…er spurning sem að ég hef mikið pælt í síðustu daga. Ég held að mér hafi tekist að týna mér. Eða réttara sagt, aldrei tekist að finna mig. Gæti verið að eftir öll þessi ár þá hafi mér aldrei tekist að vera ég sjálf? Aldrei náð að sýna fólki hvernig ég sjálf er, hvernig ég sjálf hugsa? Í sjálfu sér get ég ekki svarað þessum spurningum af því að ég veit ekki sjálf hver ég er. Það er hálf óþæginlegt að vita ekki hver ég er. Þekkja ekki munninn á því hvenær ég er að leika og hvenær ég er bara ég. Ef að ég er einhverntíman bara ég?
Ég hugsa alltaf “ég vil vera eins getað og þessi” , vera með þennan fatastíl, hafa þessi áhugamál, lesa svona bækur, og ganga svona í vel/illa í skóla. Á hverjum einasta degi skipti ég um ímynd. Einn daginn vil ég vera strákastelpa sem að er alveg sama um allt. Daginn eftir vill ég vera litla rólega stelpan - lestrarhesturinn sem að er með 7 - 9 í öllum skóla fögum. En annan daginn vill ég bara vera partýljónið sem að gengur í nýjustu tísku, stelpan sem að allir strákarnir horfa á og slefa á eftir. Stelpan sem allir þekkja, og allir tala við, öllum líkar við og getur allt án þess að hafa fyrir því.
Mér hefur ekki enþá tekist að segja til um hvernig týpa ég er, hvað ég vill gera í lífinu. Ég er svo mikið að reyna að gera allt og vera allt að ég snýst bara í kringum sjálfan mig. Og núna hef ég setið á sama reit í 8 ár. Og skil hvorki upp né niður í mér, hvað ég vil, hverjar þarfir mínar eru, hver eru raunveruleg áhugamál mín.
Er ekki bara stór hlutur af því sem að ég segji að séu áhugamál mín einhver leið til að teikna upp ímynd af sjálfri mér eins og ég vil vera. Eru áhugamál mín ekki bara áhugamál sem að ég hef kúgað mig til að hafa áhuga á af því að ég vil vera eins og einhver?
Fólk segir að maður eigi að vera maður sjálfur. En til þess að ég geti það þá verð ég að vita hvenær ég er ég sjálf, vita muninn á raunveruleikanum og þeim heimi sem að ég vil vera í.
Það sem að veldur mér mestum hausverk í sambandi við þetta er fyrrverandi kærasti minn, ástin mín sem að ég elskaði svo heitt og skipti mig öllu máli. En þó svo að ég hafi elskað hann og geri enn, elskaði hann mig? Gat hann elskað mig þegar að ég er ekki viss um að hafi verið með mér út af mér, ekki einhverri ímynd sem að ég var búin að skapa af mér, ímynd sem að hann hélt að væri ég? Fékk hann einhverntíman að sjá mig með mitt rétta andlit? Þekkti hann mig eitthvað eftir eins og hálfs árs samband? Var það ekki bara þessi ímynd sem að ég var að reyna að móta sem að hann þekkti? Sem að hann elskaði?
Er hægt að þekka einhvern sem að þekkir sig ekki sjálfur?
Ég er ekki að væla og ég vil ekki svör. Ég vil bara tjá mig og vita hvort að það sé einhver sem að skilur mig.