Það er svo sannarlega kominn time á mjúka manninn, lambið
sem ropar, nautið sem geymir ylinn og gamla manninn sem á
öllu kann skilin. Það er dagur eitt af 90 í dag. Ég rakaði mig
ekki í morgun og kærastan mín segir mig harðan,
óþægilegan, og er lítið vir gælur af minni hálfu þessar
mínúturnar en hún lærir svo lengi sem lifir líkt og börnin sem
hlaupa brennandi í átt að tærri og svalandi lind.
Ég er karlmaður. Ég get kannski ekki sannað það með
neinu en þið verðið bara að taka mig trúanlegan. Það sem
gerir mig að karlmanni er fyrst og fremst þessi óskynsamlega
gredda sem gægist út um allt og upp um allt þótt allt sé kalt
og sambandsplastið næstum þúsundfalt. En ákvörðunin
stendur það verður nítíu daga skeggfyllerí á mér frá og með
deginum í dag.