Við getum tekið.
Við höfum valið til að taka það sem við viljum, og er það alltaf mögulegt, en það getur haft misþung áhrif á umheiminn, á aðra einstaklinga sem telja sig “eiga” viðkomandi efni sem við tökum. Það getur ollið áhrifum sem verka gegnst okkur, frá illu augnaráði til morðs og dauða.
Við, manneskjurnar, tökum allt sem við girnumst, og við girnumst allt sem við sjáum og finnum fyrir, og eftir það girnumst við það sem við getum ekki séð og fundið fyrir, efnið sem fyrirfinnst einungis í huga okkar og ímynunarafli.
Erum við þjófar?
Við getum sagst eiga þetta og eiga hitt, en í byrjun tíma var allt hér, á undan okkur. Öll efnin sem við seinna unnum úr og mótuðum, voru til staðar áður en við vorum til staðar.
Það eru jafnvel einstaklingar sem búa til nýja heima, með hjálp uppfinninga mannsins, og í þeim heimum segjast neytendur “eiga” hluti þar fyrir innan. Hve langt frá raunveruleikanum, og sannleikanum, er maður þá kominn?

Ég flögra um heiminn. Mig langar að eiga sumt, en samt ekki. Stundum langar mig að verða að munki, og afsala mér öllum veraldlegum eignum.
En þá vil ég eiga friðarró, og ég við eiga frið til að stunda rónna. Ég vil eiga líf mitt, og matinn minn, og vatnið mitt, og skjólið mitt.
Og ástina mína.
Er seinni stutti listinn svo ólíkur hinum fyrri?

Við getum tekið allt. Tilfinningar, ást, traust. Peningar, hlutir, hús, allt efniskennt. Frið, stríð, skemmtun, gleði, hatur, ósætti, öfund, hugsanir og frelsi.
Líf.
Og við gerum það.
True blindness is not wanting to see.