(Höfundur notar engin fíkniefni, hvorki áfengi né annað.)
VARÚÐ: LÖNG GREIN
Ekki svara nema þú hafir lesið hana samt. Takk fyrir.
—
Okkur er kennt að áfengi sé slæmt, amk þar til maður er orðinn fullorðinn. Okkur er sömuleiðis kennt að áfengi og fíkniefni séu tveir ólíkir hlutir og á meðan áfengi er ekkert rosalegt vandamál þá eru fíkniefni bara rugl sem gera mann undantekningalaust að sprautufíkli ef maður kemst ekki útúr því. Svo þegar við eldumst heyrum við raddir um að cannabis sé ekkert rosalega mikið verra en áfengi, en yfirleitt trúum við því ekki þar sem cannabis er fíkniefni og þar með slæmt. Jafnvel þótt við látum leiða okkur í að trúa að grænt sé ekki svo hryllilegt þá eru hin efnin ennþá uppfinning djöfulsins.
Fíkniefni er svo auðvitað mest allt sami pakkinn. Væg fíkniefni eru í flokki C, en þar er gras og hass. Í flokki B er svo amfetamín. Í flokki A eru hin, sem eru þau virkilega hættulegu og að prófa svoleiðis er örugg leið til glötunar. Sá flokkur inniheldur meðal annars LSD, MDMA(e pilla), kókaín og heroín.
Þetta var mér kennt um þessi efni í æsku:
Hass gerir þig að hasshaus sem skilur ekki neitt og er alltaf sljór, jafnvel þótt hann hætti að reykja það.
Gras er bara vægari útgáfa af hassi.
LSD lætur þig fara á sýrutripp þar sem þú verður hræddur, átt hættu á að halda að þú getir flogið og hoppað fram af byggingu, plokkað úr þér augun og álíka.
MDMA veldur varanlegum heilaskaða, jafnvel þótt það sé bara notað í eitt skipti.
Amfetamín lætur þig ráðast á fólk, ásamt því að leiða út í kókaínneyslu.
Kókaín gerir þig að sprautufíkli, ásamt því að leiða út í heroínneyslu.
Heroín eyðileggur líf þitt, gerir þig að grænmeti og lætur þig fá lifrabólgu C ef þú verður ekki dauður fyrir.
Við öll þessi lyf má svo bæta að þú verður mjög háður þeim. Næstum undantekningalaust tekur fólk meira og meira af þeim þar til efnið er ekki nóg til að svala fíkninni og þá fer maður út í sterkari efni. Þetta getur augljóslega bara endað með því að maður komist út úr vítahringnum eða verði heroínfíkill. Það ætlar enginn að verða fíkill.
Hins vegar datt mér það í hug fyrir nokkrum dögum að kynna mér málefnið nokkuð vísindalega. Sjá hvað af þessu er í raunveruleikanum satt og hvað er áróður. Ég ákvað að kynna mér öll þessi efni frá grunni og eyða út öllu sem ég hafði lært um þau áður. Til þess myndi ég bara nota rit sem geta heimilda sem rekja má til vísindalegra, helst peer-reviewed, rannsókna. Dæmi um það eru Wikipedia og læknatímaritið The Lancet.
Niðurstöðurnar komu mér mikið á óvart.
Myndin sem fylgir greininni er tekin úr niðurstöðum einu peer-reviewed rannsóknarinnar sem gerð hefur verið til að bera saman skaðsemi fíkniefna. Þessi rannsókn var styrkt af breskum yfirvöldum og safnað var saman sálfræðingum, læknum, lögreglumönnum, starfsmönnum meðferðarheimila og fleirum til að meta skaðsemina eftir kerfi sem hannað var af forstöðumönnum rannsóknarinnar. Peer-reviewers (sérfræðingar innan fræðasviðsins sem fengnir eru til að meta gæði rannsóknarinnar) voru sammála um að hún hafi verið sérstaklega vel framkvæmd. Hún var byrt í The Lancet.
Athyglisvert er að alkahól er í flokk meðal sterkari efnanna, en cannbis, LSD og MDMA eru “öruggustu” efnin.
Sumt af því sem manni var kennt í skóla er virkilega rétt, þá sérstaklega um kókið og heroínið. Hins vegar var það sem ég lærði um MDMA og LSD alveg andstætt við það sem ég hélt að ég vissi. Og ég fann ég það líka út að alkahól er mun skaðlegra en ég hélt, bæði fyrir unglinga og fullorðna. Þessi grein er samt aðallega um MDMA, þar sem það er það sem kom mér lang mest á óvart.
Smá note um gras: ég kynnti mér það ekki nærri jafn mikið, en rational scale assessment rannsóknin úr The Lancet sýndi að það sé á milli MDMA og alkahóls í skaðsemi.
Smá note um fíkn: Það eru aðallega þrjú efni sem virkilega grípa notandan eftir nokkur skipti og halda honum föstum hafi hann ekki þeim mun meiri viljastyrk. Þau eru kókaín, heroín og nikotín. Þetta eru einu efnin sem gera flest alla notendur að “fíklum” í efnið. Öðrum efnum er álíka erfitt að verða háður og alkahóli. Það getur samt vel gerst, það er mikið af fólki sem finnst það knúið til að drekka hverja helgi og menn geta vel orðið að alkahólistum ef svoleiðis heldur áfram. Sérstaklega ef líf viðkomandi er slæmt fyrir og hann getur notað efnið til að flýja raunveruleikan. Það ætlar enginn að verða fíkill.
—
Þótt MDMA beri mjög litla skaðsemi sé það notað rétt, er þetta efni sem er mjög auðvelt að nota vitlaust. Þetta er ólíkt áfengi sem er eiginlega ekki hægt að nota vitlaust, þú bara drekkur. Ef MDMA er hinsvegar notað vitlaust getur það rústað seratónínkerfi heilans og margt bendir til að þá geti það breytt persónuleika varanlega, jafnvel valdið þunglyndi.
Sé það hinsvegar notað rétt eru einu áhrifin væg (5-10%) lækkun í seratónínmagni heilans sem lagast á 2-3 vikum eftir notkun. Svoleiðis lág tímabundin lækkun í seratónínmagni hefur engin taugasálfræðileg áhrif. Seratónínmagn þarf að vera komið niður í 40% af venjulegu til að notendur finni fyrir því og hægt sé að sjá mun með viðtalsrannsóknum.
MDMA veldur ekki líkamlegri fíkn af neinu tagi. Ekki nóg með það, heldur er vegna náttúru efnissins mjög erfitt að verða andlega háður því. Ástæðan er sú að eftir neyslu veldur efnið lækkun á seratónín í 2-3 vikur og ef það er tekið aftur meðan seratónínmagnið er enn lágt minnka ánægjuáhrif efnissins verulega, en hangoverið verður þeim mun óþægilegra.
Eftir notkun MDMA fær notandinn hangover sem endist í 1-2 daga. Það er mjög svipað alkahól hangoveri nema hann verður ekki jafn pirraður heldur frekar daufur.
Víman:
Það sem MDMA gerir ekki.
- Það veldur ekki ofskynjunum.
- Það gerir notandan ekki “heimskan” undir áhrifum eins og alkahól gerir.
Það sem MDMA gerir:
- Slökun, orku og friðartilfinningu. Fólk verður mjög sátt með aðra í kringum sig og á það til að knúsast og segja öllum vinum sínum hvað því þykir vænt um þá. Jafnvel ókunnugum líka.
- Hefur áhrif á viðbrögð og fleira svo það er ekki óhætt að keyra bíl undir áhrifunum.
- Gefur fólki mjög mikið félagslegt sjálfstraust. Þau áhrif vara oft mun lengur en víman sjálf og dæmi eru um að lyfið hafi varanlega læknað félagsfælni, skerta sjálfsmynd og post-traumatic stress disorder vegna upplifana sem notandinn verður fyrir í vímunni.
- Fólk í vímu er nærri því óhæft til að beita ofbeldi. Breskur dyravörður lýsti því einusinni sem svo að eina ástæðan fyrir að það gæti verið erfitt að ráða við MDMA neytendur væri að þeir knúsuðu sig svo fast. Fólk undir áhrifum hefur verið uppvíst að vilja klappa fíkniefnaleitarhundum frekar en að hlaupa út þegar lögregla hefur ráðist inn á skemmtistaði.
- Athyglisbresti. Miklum.
Rett notkun:
Það má ekki nota MDMA of oft. 4-6 vikur verða að líða milli notkunnar ef maður vill vera viss um að hreyfa ekki við seratónínkerfinu. Ef aðeins 1 eða 2 vikur líða á milli eyðir efnið seratóníni hraðar en heilinn getur framleitt það aftur þannig að smám saman eyðist seratónínið niður. Að auki eru ánægjuáhrifin mun minni ef það er notað of oft.
Hitaslag.
Lang lang flest dauðsföll sem rekja má til MDMA eru vegna hitaslags (Hyperthermia). Að öllum líkindum hefði verið hægt að koma í veg fyrir þau öll. Enginn sem hefur farið eftir þeim venjulegu ráðum sem mælt er með hefur látist vegna hitaslags undir áhrifum efnissins svo vitað sé. Þau eru:
Blanda aldrei efninu og öðrum vímugjöfum saman. Sérstaklega ekki áfengi.
Passa upp á að drekka nóg vatn. Hálfur til einn lítri á klukkustund ef maður er að dansa, annars eitt glas á klukkustund. Áhrif efnissins draga úr þorsta þannig að maður verður að hugsa um þetta sjálfur.
Ef maður er að reyna á sig líkamlega, ss. að dansa, þarf að muna eftir að stoppa reglulega og róa líkaman niður.
Hættur:
Hitaslag er aðal hættan á meðan á vímu stendur. Hægt er að koma í veg fyrir það með ráðunum að ofan. Um það bil 6 af hverjum 100.000 notendum MDMA látast úr hitaslagi. Þetta má bera saman við áfengi, en 400 af hverjum 100.000 notendum alkahóls deyja vegna notkunnarinnar.
Vatnseitrun (Ofdrykkja á vatni) er næst algengasta ástæða dauðsfalla undir áhrifum. Kaldhæðnin er sú að ástæðan fyrir þessu eru einmitt ráðin hér að ofan. Á böllum þar sem MDMA notendur hafa komið saman eru þeir almennt vel upplýstir um hvernig á að koma í veg fyrir hitaslag. Það að drekka mikið vatn er eitt af því sem þessir hópar leggja mikla áherslu á. Sumir hafa aðeins misskilið það og vegna áhrifa MDMA er maður hvorki þyrstur né ekki-þyrstur sama hvað maður drekkur mikið eða lítið. Dæmi eru um að fólk hafi drukkið allt að 15 lítra af vatni á 4 klst af hræðslu við að vera að ofhitna. Það hefur því leitt til dauða.
Það er líka gott ráð að taka andoxunarefni í pilluformi fyrir og eftir notkun því það styttir hangoverið og tíman sem tekur seratónínmagnið að lagast.
Varanlegur heilaskaði eftir að taka eina pillu:
Það hefur verið sýnt fram á með tilraunum öpum að mjög hátt magn MDMA (10mg/kg eða meira, það er um 10 pillur fyrir venjulega manneskju) sprautað í æð aðeins einu sinni getur valdið varanlegum skaða á seratónínkerfi heilans.
Þessi áhrif hafa aldrei sést í manneskju, þrátt fyrir heilaskannanir hundraða notenda sem sumir misnotuðu efnið.
Mörg önnur efni sem valda meiri heilaskaða í jafnvel lægri skömmtum eru viðurkennd sem lyf í dag. Þar má nefna Fenfluramine sem er um þrefallt skaðlegra en hefur verið viðurkennt megrunarlyf í meira en 25 ár.
Sú rannsókn sem staðhæfingar um heilaskaða eftir aðeins eina töflu koma frá er rannsókn vísindamanns að nafni Ricaurte. Hann fékk styrk upp á 6.500.000$ til að sýna fram á skaðsemi MDMA áður en lög gegn efninu voru hert mikið í bandaríkjunum. Rannsóknin byrtist svo í hinu virta tímariti Science og niðurstöðurnar voru veigamikil ástæða þess a reglurnar voru samþyktar. Að auki eru mikið af upplýsingum sem hægt er að finna um MDMA, svo sem frá landlæknisembættinu á íslandi ásamt mörgum bandarískum forvarnastofnunum, byggðar á þeim. Þar á meðal er mjög fræg mynd sem ég held að flestir hafi séð: http://mdma.net/ecstasy-brain.jpg
Rannsóknin byggðist á því að apa var gefinn venjulegur neysluskammtur af MDMA og fylgst var nákvæmlega með áhrifum á heilan. Þar sást meðal annars varanlegur heilaskaði.
Ári eftir að rannsóknin var byrt voru peer-reviewers með mikið af spurningum og fanst eitthvað bogið við þetta. Kom í ljós að niðurstöðurnar voru falsaðar. Þetta endaði með því að Ricaurte viðurkendi að niðurstöðurnar voru rangar og staðhæfði að skipt hefði verið um merkimiða á lyfjaflöskum. Apanum var nefnilega alls ekki gefið neitt MDMA. Risa stórum skammti af methamphetamine hafði verið sprautað í æð á honum.
Enn í dag er þessi rannsókn samt ein aðal heimild forvarnastofnana.
Meiri upplýsingar um heilaskaða, ásamt nákvæmri rökfærslu sem getur allra heimilda, má finna hér (varúð langur texti): http://thedea.org/neurotoxicity.html
Aðrar hættur:
Ef fólk sem er á sumum sterkum þunglyndislyfjum (MAOI) tekur inn MDMA veldur samverkunin ofhleðslu á seratónínkerfinu. Þetta er mjög alvarlegt og getur auðveldlega leitt til dauða.
MDMA ásamt háum líkamshita (39,5°+) getur leitt til skemda á lifur. Yfirleitt jafnar fólk sig á sjúkrahúsi en það hefur komið fyrir að menn hafi dáið vegna þessa.
MDMA ásamt mjög háum líkamshita (40,5°+) getur leitt til nýrnabilunar. Það getur orsakað dauða þótt það hafi ekki gerst hingað til undir áhrifum efnissins svo vitað sé um.
MDMA veldur örlítillar hækkunar á blóðþrýstingi meðan maður er í vímu. Þetta skiptir yfirleitt ekki máli en ef maður er með mjög mikil vandamál vegna hás blóðþrýstings getur þetta valdið vandræðum.
Þetta var nokkuð tæmandi listi yfir þær hættur sem tengjast MDMA. Það kom mér mikið á óvart að þetta er ekki nærri því jafn slæmt og hætturnar sem fylgja áfengisdrykkju og sumum öðrum efnum. Fyrst trúði ég þessu bara ekki og reyndi eins og ég gat að finna vísindalegar heimildir sem studdu skoðun mína þá. Það tókst ekki.
Athugið samt að þótt þessi grein sýni að flest sem forvarnir segja um MDMA sé rangt, þá er mjög margt sem þær segja um önnur efni sem er satt. Sérstaklega um hass og kókaín. Ekki prófa þessi efni.
Niðurstaða: Áfengi er hættulegra en MDMA. Eina ástæðan fyrir að fólk ætti frekar að neyta áfengis er mismunandi víma og lög. Ég myndi frekar nota MDMA ef það kemur einhvertíman til þess að ég ákveði að nota vímugjafa.
Heimildirnar sem ég notaði til að skrifa þessa grein voru:
Wikipedia, þá aðallega greinin http://en.wikipedia.org/wiki/Effects_of_MDMA_on_the_human_body
Peer-reviewed rannsókn sem byrt var í The Lancet. Hana má finna hér (Varúð drepleiðinlegur texti): http://www.sciencedirect.com/science?_ob=MImg&_imagekey=B6T1B-4N9XF65-19-1&_cdi=4886&_user=713789&_orig=search&_coverDate=03%2F30%2F2007&_sk=996300433&view=c&wchp=dGLbVlW-zSkzS&md5=5bf35418c83f3c84f1eb1ddc54e6c0da&ie=/sdarticle.pdf
Rökleiðsla, hófundur ókunnur svo framarlega sem ég veit. Hann hinsvegar vísar í mjög traustar heimildir fyrir öllu sem hann segir. Mæli sérstaklega með þessum link fyrir þá sem vilja kynna sér málið frekar: http://thedea.org/risks.html