(smá djók)
“Læknar. Heimskustu lífverur jarðarinnar. Hverjum myndi detta það í hug að flokka þá sem menn? Þeir fæðast kanski menn. En þegar þeir ákveða að verða læknar fer allt í rugl. Afhverju? Læknar geta ekki komið með almennilega skýringu á hlutum”.
Afhverju þarf allt að vera svona neikvætt? Stórkostlegir hlutir sem eru GJAFIR!
Það vill svo til að ég er með aspergers heilkenni. Þegar fólk heyrir þetta orð, þá heldur það að Aspergers heilkenni sé eitthvað slæmt, og teljist til andlegrar fötlunar eða einhverfu. það er ekkert nema tómt “KJAFTÆÐI” Afhverju skyldi fólk halda þetta? það er útaf því að læknarnir, já “LÆKNARINR” hafa sagt það. Í fyrsta lagi vita læknar ekki neitt um Apergers heilkenni. Þeir eru ekki með það, svo að þeir vita ekki hvernig það er, og munu aldrei koma til með að gera. Aftur á móti veit ég allt um það. Ég er ekki læknir, ónei, en ég veit samt miklu meira um það en nokkurtíman læknar. Því að ég get upplifað það, en það geta læknarnir ekki. Læknir að segja mér hvernig Aspergers heilkenni virkar, er eins og ég að segja Keith Richards hvernig Gítarar virka. Samt kann ég ekkert á gítar. Að sjálfsögðu eru til slæmir hlutir sem tengjast þessu, en þeir eru nú ekki margir. Helsti hluturinn er þráhyggja. Læknar þurfa alltaf að nefna neikvæðu hlutina í skýringum á þessu. En samt nefna þeir aldrei einn einasta jákvæða hlut sem tengist þessu. Þetta er ekki veiki! Ég er 100% heilbrigður. Asperger’s Syndrome er einhver sú stærsta og mesta gjöf sem guð hefur gefið mér.
Ég er talinn minni maður en aðrir útaf þessarri ástæðu. Í leyfisleysi þá sagði kennarinn í bekknum mínum krökkunum frá þessu, á meðan ég dvaldist á BUGL (barna og unglingageðdeild lansspítalans) Þegar ég mætti aftur til náms mánuði eftir litu krakkarnir á mig sem einhvern furðufugl. Kennarinn hafði sagt krökkunum frá öllum þessum neikvæðu hlutum. Ég er ekki minni maður en aðrir. Vinir mínir hættu að tala við þegar þeir fréttu af þessu. Ég er nákvæmlega eins og fólk er flest. Ég tala eins, ég haga mér eins, ég lít eins út, ég hugsa eins, ég borða eins, ég drekk eins, ég lykta eins, og allt. Það er ekki hægt að sjá á mér hvort að ég sé með Aspergers heilkenni. Þegar ég var barn átti ég misgott líf(oftast gott). Var nokkrum sinnum lagður inná BUGL. Ég fékk oft fóbíur fyrir hlutum eins og sjónvarpsauglýsingum og hlutum eins og styttum með óhugnaleg andlit og annað slíkt. Oft var ég hræddur við myndir, ljósmyndir svo sem teiknaðar myndir. Oft þurfti ég að gera ónauðsynlega hluti. Td. þegar ég ætlaði að setjast niður í sófa með borði fyrir framan þurfti ég alltaf að ganga einn hring í kringum borðið og snetra öll hornin á því. Þetta kalla ég ekki neikvæða hluti, heldur fynda. Ég mátti aldrei stíga á strik á gangstéttum, og þurfti oft að endurtaka hluti. Kanski hefur þetta eitthvað með Aspergers heilkenni að gera, en það áttu sér slæmir hlutir stað líka. Ég vill nú ekkert vera að segja frá þeim, Þetta voru hlutir eins og drykkja, neysla, einelti og ofbeldi. Oftast myndaðist mikill spenningur í mér, og gerir það stundum en. En nú koma jákvæðu hlutirnir.
Eg lifi ágætis lífi nú til dags. Er fimtán ára gammall, og ósköp venjulegur. Á nokkuð af kunningjum, á ekki marga vini, en á samt vini. Er nýhættur með kærustunni minni. Ég á nokkuð mikið af áhugamálum. M.a. kvikmyndir, sérstakar kvikmyndir, Simpsons, tónlist, rokk, glamrokk, og pönk. Ég er með söfnunaráráttu, safna dvd myndum (á um 400), geisladiskum, myndasögum, hringum, plakötum, Star Wars safngripum eins og gömlum leikföngum sem enþá eru í umbúðum og ég hef uppá hillu. Öllu sem tengist Tim Burton (besta leikstjóra í heimi) svo sem myndasögum og styttum og öðru slíku, safna líka fullt af kiss dóti, þá er ég að tala um bestu hljómsveit í heimi. Safna vinyl plötum, plakötum, diskum, dvd, cd, á nokkra kiss kalla, Kiss gítar og bara fullt af Kiss drasli. Safna frímerkjum og peningum og guð má vita hvað. Þráhyggjur koma stundum. Oftast ef mig langar í eitthvað, svo sem mynd, leik, flík eða eitthvað.
Er eittvað neikvætt við þetta, Þetta er bara ósköp venjulegt líf. Svo má líka nefna marga snillinga sem hafa verið með Aspergers syndrome. Þar á meðal Albert einstein, Lewis Caroll (skrifaði söguna um lísu í undralandi), Steven Spielberg, Dan Akroyd og margir fleiri.
Tilgangurinn með þessari grein er það að fólk átti sig á því að þetta er ekkert skrýtið. Ekkert ólikt venjulegu fólki.
Svo hef ég hef kynnst frábæru fólki sem hefur stutt mig í lífinu og hjálpað mér með ýmis vandamál. takk fyrir!!!, allir.
this is it.