Ég var á gangi um daginn útí sveit þegar ég lagðist í grasið og horfði upp í himininn. Ég horfði á tunglið setjast og sólina rísa, mjög falleg sjón og einstakt að sjá. Ég byrjaði að hugsa um hitt og þetta en endaði á því að hugsa um afrek fólks. Ég hef afrekað þó nokkuð um ævina þrátt fyrir að vera aðeins um þrítugt en þó ekki afrekað næstum því það sem ég stefndi á þegar ég var ungur pjakkur. Því draumórar manns voru meiri en er eðlilegt þá.
Það er aðdáunarvert að sjá hvað sumir leggja á sig til að ná markmiðinu sínu. Sama hvort það sé íþróttalega eða í námi. Mér finnst frábært að sjá unga íþróttamenn nú til dags. Það sem sumir eru að leggja á sig er eiginlega bara ómannlegt, en það er greinilegt að margir gera allt fyrir árangur og velferð. Það fær mig til að hugsa um orðtakið “There are no shortcuts to life's greatest achievements.” því að maður getur ekki verið að stytta sér leið til að ná árangri.
Stundum hugsa ég hvort ég hafi ekki gert mistök þegar ég var ungur. Ég hafði hæfileikana en hafði ekki viljann. Viljinn getur komið þér lengra en þú heldur því að ég held að 50% leiðin að árangri er viljinn. Eins og Robert Collier sagði :
“You can do anything you wish to do, have anything you wish to have, be anything you wish to be.”
Veit þó ekki hvort þetta eigi heima undir heimsspeki. Vildi bara koma þessu frá mér og vissi ekki hvar ég átti að setja. En ætla að spyrja ykkur. Höfðuð þið hæfileika en ekki viljann? Höfðuð þið minni hæfileika en aðrir en viljann til þess að ná langt? Náðuð þið lengra heldur en aðrir sem voru með meiri hæfileika en þið en ekki jafnmikinn vilja “to succeed”.
- Maðurinn