Kæru Íslendingar. Fyrir 2 klst datt mér í hug að fara að sofa og 2 klst seinna var ég enn ekki sofnaður, það eina sem ég hafði upp úr þessum 2 klst var mikið af minningum og mikið af hugsunum um líf mitt, svo mér datt ekkert betra í hug heldur en að skrifa nokkurskonar sjálf ævisögu sem ég vill meina að sé hvorki neikvæð né jákvæð. Mig langar svoldið að koma lífi minu hér á pappír til þess að fá að heyra ykkar skoðanir á lífi mínu og kannski get ég sjálfur orðið aðeins fróðari um sjálfan mig þar sem ég er aðeins 18 ára gamall og óreyndur og fengið góð framtíðarráð. Til þess að hafa þetta eins stutt og hægt er mun ég því miður aðeins fjalla um líf mitt í grófum dráttum.

Jæja þetta byrjaði allt fyrir 18 árum í ágúst þá fæddist ég inn í frekar stóra fjölskyldu og átti ég þá tvo bræður, foreldra og einn dyggan heimilishund. Ég get örugglega sagt að þetta tímabil sem ég átti heima í sveit hafi verið besta tímabil sem ég hef nokkurntímann upplifað, allt var frekar einfalt maður þurfti bara að fara í skólann, læra og tala við vini sína sem maður átti nóg af og entist þetta tímabil 13 ár og flutti ég þá til 6000 manna bæjar og þá varð allt afar flókið ekki út af því að ég varð fyrir einelti eða einhverju svoleiðis heldur vegna þess að þegar ég fyrst kom til bæjarins þá átti ég enga vini í marga mánuði og á afar fá nú í dag kannski bara einhverja kunningja. Ég held líka að ég sé orðin svo vanur að vera vinalaus að mér sé eiginlega bara orðið nokkuð sama, það var afar erfitt vegna þess að í sveitinni þá átti maður alveg nóg af vinum og svo var maður kominn í einhvern bæ og átti enga vini, frekar erfitt, maður var bara inni hjá sér allan daginn í herberginu sínu vegna þess að maður þorði ekki að fara út og leika sér vinalaus. Ekki nóg með það heldur var heimilisfriðurinn oft rofinn, samband milli bræðra minni og foreldra varð afar erfitt. Öskra ég og rífst oft við alla fjölskyldumeðlimi mina, skil ekki alveg hvernig það gat gerst vegna þess að mér þótti vænt um þessa meðlimi þegar ég átti heima út í sveit en nú var ég byrjaður að gjörsamlega hata þá og geri enn í dag. Ég hef líka fitnað um sirka 55 kíló frá því að ég flutti (u.þ.b. 13 ára sirka) ég á einnig erfitt með því að skilja hvernig ég fór að því en í sveitinni var maður oft úti að leika sér með vinum sínum og spila fótbolta en núna hefur maður ekkert að gera nema að vera í tölvunni og drekka einmannaleikanum í mat og er ég í dag nokkurnveginn byrjaður að átta mið á því að ég á líklega eftir að vera einn allt mitt líf sem er bara fínt, hata hvorteð er svona 95% mannkynsins núna í dag, ég man að ég prufaði að vinna sem afgreiðslumaður þar sem maður þurfti að sinna fólki sem vildi skila vörum og fá endnurgreitt eða kaupa eitthvað og mér fannst það vera algert helvíti og tók ég fyrst eftir þann dag að fólk er fífl.

Núna í dag snýst líf mitt nokkurnveginn um það að fara í skólann reyna að vera eins stutt í skólanum og maður geti svo farið heim í tölvunna og verið í henni allan daginn ekki mjög spennandi. Ég hef hinsvegar oft hugsað um að safna mér fyrir peningum setja puttann svo bara “random” einhverstaðar á landakortið mitt og fara þangað, aðalega til þess að losna við það að þurfa að búa hjá þessari “geggjuðu” familíu sem hatar mig og til þess að losna í burtu frá þessu snargeggjaða íslenska samfélagi og bara byrja upp á nýtt enda er það hvorki tilviljun að þessi myrki hluti lífs míns byrjaði eftir að ég flutti úr sveit í bæ og kenni ég mömmu um það enda vildi hún vera sjálfselsk og flytja mig frá öllum vinum mínum og lífi mínu út í einghvern bæ, sry mamma hlutirnir hafa ekki verið að virka fyrir mig hérna í 6 ár. Þó að þessi grein sé aðeins farin að lýta út eins og sjálfsmorðsbréf þá fullvissa ég ykkur kæru hugarar um að svo sé ekki, enda er ég bara 18 og ætla ekkert að fara að gefast upp, heldur fagna ég því að ég sé orðin 18 ára og brátt verði ég búinn með skóla og geti farið að snúa mér að nýrri byrjun, burt frá þessari skítaholu og minni fjölskyldu. Enda er fjölskyldan mín eiginlega bara gripur til sýnis nú til dags, hún hefur ekki gert neitt nema rakkað mig niður með illum kommentum frá helvíti sem geta verið mjög særandi en ég læt bara sem ekkert hafi gerst og fer inn í herbergi, hey ég er bara að segja að það væri gott að fá væntumþykju stundum, hef ekkert séð þessa væntumþykju eða stuðning í 6 ár, þannig að mér lýður hálf einmannalega hérna í þessari fjölskyldu á meðan að foreldrar mínir spara ekki bræðrum mínum “helvítis” þakkirnar.

Ég held að best væri að lýsa mér sem nokkurskonar “loner” enda kann ég bara ekki að umgangast flest fólk og ég fer í kerfi ef ég held augnsambandi lengur enn í tvær sekúndur við fólk, það er of vandræðarlegt einhvernmeginn. Núna hinsvegar er ég á því tímabili í lífi mínu að ég veit ekkert hvað ég á að verða hef verið að leika við leikstjóra en einhvernmeginn efast ég um að ég yrði góður leikstjóri og ég hef ekki nóg og mikinn kjark í að verða það, ætla bara að verða eitthvað öruggt og áhættulaust eins og félagsfræðingur or sum. Það er bara mitt mat að ég hef verið settur í vanrækslu síðan ég var 13 ára og er enn að uppskera margt af því t.d. feimni og félagslegan vanþroska sem ég hafði ekki áður en ég flutti úr sveit í bæ, áður var ég afar hress og kurteis, indæll, glaður peyji núna er ég ókurteis illur, reiður ruddi sem hatar allt og alla og þetta er ekki unglingaveikinn er búið að standa yfir of lengi plus að ég var ánægður áður en ég flutti en núna er ég eiginlega bara búinn að vera óhamingjusamur í 6 ár samfleytt og er orðinn frekar pirraður á því.

Þessi grein er ekki eitthvað kall á hjálp eða eitthvað svoleiðis ég yrðri bara reiður ef þið mynduð sýna mér einhverja vorkun. Er eiginlega alveg sáttur og vanur því að vera pirraður út í alla og óánægður alltaf og get alveg búið við það ef ég þarf. Þessi grein er eiginlega bara mín reynsla á fólki almennt og mínu lífi og ég gæti alveg trúað að einhverjir fleirri þekki eitthvað að þessu sem ég var að tala um.