Unga fólkið og stælarnir.
Ég sit á kaffihúsi og var að spjalla við vinkonur mínar um æskuna í dag. Við vorum flettandi í gegnum blöð sem fjalla um hljómsveitir og rákumst á mynd af ungum krökkum máluðum eins og hinn frægi Marilyn Manson, í svörtum hettupeysum og með rokkmerkið á hendi.
Einhvernveginn fórum við að tala um æskuna, hvað hún væri spillt. Kannski eruð þið ekki sammála mér í því en það verður bara að hafa það. Hér sátum við fjórar við borðið með kaffið okkar og sígarettu og vorum í djúpum samræðum.
Ég man eftir því þegar ég var 7, 8 ára og var að leika mér í barbie með vinkonum mínum á veturna og á sumrin gekk ég í sundlaugina og var úti að leika mér í góða veðrinu. Ég vissi ekki hvað gemsi var og hvað þá var ég að prófa að mála mig og suða í mömmu minni um dýrar merkigallabuxur og efnislitla boli.
Einnig minnir mig að í skólanum mínum, Breiðholtsskóla, þar sem ég var í 2. bekk að þá var borin rosaleg virðing fyrir hinum heilugu ‘’unglingum’’ sem voru þá semsagt táningar í 8. – 10. bekk. Ef það kom fyrir að ég rakst á einn þeirra þá varð ég eins undirgefin og mér var lagið og baðst ég margoft afsöunar áður en ég flýtti mér burt.
Á þeim tíma var virðing í hæsta lagi fyrir þeim eldri, annars var maður hræddur um að vera laminn.
Nú er ég á 17. ári og vinn í verslun í skipholtinu sem heitir 11-11. Þar er það oft sem að börn á þessum aldrei koma inn og þá tek ég eftir því að þau eru hvorki hrædd né bera nokkra virðingu fyrir þeim eldri. Það er nánast ógnað mér af 7, 8 ára gömlum börnum á meðan ég stend í sakleysi mínu við búðarkassann í bláu flíspeysunni. Þau rífast, skammast, gera grín af manni og flissa í tíma og ótíma. 8 ára stúlkur eru komnar með gemsann á fullt, prófandi augnháralit eldri systra sinna og gangandi í pínulitlum bolum í skærum litum og níðþröngum dieselbuxum. Strákarnir eru hinsvegar komnir í billabong eða smash hettupeysur og buxur sem hanga á hælunum og gela up hárið í hanakamb.
Það er víst ekki töff lengur að ‘’leika’’ saman heldur eru þau nú að ‘’hanga’’ saman og engin barbie eða action man eiga þátt í því heldur fá þau að koma sínu fram í að framkvæma þetta ‘’hang’’ fyrir utan sjoppur eða fara í kvikmyndahús seint um nótt.
Stelpur og strákar eru bæði farin að prufa sígarettur, áfengi, kynlíf og eiturlyf allt of snemma og það er hreinlega plága ef þú spyrð mig.
Er samfélagið virkilega orðið svo hratt og stressandi í dag að æskan er að berjast fyirr því að fá að verða fullorðin allt of fljótt. Miðað við þessa efnisgrein hér fyrir ofan fer ég að spyrja sjálfa mig hvort að þessir krakkar hafi sömu gleðjandi æskuminningar og ég, þar sem ég minnist þess tíma sem áhyggjulausum og skemmtilegum.
Hvað finnst ykkur?