Þetta er grein sem ég hef lengi ætlað mér að skrifa, en aldrei gert. Afsakað mig á mörgum háttum.
Ég ætla að segja frá öllu því einelti sem ég hef gegnum í gegnum. Ég hef bara tvisvar sagt allmenninlega frá þessu, ekki oftar. Og ég man eftir báðum skiptanum.
Þetta byrjaði í leikskólanum. Þá var ég alltaf trúðurinn, það var alltaf dregið niður buxarnuar á mér og hlegið að mér. Og ég hló með eins og fífl, hélt að það væri að hlæja með mér. Svo datt mér í hug að gera þetta við aðra, þá minnir mig að ég hafi verið skammaður. Þá var bara haldið áfram að draga niður buxurnar á mér.
Ég var í skóla í svíþjóð, þar byrjar skólinn ári seinna, fyrsti bekkur er þegar þú ert 7 m.ö.o. Ég man voðalega lítið eftir fyrstu áranum. ÉRg lenti bæði í líkamlegu og andlegu ofbeldi. Eyddi frímínútanum sitjandi úti á leikvelli með úlpuna yfir höfuðið á mér, ég mátti ekki vera með í leikjanum. Í staðinn sat ég þarna einn og ýminda mér að úlpan mín væri geimstöð. Ég á þessa úlpu ennþá, hún kom mér í gegnum fyrstu árin í grunnskóla. Ég man að ég vildi aldrei í skólan, gat ekki sofið afþví að ég vissi að skólinn væri daginn eftir.
Ég átti einn vin. Vinkonu sem ég hef þekkt síðan ég var 4:ra ára. Þekki hana ennþá. En á þessum aldri eru stelpur og strákar ekkert mikið að leika sér saman, en við vorum ALLTAF saman eftir skóla. Áttum líka heima við hliðina á hvor öðru.
Í 2 eða 3 bekk eignaðist ég einn “vin”. Máttum bara ekki vera vinir í skólanum. Þar beitti hann mér líkamlegu “ofbeldi”. Mér fannst það í lagi, afþví að ég MÁTTI vera vinur hans eftir skólan, þessvegna fannst mér það í lagi. Ég sat einn í frímínútanum þá líka.
Ég þorði aldrei í leikfimi. Það var svona fyrsta merkið sem foreldrar mínír sáu með þetta einelti. Það og öll förin á líkamanum. Í þriðja bekk man ég að pabbi fékk frí í vinnuni til að koma með mér í leikfimi, vera hjá mér svo ég mundi þora. Ég þorði aldrei í sturtu, og þá varla í búningsklefan.
Í þriðja bekk fóru hjólin að rúlla. Ég sagði loksins einhverjum frá, man ekki hverjum lengur. Þarf að tala við mömmu, fá að vita hvað eginlega gerðist á þessum árum. Man eftir voðalega litlu, er búinn að eyða of mörgum árum í að gleyma þessu. Þá fór mamma og pabbi með mig til skólastjórans. Ég man að eg var sentur út í biðstofuna afþví að það urðu hörku riflidi. Þessi skólastjóri var sennilegast fífl.
Það var gerð nefnd fyrir mig. Einhverskonar stuðningsnefnd sem átti að hjálpa mér. Það var talað við nokkra sem lögðu mig í einelti. Voðalega fátt sagt við þá, þeir héldu nátturlega áfram. í þessari “nefnd” voru 3 kennarar. Einn kennari, írþorttakennarinn og skólastjórinn. Þau áttu að hitta mig vikulega. Ég hitti þau einu sinni.
Í öðrum bekk var það einn strákur í stofunni við hliðina á mér, hann var í efsta bekknum. Hann sá að mér leið ekki vel og tók mér að sér þegar hann gat. Ég þurfti ekki lengur að vera einn í hádegismatnum. Ég sagði mömmu frá honum og hún kom í skólan og þakkaði honum fyrir. Eftir árið hætti hann í skólanum og ég var einn eftir. Ég á mydn af honum með nafninum aftaná. Mörgum árum síðar frétti ég af þessum náunga, hann beytti vinkonu minni kynferðislegu ofbeldi og fór ílla með hana. Cruel world.
Foreldrar mínir skildu þetta ár. Og við fluttum. Ég fékk að skipta um skóla. Ég vildi það ekki, ég þorði því ekki. hÄelt það myndi verða verra.
Það varð skárra, aðeins skárra. Ég var líak 3 ár í þeim skóla. Þar lenti ég líka í einelti. Frímínúturnar eddi ég útí horni einhverstaðar að lesa andrés. ég hafði allveghreint frábæran kennara sem tók mig að sér. Hef honum mikið að þakka. Hérna voru það svona 3-6 strákar sem níddust á mér. Líkamlega og andlega. Mamma fattaði það. Hún nennti ekki einu sinni að tala við skólan í þetta sinn heldur var farið heim til foreldra þeirra sem lögðu mig í eineltið og riflidin hafin þar. FOrledrarnir vildi naturulega ekki viðurkenna að börnin þeirra gátu gert neitt svona.
Þarna eignaðist ég líka einn vin. Þekki hann ennþá. Og annan vin, byrjuðum ekkert rosalega vel saman. En núna þekkjust við rosalega vel og eigum hvor öðrum margt að þakka. Kærastan hans er líka mjög góð vinkona mín og einnig eigum við margt að þakka. Ég elska þau bæði, höfum gegnið í gegnum margt saman.
Ég hætti í þessum skóla í lok 6. bekkjar. Þá þurftum við að skipta um skóla, þessi náði ekki lengra. Ég lenti þar í allveg ágætis bekk, voðalega fáir sem einu sinni stríddu mér. Gekk samt ennþá ílla í skóla og allt það.
Þar fékk ég að vera í eitt ár, þá fórum við heim til íslands. Núna fór þessu loksins að lygna. Fluttum út í sveit, mamma er kennari og var að kenna í skólanum. Lítill skóli. 60 nemendur. Ég eignaðist vini. Var samt ótrúlega feiminn og lítill. En ég þorði í skólan og vildi í skólan. Ég lenti í vinahóp í fyrsta skipti á ævinni. Góðir tímar. Eftir 2 ár þar hélt gangan í menntaskóla. Fór í M.E. Eignaðist vini og allt þar. Var á herbergi með öðrum sem hafði komið ílla úr einleti. Eftir tæp 2 ár gafst ég upp á náminu þar og flutti til reykjavikur að læra bifvélavirkjun.
Núna er ég lagður í nokkrunskonar einelti þar. Ég á einn vin, er b ara ekkert svo viss um hversu mikill vinur það er. Hópurinn er að frysta mig úti. Ég var fjarverandi á mánudag og það er strákur með okkru eþssa vikuna, sem kemur úr örðum hóp. Heyrði frá honum í dag “núna skil ég hvað þið voruð að segja um þennam” eða einhvað. Svo sagði hann við mig “núna skil ég hvað strákarnir voru að segja með þig”. ÞAð vill enginn í hópnum tala við mig, nema þessi vinur.
Ég er að spá í að hætta í skólanum, ég þoli þetta ekki lengur. Skóladagurinn í dag fór að hálfu leiti fram á klósettinu. Mér er farið að líða eins og í grunnskóla aftur. KLára þetta síðar, fara í annan hóp. Á samt svo lítið eftir.
Og það er ekki bara í skóla. Á öllum vinnustöðun hef ég orðið litla peðið. Nema þar sem ég er núna. Kanski afþvi að ég er í ábyhrgðarfullu starfi og það fylgir því smá vald yfir öðru fólki. Nei - ekki dyravörður. Samt allveg klassískt fyrir eineltisbörn.
Og það er ekki bara það heldur. Ég er skíthræddur í öllum samböndum. Bæði vinar og ástarsamböndum. ALlveg lifandi hræddur um að hinn aðilinn egi eftir að skipta um skoðun um mig og fara. Sérstakelga í ástarsamböndum og sérstaklega í því sem ég er núna.
Ég veit að það hafa margir lenti í þessu mun verra en ég og ég er ekki að reyna að upphefja mig yfir neinn. Bara svo það sé á hreinu.
Ég er samt ekki að velta mér uppúr fortíðini, hugsa eginlega aldrei um þetta. Ég held að ég hafi komið sterkari úr þessu en ég hefði orðið annars. Mér líður vel í dag, fyrir utan þetta með skólan. Ýmidna mér bara að mér sé sama um þetta fólk :)
Málið er að mér langaði að segja frá þessu, ætli það þurfði ekki að koma út með reglulegu millibili.
Þetta er í þriðja sinn sem ég tala um þetta. En þetta er á netinu svo ég tel það ekki með. Fær hálft atkvæði. Takk kærlega fyrir mig, þetta var ekki auðvelt.