Á grunnskólavellinum er snjór yfir öllu, það er kominn vetur. Lægð er í veðri og sömuleiðis skapi skólakrakkanna.
Skyndilega fær Ísland astmakast, en enginn kemur til hjálpar. Bretastjórn tekur eftir þessu og kemur aðvífandi en í stað þess að hjálpa, þá gerir hún grín að Íslandi.
Nú er sú örlagastund þar sem Ísland velur hvort það lemur frá sér, gerir ekkert eða segir allri skólalóðinni hversu mikið hrekkjusvín Bretastjórn er. Auðvitað er seinasti valkosturinn sjá eini sem snjall er í þessum aðstæðum. Það tókst í þorskastríðinu og það tekst núna!
Þú varst lagður í einelti af Gordon Brown og bresku ríkisstjórninni!
Ætlar þú að svara fyrir þig eða ætlarðu að verða félagsheftur og þunglyndur?
Sýndu vilja í verki og skráðu þig á www.indefence.is !
Myndum samstöðu á Íslandi og sýnum heiminum að Bretastjórn er sá yfirgangsseggur sem hún er. Þeir spörkuðu í okkur, Ísland, liggjandi og það skal heimur fá að heyra!
- Melur
Greinin er dæmisaga, þankar höfunds og hvatning til athafna á erfiðstímum.
Höfundur er aðeins stuðningsmaður www.indefence.is en ekki einn af fulltrúum síðunnar.