Mig langar að segja ykkur örlitla reynslusögu sem hefur skemmt stóran hluta í lífi mínu.
Ég var í sama Grunnskólanum í 8 ár þar sem ég lenti í mjög óviðeigandi einelti og lausnin hjá skólanum var að láta mig yfir í annan skóla.
Sagan er nú ekki öll sögð, ég fór í annan skóla, það gekk ágætlega fyrst, en svo varð það ekkert skárra, mér var bendlað við stuld, sem ég framdi ekki, fólk var íllgjarnt og hver annar einstaklingur var farinn að vita hver ég væri, heyra leiðindar sögur og allskonar lygar um mig. Í dag er rúmt ár síðan ég kláraði grunnskólan ég tók eitt samræmt próf og féll á því, ég hef lítið sem enga reynslu af lærdómnum sem kennt var á þessum 10 árum.
Ég hef engan áhuga á að læra þetta eða fara aftur í skóla, þótt það væri mér fyrir bestu uppá framtíðina að gera, en einhvern vegin kemur ekki upp neinn áhugi á þessu.
Í dag er ég atvinnulaus, hef ekki kjark í að fara að vinna, eftir þetta allt saman.
Ég myndi hvort eð er ekki ná að vinna við neitt þar sem ég lærði nánast ekki neitt í skóla, vegna hvers? Jú það var útaf einelti,
ef eitthvað kom uppá þá var mér kennt um það, afhverju er það alltaf gert?
Daginn í dag er mér ekki óhætt að vera með blogg síðu án þess að það sé komið og drullað yfir mig, ég get ekki komið fram orðið á neinu spjalli án þess að vera rökkuð niður, ég er mjög þreytt á þessu hvernig fólk kemur fram við mig, það kemur hreinlega bara fram við mig eins og rusl.
Ég skil ekki afhverju það hafi ekki verið gert eitthvað í þessu, heldur að skólinn hafi bara hreinlega komist upp með þetta.
Reyndar stend ég ekki ein eins og er sem er mikil hjálp, Fjölskyldan og Kærastinn minn standa með mér eða þannig séð reyna að gera allt til að styðja mig, og vilja að mér líði vel, í hvert sinn þegar ég hugsa til baka aftur í skólann, þá líður mér bara hörmulega og finnst ég eiga margt betra skilið en þessa framkomu frá yfir 100 manns. Ég get ekki talið upp hve mörg tilfelli hafa komið upp frá því ég hætti í skólanum, hvað fólk hefur verið hreint ógéðslegt við mig, ég gerði þeim ekki neitt, og afhverju er alltaf sagt mér að þroskast? það kemur stundum bara upp að ég sé föst í því fari sem ég var í áður en ég hóf grunnskólagönguna, og stundum langar mig að reyna að byrja uppá nýtt og fara í gegnum þessi ár aftur, þar sem ég yrði álitin vinkona ekki einhver sem ætti ekki skilið að lifa.
Mér hefur verið hótað af fólki sem þekkir mig ekki neitt, en ég tek því ekkert alvarlega en það þarf svo lítið til að spurjast fyrir um heimilisfang eða símanúmer hjá mér, til að koma einhverjum vandræðum af stað, sem ég vona að ég þurfi ekki að standa í því neitt frekar í framtíðinni, ég reyni að halda áfram eins og ég get en ég get ekkert gert í því hvernig fortíð mín var, ég orðið tárast yfir að skoða myndir af mér frá því ég var lítil með bros út af eyrum sem nær ekki að koma upp dagsdaglega.
Það á engin skilið, að þurfa að lenda í einelti, alveg sama hvort það sé barn, unglingur eða fullorðin aðili. Fólk telur oft þá sem segja að þeir hafi lent fyrir einelti ýki hlutina svoldið en, afhverju berst fólk þá í grát ef það er að ljúga, myndi það ekki reyna að vera eins sterkt og það mögulega gæti ef það væri að skálda upp.