Þetta gamalmenni sem er þá farið að nálgast hálfáttrætt með hverri mínútunni bannar ungmenninu að fara á tjaldstæði nema í fylgd með sér, bannar ungmenninu ekki að taka þátt í opinberri umræði en bendir alltaf á eftir að ungemennið hefur talað að það sé nú svo ungt og óreynt og þetta hafi nú allt bara verið draumórar.
Ekki nóg með það þá er ungmennið oftast í skóla á veturna, sem er mjög dýrt fyrirtæki, vegna þess að það er enginn augljós gróði í sjónmáli og þarf það því í sífellu að vera að leggja út fyrir mat og öðrum nauðsynjum (! þá er ég ekki að tala um utanlandsferðir, en jú það er nauðsynlegt að fara í bíó/sund og þess lags öðru hverju til að vera ekki talinn félagsfælinn aumingi). Þá er oft brugðið á það ráð að fá vinnu með skólanum. Þá er ungmennið komið með tvær atvinnur en aðeins eina sem er augljóslega arðbær en hin virðist meira tímafrek og pínandi. Svo klárast skólinn og þá á sko að sletta úr klaufunum, eða nei, bíddu, það þarf að safna upp pening til þess að eiga efni á því að vera til. Þá tekur ungmennið að sér sumarafleysingastarf!
Sem er aðalatriðið í þessum pistli, sumarafleysingafólk.
Hinn nánast hálfáttræði sem er kominn úr tengslum við raunveruleikann þarf að fara á nýkeypta jeppanum (svo hann passaði nú í hópinn hjá hinum gráu fiðringunum í vinnunni) út á land í lengri tíma til að finna sig. Þá þarf að ráða einhvern til að sinna starfinu. Að hugsa sér. Enginn þolir sumarstarfsmanninn, hann er of hægur, ef eitthvað bilar þá er það honum og hans reynsluleysi að kenna, hann ætti að vita það bara hvernig hlutirnir hafa verið gerðir í hundruðir ára þó hann sé bara búinn að vera á launaskrá í þrjár vikur.
Ungmennið kláraði skólaárið til þess að þurfa að þola þetta, til þess að geta byrjað aftur í skólanum eftir “sumarfríið” sitt og enginn yfir þrítugt getur fengið skilið að það er ábyggilega 1/1 hlutfall nemenda sem fær skólaleiða. Því að allt þetta fólk fer í sumarfrí, lætur skólakrakkana taka við starfinu og koma svo endurnærðir og skilja ekkert í því að ungmennið sé eitthvað að reyna að hafa áhrif á lífsgæðin sín í opinberri umræðu, eða bara að drekka burt frá sér vandamálin á tjaldstæði.
Sjálfráða en enginn vill hlusta á þig, því allir þeir sem þér eldri eru vita bara alltaf betur. Að hugsa sér, hvers vegna sagði mér enginn að maður væri bara ekki skít kominn í “fullorðinna manna tölu” fyrr en maður væri kominn með þrjú börn, veðsetningu á fasteign, vanskil á kreditkortareikningi og >800 grá hár.
En til þeirra sem eru ekki búnir að gleyma: Ekki hætta að berjast fyrir réttindum þeirra sem standa núna í sporunum sem þið voruð í fyrir fáeinum árum, ég veit að gráu hárin eru farin að stíga ykkur svoldið til höfuðs en þið getið fengið príðisgott hárskol í krónunni á 1000kadl og málið er dautt. Ekki gleyma að þið voruð einu sinni réttindalaus hópur sjálfráða einstaklinga, ekki gleyma því.
Have a nice day