1) Myndirnar eiga að hafa ekkert hlé (sem notabene var alveg til áður, þá var tíminn sem hún var sýnd merkt með grænu í mogganum).
2) Færri auglýsingar eiga að vera fyrir byrjun myndar.
3) Þeir hætta að selja miða eftir að mynd byrjar.
4) Og jú, auðvitað, hærra miðaverð. 1000 krónur.
Nú er ég nýkominn af sýningu á Pan's Labyrinth og ég hef sjaldan verið jafn pirraður. Því skrifa ég þessa grein til að reyna að vekja umtal um þetta mál.
Ekki nóg með það að þeir noti þetta sem afsökun til að hækka verðið (sem væri svo sem afsakanlegt ef þetta væri mun betra og þeir væru með færri auglýsingar) heldur get ég með sanni sagt að þetta var ein versta bíóferð ævi minnar (þótt myndin hefði verið fín).
1) Ekkert hlé: Það var til áður, ókeypis, þótt ekki jafn vel auglýst og núna. Þar að auki er þetta eitthvað sem tíðkast án verðhækkana út um allt í heiminum.
2) Alveg jafn mikið var af auglýsingum og nokkurn tíman fyrr. Ekki tók ég eftir neinu minna allavega. Heillangar “slideshow” auglýsingar, trailerar, etc… og þar að auki var einhver óútskýranleg 5mín bið með allt svart á tjaldinu (er ekki að segja að svo sé alltaf, en var þannig hjá mér).
3) Fólk var að koma inn með læti og vesen löngu eftir að mynd byrjaði. Þar að auki var stanslaust vesen á fólki á leiðinni inn og út alla myndina, enda ekkert hlé.
4) Fyrir þetta, meiri truflun en ég hef áður vitað til í kvikmyndahúsum hérlendis, borgaði ég meira en venjulega. Ekki er kvikmyndaverðið lítið fyrir, þar sem venjulega verðið hefur nú nýlega verið hækkað enn meira eins og fólk kannski veit. Fæ það nú sterklega á tilfinninguna að þetta sé eins og olíufélögin - fljótir að hækka og lækka helst aldrei. Annars skal ég ekkert vera að alhæfa með fjárhagsstöðu kvikmyndahúsa, en ég hef haft það á tilfinningunni.
Ég er ekki frá því að þetta hafi bara verið góð leið hjá þeim til að hirða meiri peninga - falin verðhækkun þar sem það er ekki ólíklegt að hlé muni smám saman hætta að vera notuð hér á landi.
Er ég virkilega einn um að finnast þetta vera rugl?
Wrought of Flame,