Besti vinur minn.
Já ég átti besta vin.
Ég held að flestir eiga besta vin og vilja flest fyrir hann gera og já bara elska hann á annan hátt (vinalegan hátt)
Ég átti mér besta vin, við vorum alltaf saman, gerðum ekkert nema við værum báðir að gera það, við höfðum verið vinir síðan við vorum 6 ára, öðru nafni “Æsku vinir”.
Við höfðum sömu áhugamál og sama fatasmekk, sama matarsmekk og sama tónlistarsmekk. Við höfðum allt sem við þurftum, við þurftum ekki neitt nema hvorn annan því þá var allt skemmtilegt, við lentum í mörgum skemtilegum ævintýrum og alltaf var jafn gaman. Við rifumst aldrei !
Þetta var hið fullkomna líf, við forum saman á mótorhjól og gerðum svo margt skemtilegt saman. En ömurlegasta dag lífs míns varð slys.
Hann var að keyra með pabba sínum, og það varð árekstur.
Hann DÓ !
HVERNIG GAT BESTI VINUR MINN DÁIÐ ?
Ég man það að ég var nýbúin að tala við hann í síma og við ætluðum að fara á krossara saman þegar hann kæmi heim. En hann kom aldrey heim. ég beið og beið eftir honum þangað til mamma hans kom og sagði mér að besti vinur minn, sá sem ég hafði verið með alla tíð væri látinn. Ég dó.
Ég dó inní mér, ég gat ekki grátið, ekki labbað ekki neitt, ég bara fraus og gat ekkert sagt við greyið konuna. Ég var alveg stjarfur.
Ég fór ekki í skólan í 1 mánuð eftir þetta og þetta voru verstu dagar lífs míns, mér var alltaf óglatt og leið alltaf illa og hugsaði endalaust um það hvernig Besti vinur minn gat dáið. Við sem ætluðum að stofna fyrirtæki, ætluðum saman í menntaskóla í allt það sama og læra það sama, við ætluðum að keyra hringin í kringum islands þegar við fengjum bílpróf…En nú voru allir draumar okkar farnir !
Ég var einn og ég gerði mér grein fyrir því.
Að missa besta vin sinn sem maður hefur verið á hverjum degi er hrikalegt.
Á jarðarförinni hans þá leið yfir mig og ég þurfti að fara með sjúkrabíl.
Ég þurfti að ganga til sálfræðings og margra aðra lækna því ég var í sjálfsmorðshugleyðingum hvað eftir annað !
Mig langaði bara að hitta hann aftur !
Þetta var kvöl.
Ef þið hafið mist einhvern eins og fjarskyldan frænda sem þið hittuð nokkrum sinnum þá tekur það hrikalega mikið á…En þetta var besti vinur minn !
Enginn var eins og þessi strákur, hann var einstakur.
Ég get ekki líst þessu með orðum en þetta ar erfitt.
Í dag er ég búinn að sætta mig við þetta og ég veit að við munum hittast aftir.
Ég vildi bara leyfa ykkur aðeins að vita hvernig era ð missa besta vin !
Takk fyrir og helst ekki skítkast !