og veiti okkur eilíft líf. Þá þyrfti ekki kristna trú. Mér finnst ég hins vegar hafa innri sönnun fyrir þessu með því hvernig trúin hefur breytt mínu lífi.
Margir, sérstaklega svokallaðir guðfræðingar, hafa reynt að breyta Biblíunni. Þeim hefur tekist að afkristna vestræn lönd að miklu leyti, en þeim hefur ekki tekist að breyta Biblíunni.
Þetta er frekar vonlaus samræða.
Þetta eru ekki rökræður. Þú veist hluti, ég gerið ráð fyrir hlutum =/
Mér hefur fundist þetta mjög áhugaverð umræða. Og reyndar ágætar rökræður. Þar á ofan góðar vangaveltur.
“Ég veit, að lausnari minn lifir,
og hann mun síðastur ganga fram á foldu.” (Job, 19:25)
Ég veit ekki svo mikið, en ég hef lært að treysta Orði Guðs, Biblíunni.
Við báðir/bæði (eins gott að klikka ekki á kynjamálum!) gerum ráð fyrir hlutunum. Það er líka trú. :-)
Haltu áfram að velta hlutunum fyrir þér með opnum huga.
Ég er kominn yfir miðjan aldur, eins og kannski sést af þessum skrifum. Ég hef ekki lagt í vana minn að taka þátt í trúmálaumræðum á netinu, en það hvernig málið var lagt fram hér í upphafi kveikti í mér. Heiðarleg umræða er alltaf góð.