Lesblinda finnst mér mjög merkileg, og svolítið dulræn.
Einkenni lesblindu eru misjöfn eftir einstaklingum og aldri. Hér að neðan eru nefnd nokkur algeng einkenni. Þau eiga ekki við um alla lesblinda einstaklinga og sumir geta haft einkenni sem ekki eru nefnd hér.
Lestur
* sundurslitinn og hikandi raddlestur þegar lesið er upphátt
* orð, orðahlutar eða jafnvel setningar eru endurteknin eða farið framhjá þeim
* orð lesin vitlaust
* hægur lestur
* slakur lesskilningur og lesminni
* einbeitir sér of mikið eða of lítið á smáatriði
* á erfitt með að gera útdrátt úr löngum textum
* reynir að forðast lestur, sérstaklega það að lesa upphátt
* getur haft nokkuð takmarkaðan orðaforða
* getur átt erfitt með að læra erlend tungumál
Stafsetning
* óvenjuslæm stafsetning og sömu villur endurteknar oft eða sama orðið jafnvel skrifað á mismunandi hátt í sama texta.
* sleppir orðum eða orðahlutum
* forðast að skrifa
Önnur einkenni
* á erfitt með að skipuleggja sig
* á erfitt með að greina á milli hægri og vinstri
* á erfitt með að læra stærðfræði
Mágur minn er með lesblindu. Hann hefur aðeins verið að lýsa henni fyrir mér og öðrum. Hann var að byrja á lesblindunámskeiði og er þess vegna búinn að kynnast henni aðeins betur. Lesblindir einhvernveginn seiva inn í kollinn á sér myndir. Dæmi: Systir hans heitir Vikký. Þegar hann sér stafinn V þá birtist allt í einu mynd af Vikký inn í hugsunina (eða heilann, eða hvað sem þið viljið kalla það) þó að orðið hafi til dæmis verið “vindmylla”. Núna er hann aðeins í hléi á námskeiðinu, og verkefnið sem að hann fékk er að dílíta öllum myndunum (eins og þetta með Vikkýu) út úr kollinum, og sjá mynd af stafnum en ekki myndina af Vikkýu (í þessu tilfelli er ég að tala um nafnið Vikký), en það þurfa ekkert endilega að vera nöfn, þú getur þess vegna bara séð fyrir þér bók þegar þú sérð stafinn B.
Hann dílítar myndunum út með því að leira orðið, skoða stafina aðeins og þreifa á þeim og svona, og svo tekur hann mynd af orðinu með huganum, lokar augunum, stafar orðið, stafar það síðan afturábak, og að lokum aftur áfram. Þá ætti myndin að vera búin að dílítast út úr kollinum á honum.Svo sagði hann okkur að þegar hann er að lesa t.d. dagblaðið, og sér orðið Bandaríkin, þá “sjúmmmm” og hann er allt í einu kominn til Bandaríkjanna… skrýtið.
Vildi bara deila þessu með ykkur, því mér finnst þetta stórkoslega skrýtið…
Heimildir: Náði í einkennin af Wikipediu, en hitt skrifaði ég sjálfur.
Takk fyrir mig.