Af hverju? Mér finnst það ekki segja neitt neikvætt um manneskjuna ef hún er sökuð um að vera samkynhneigð. Það gerir hana ekki vonda eða heimska eða ljóta. Hún er bara sökuð um að laðast að sama kyni, og oft er fólkið með ásakanirnar algjörlega fordómalaust.
Af einhverjum ástæðum hefur þetta orð bara fengið svo neikvæðan stimpil, þótt samkynhneigð sé eiginlega talin fullkomlega eðlileg í dag. Ef einhver myndi kalla mig lessu, ætti ég þá að móðgast? Hvað er þá verið að segja, að ég sé ókvenleg eða að ég sé ógeðsleg því ég verð hrifin af stelpum en ekki strákum (þótt viðkomandi viti oftast lítið sem ekkert um það mál) ? Ef það er verið að reyna að segja að ég sé karlmannsleg, af hverju er það bara ekki sagt í staðin fyrir að blanda kynhneigð inn í málið? Það kemur kynhneigð ekkert við hvort maður sé kvenlegur eða ókvenlegur.
Og með stráka, er þá verið að gefa í skyn að þú sért kvenlegur sértu kallaður hommi? Eins og ég sagði áðan, þá tengjast þessir hlutir ekkert. Vissulega eru til menn sem vilja vera eins kvenlegir og mögulegt er og oftast en ekki eru þeir hommar, en það er ekki hægt að alhæfa svona. Þá er alveg eins hægt að segja “Allir hommar eru stelpulegir!” sem er bara alls ekki satt.
En sé verið að segja beint að það að vera hommi eða lesbía sé neikvæður hlutur, þá þýðir ekkert að þræta við þannig fávita. Og ég tek trú ekki sem afsökun! Líka eitthvað sem ég tók eftir í undirskrift hjá einhverjum hér á Huga: “Ef hommar gætu flogið, þá væri Verzló flugvöllur!” Gott dæmi um þennan neikvæða stimpil. Hnakkar virðast oft verða fyrir þessum ásökunum, að þeir sjúgi typpi því þeir klæða sig á ákveðinn hátt. Sama gildir um “emo” strákana svokölluðu. Útlit kemur kynhneigð litlu við, og kynhneigð skiptir bara engu máli!
Kannski er þetta orðið fulllangt núna, en pointið mitt er: Hafið þið ekkert á móti hommum eða lesbíum þá skulum við hætta þessum heimskulegu ásökunum =] Við skulum losa þetta orð við neikvæða stimpilinn, árið er nú 2007, ekki 1953.
I'm not suffering from insanity, I'm enjoying every minute of it.