Ég hef undanfarið verið á námskeiði sem heitir Hugur og heilsa. Námskeiðið miðar á því að kenna unglingum leiðir til að gera þau færari til að takast á við daglegt líf. Meðal þess sem við vorumað læra var: samskipti, tengsl hugsunar, hegðunar og líðan, slökun, að læra að setja sér langtímamarmið og skammtímamarkmið, leiðir til að leysa vandamál, leiðir til að tjá tilfinningar og eða skoðun

Hugur og heilsa er íslenskt verkefni sem hlotið hefur hagnýtingarverðlaun HÍ. Það er fyrsta slíka verkefnið á heimsvísu.

Við notuðum bókina Hugur og heilsa eftir dr. W. Edward Craighead en dr, Eiríkur Örn Árnason þýddi hana. Bókin er bygð á hugrænni atferlismeðferð.
Þetta er til að fyrirbyggja þunglyndi og fleiri sálræna sjúkdóma.

Leiðbeinendur þessa námskeiðs voru Hulda Sólrún Guðmundsdóttir og Guðríður Haraldsdóttir sálfræðingar skólaskrifsstofu Mosfellsbæjar.

Það byrjuðu als um ca 15 krakkar en við enduðum 4 en í seinasta tímanum eingöngu 3.

Þetta námskeið er tengd skólanum að því leiti að við fengjum frí í skólanum 2 í viku eftir hádeigi,
yfirleitt er þetta námskeið einu sinni í viku en við byrjuðum svo seint að við vorum tvisvar. Mánudaga og miðvikudaga í 7-8 vikur, 14 skipti og alls 30 kennslustundir, en ein kennslustund er í 40 minutur og tímarnir voru í eina og hálfa klst.

Eftir þetta námskeið hef ég lært svo mikið sem ég tek með mér úti lífið, ég lærði td að slaka á í alskonar umhverfi og hvernig það getur gagnast mér, ég kann núna að setja mér raunhæf markmið og kann góða leið til að leysa úr öllum hindrunum eða vandamálum sem verða fyrir mér í lífinu.

Ég mæli mjög með þessu námskeiði, þetta er fyrir 9 bekk í grunnskóla, ég held að það sé boðið upp á þetta í öllum skólum, en þetta hefur verið gert 8x í mosfellsbæ.

Ef þið hafið farið á þetta, þá endilega skrifið hér fyrir neðan hvernig þetta gagnaðist ykkur:D

-Alexandra Björg Eyþórsdóttir
04´06´07
Viltu bíta mig?