Sæl veriði.
Mig langar að segja ykkur frá því sem ég hef gengið í gegnum yfir æfina. Markmið mitt með þessum skrifum er ekki að fá samúð eins eða neins.
Það hefur alltaf verið betra fyrir sjálfann mig að skifa niður og tala um vandamál mín, sérstaklega þetta málefni. Ykkur er velkomið að gefa álit ykkar á þessari grein.
Ég fæddist inní 5 manna fjölskyldu, móðir, faðir, tvær systur og einn bróðir (síðan fæddist einn bróðir í viðbót). Pabbi minn er alkahólisti og beitti móður minni andlegu ofbeldi.
Ég man hvað ég var alltaf hræddur við hann pabba minn í æsku, og reyndi að forðast hann eins og ég gat. Ég man ekki mikið eftir æskuárum mínum, eins og ég hafi blokkað þessi ár úr minningum mínum.
Það var samt sumt sem ég man eftir. Eins og einu sinni þegar ég var kominn uppí rúm, og klukkan var svona hálf tólf, og ég var allveg í spreng. Það tók mig svona 15 mínútur fyrir mig
að fá kjark í að spyrja pabba hvort ég mætti fara á klósettið.
Hann var sjómaður hann pabbi, og mig hlakkaði alltaf jafn mikið til þegar hann fór útá sjó, þá var bara mamma heima, það fannst mér mjög þægilegt.
Þegar ég fæddist á bjuggum við í sveit ekki svo langt frá Selfossi. Frá Þriggja ára aldri og að átta ára aldrei bjuggum við á stokkseyri. Síðan fluttum við á vestfirði.
Þar var pabbi minn með fiskeldi og ég gekk í lítinn heimavistaskóla, góðir tímar. Bjuggum þar í rúmt ár þangað til skólinn fór á hausinn, þá fluttum við til bolungarvíkur. Þar fékk ég fyrst að finna fyrir einelti.
Ég var kallaður ýmsum nöfnum og það var bara því að ég var soldið örðuvísi (stam). En samt sem áður eignaðist ég vini, tók þátt í íþróttum og þrátt fyrir þetta einelti þá voru þessu 2 ár á bolungarvík ein af bestu árum æsku minnar.
Foreldrar mínir skildu þegar við bjuggum í Bolungarvík. Ég man vel eftir því, en mér var allveg sama. Ég man þegar ég spurði pabba hvert hann væri að fara þegar hann var að pakka niður sokkum í töksuna sína. Hann var ekkert að flækja málin og sagði bara “Aldrei”
Ég spáði aldrei neitt í þessu. Pabbi minn sýndi mér enga ást eða umhyggju á meðan hann var með mömmu og það kom í ljós hverig ég brást við skilnaðinum.
Mamma náði sér í kall sem hún þekkti frá því hún bjó í Eyjum fyrir gos. Ég átti mömmu. Ég vildi ekki að einhver annar kall kæmi á heimilið því að ég hélt að hann myndi vera eins og pabbi.
Tími leið og við fluttum til Vestmannaeyja með stjúp-pabba(fluttum'97 minnir mig, sumarið fyrir 6 bekkinn). Til að byrja með var ég frekar vinsæll í bekknum, voða spennandi að sjá nýjann strák í bekknum. Allir vildu hanga með mér. En eins og ég sagði áður þá var ég soldið örðuvísi.
Og plús það að foreldrar mínir kenndu mér aldrei hvernig átti að umgangast fólk, ég vissi ekki hvernig ég átti að fara að því, og veit það eigilega ekki enn. Ég eignaðist fáa vini hérna í eyjum. Ég lék mér mikið með litla bóðir mínum sem er 5 árum yngri en ég. Hann var eini sem ég átti að.
Ég var lagður í stíft einelti. Ég var hræddur við að fara í sund og leikfimi í 8-10 bekk útaf þeirri leiðilegu staðreynd að líkami minn byrjaði ekki á kynþroska á sínum tíma. Ég var ekki að þroskast líkamlega eins og allir hinir, ég var ennþá þessi litli skræki strákur. Ég man eftir einum þriðjudags morgni þegar ég var á leið í skólann í 9 bekk. Stjúp-pabbi minn og mamma voru eitthvað að rífast.
Hann hótaði mömmu öllu illu og kalaði okkur strákana nöfnum.Ég þorði ekki að koma heim eftir skólann, ég gisti hjá vini mínum þessa nóttina, og þegar ég kom heim næsta dag var hann farinn. Síðan þá hefur mamma ekki komið með neinn kall á heimilið.
10 bekknum lauk og ég var ánægður að vera laus úr þessum skóla, skólanum sem ég var hræddur við að fara í hvern einasta morgun í 4-5 ár. Ég var byrjaður í framhaldsskóla og líkami minn var ekki ennþá byrjaður að framleiða testasterón. Það hafði mikil áhrif á hvernig ég bar mig við annað fólk. Ég var mjöf óöruggur með mig og leið bara mjög illa.
Mamma mín talaði við mig um þetta, að ég væri ennþá ekkert farinn að stækka. Það endaði með því að við fórum til reykjavíkur til að tala við sérfræðing, sem lét mig fá hormónasprautur. Ég er ekki voðalega stoltur af þeirri staðreynd að ég þurfti að fá sprautur, en mér fannst að þetta ætti að koma fram samt sem áður.
Þetta var eins og himnasending fyrir mig. Mér leið mun betur með sjálfann mig.
Ég droppaði útúr skóla eftir að hafa skrópað gegnum 3 annir. Flutti til reykjavíkur þarsem ég skemmti mér vel. Kynntist fullt af hugurum og einn þeirra er einn af mínum bestu vinum í dag, og ekki má gleyma að ég kynntist kærustunni minni gegnum huga :). Ég bjó í Reykjavík í eitt ár og 4 mánuði. Ég lenti í djúpu þunglyndi og mamma bauð mer heim til eyja aftur, sem ég tók.
Núna þegar maður er kominn aftur til eyja, meira en 2 árum síðan ég bjó hérna, þá er fólk ennþá að líta niður til manns bara því að ég var soldið örðuvísi. Fólk horfir niður á mann bara fyrir að vera sá sem ég er. Einelti skilur eftir sig sár í sálinni sem grær aldrei.
Í dag bý ég í á eyju fulla af fólki sem horfir niður á mann (auðvitað sumir sem eru svona “félegar”, gott fólk), vinir mínir héðan eru allir fluttir á þurrt land. Ég á frábærann vinahóp sem ég hitti ekki oft sem býr í Reykjavík, og kærustu sem býr hinumegin á landinu.
Ég þakka ykkur fyrir að lesa. Þetta er góður léttir að taka um eitthvað sem maður hefur aldrei talað um áður við neinn.