Það er ekki bara stjórnarskráin sem lögreglan vinnur með, einnig eru önnur lög sem eru sett með heimild í stjórnarskránni.
71. gr. [Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu.
Ekki má gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum, nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Það sama á við um rannsókn á skjölum og póstsendingum, símtölum og öðrum fjarskiptum, svo og hvers konar sambærilega skerðingu á einkalífi manns.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. má með sérstakri lagaheimild takmarka á annan hátt friðhelgi einkalífs, heimilis eða fjölskyldu ef brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra.]1)
Þetta er úr lögum um meðferð opinberra mála en þar eru leikreglur lögreglunar:
XI. kafli. Leit.
89. gr. 1. Heimilt er að leita í húsum sakbornings, geymslustöðum, hirslum, skipum og öðrum farartækjum í því skyni að handtaka hann, rannsaka ummerki brots eða hafa uppi á munum eða gögnum sem hald skal leggja á.
2. Leita má hjá öðrum mönnum en sökuðum þegar brot hefur verið framið þar eða sakaður maður handtekinn. Einnig ef gildar ástæður eru til að ætla að sakborningur haldi sig þar eða þar sé að finna muni eða gögn sem hald skal leggja á.
90. gr. 1. Leit skv. 89. gr. skal ákveðin með úrskurði dómara nema sá sem í hlut á samþykki hana.
2. Rannsóknari má þó leita án dómsúrskurðar ef brýn hætta er á að bið eftir úrskurði valdi sakarspjöllum. Leita má án úrskurðar að manni sem handtaka skal ef honum er veitt eftirför eða hætta er á að hann komi sér undan ef beðið er dómsúrskurðar.
91. gr. Í húsakynnum, sem eru opin almenningi og í húsum þar sem lausungarlýður og brotamenn venja komur sínar, má leita, ef þörf þykir, þótt ekki sé fullnægt skilyrðum 89. og 90. gr.
92. gr. 1. Leita má á sakborningi ef nauðsynlegt þykir til að taka af honum gögn eða muni sem hald skal leggja á. Leiki grunur á að maður feli innvortis muni eða efni sem hald skal leggja á er heimilt að framkvæma leit, að fengnu áliti læknis. Þá má taka blóð- og þvagsýni úr sakborningi og framkvæma á honum aðra þá líkamsrannsókn í þágu rannsóknar sem gerð verður á honum að meinalausu. Enn fremur má taka af honum fingraför og myndir í þágu rannsóknar.
2. Leita má á öðrum en sakborningi ef ástæða er til að ætla að hann hafi á sér gögn eða muni sem hald skal leggja á.
93. gr. 1. Leit og líkamsrannsókn skv. 92. gr. skal ákveðin í úrskurði dómara, nema sá sem í hlut á samþykki hana.
2. Rannsóknara er þó rétt að leita án dómsúrskurðar ef brýn hætta er á að bið eftir úrskurði valdi sakarspjöllum.
94. gr. 1. Lögreglumenn stjórna leit samkvæmt ákvæðum þessa kafla.
Og svo úr lögreglulögunum:
17. gr. Leit á mönnum. 1. Lögreglu er heimilt ef ástæða er til að leita að vopnum eða öðrum hættulegum munum á hverjum þeim sem fjarlægður er eða handtekinn af lögreglu.
2. Sé maður vistaður í fangageymslu er lögreglu heimilt að leita á honum og taka til varðveislu muni sem hann hefur á sér og hann getur notað til þess að vinna tjón á sjálfum sér eða öðrum. Ef ástand manns eða aðstæður að öðru leyti gefa tilefni til er heimilt að taka af honum peninga og muni sem hann hefur á sér og hætta þykir á að geti skemmst, eyðilagst eða glatast.
3. Verðmætum, sem lögregla tekur til varðveislu skv. 2. og 3. mgr., ber að skila aftur þegar maður er látinn laus, enda séu ekki skilyrði til að leggja hald á þau samkvæmt lögum um meðferð opinberra mála.
Þetta eru þær sérstöku lagaheimildir sem kveðið er á um í stjórnarskránni, það eru fleirri heimildir í hinum ýmsu lögum en þetta eru þær helstu.
Og svo eru það áfengislögin:
18. gr. Óheimilt er að selja, veita eða afhenda áfengi þeim sem er yngri en 20 ára. Ávallt þegar ástæða er til að ætla að kaupandi eða viðtakandi áfengis hafi ekki náð þessum aldri skal sá sem selur, veitir eða afhendir það láta hlutaðeiganda sanna aldur sinn með því að sýna skilríki með mynd eða á annan fullnægjandi hátt.
28. gr. Gera skal upptæk til ríkissjóðs öll áhöld sem með ólögmætum hætti á að nota eða hafa verið notuð við bruggun eða tilbúning áfengra drykkja eða til þess að gera drykkjarhæft það áfengi sem ódrykkjarhæft var. Áfengi sem búið hefur verið til eða aftur gert drykkjarhæft með ólögmætum hætti skal og gert upptækt ásamt ílátum.
Tæki sem talin eru í 7. gr., sem finnast hjá öðrum en þeim sem hafa til þess leyfi, skulu gerð upptæk án tillits til þess hvort þau hafi verið notuð til áfengisgerðar eða ekki.
Einnig skal gera upptækt:
a. áfengi sem ólöglega er flutt til landsins,
b. áfengi sem borið er ólöglega inn á veitingastað eða út af honum,
c. áfengi sem ungmenni yngri en 20 ára hafa undir höndum,
d. áfengi í vörslu þeirra sem brotlegir gerast skv. 21. gr.
Það eru auðvitað fleirri greinar sem koma til greina en þetta eru þær helstu í þessu sambandi. Lögreglan má gera upptækt áfengi sem ungmenni yngri en 20 ára bera á sér.