Þettu eru örlítil skrif um geðveiki, og fylgifiska hennar… skrifað sem bréf til einstaklings.
Jamms kannski svo. En það er víst hlutur sem fólk verður bara að lifa með… Þetta er sjúkdómur, hann sýkir hugan, veldur sálarkvillum, lætur mann sjá lífið í svarthvítu, þegar það ætti að vera í lit, deyfir tilfinningar sem ættu að vera sterkar, og magnar þær sem ætti að deyfa, að lifa með geðveiki er hlutur sem fólk á oft erfitt með að gera, sumir falla í þá freistingu? að enda allt, aðrir eru sterkari, geta lifað með þessu, leyna köstum sínum, og virka nánast eðlilegir, því þeir vita að samfélagið myndi ekki líta á þá sömu augum ef að upp kæmist um sýki þeirra, eða veiki…. Þetta getur oft verið erfitt, og ekki batnar það ef fólk skilur mann ekki, eða heldur að maður sé eitthvað skrýtinn, þá náttrúlega verður maður bara skrýtinn á endanum, og freistast út í hina einu sönnu geðveiki, að vera sama um allt og alla. En ef að maður hittir manneskju sem sér, þrátt fyrir alla galla manns, að hérna er góð manneskja, sem þarf kannski aðeins meiri athygli og skilning heldur en flest “venjulegt” fólk, þá getur einstaklingnum farnast betur í lífinu…
Þú heldur kannski að ég sé geðveikur, en ég er það ekki, ekki að mínu áliti , samfélagið dæmir mig kannski á annan hátt… ég segi það sem mér dettur í hug, það kannski er ekkert alltaf gáfulegir hlutir að segja, en það er þó það sem ég meina, ég færi ekki að segja hlutina nema ég meinti þá. Þetta getur verið mikill ókostur í sjálfu sér einnig, því að fólk á stundum mjög erfitt með að taka því sem maður segir, og verður pirrað eða hatar mann eða eitthvað, en það er þó hægt að treysta því að maður segir sannleikan, og það sem manni finnst í raun og veru, ekki einhverjar hvítar lygir sem að eiga að sefa taugar, eða láta einstaklingnum líða betur varðandi sjálfan sig… þó svo að fólk eigi að sjálfsögðu að líða vel, þá á það alls ekki að treysta á annað fólk til þess eins að láta sér líða vel. Nú er ég kominn á það stig að ég er ánægður, content, með líf mitt eins og það er, þetta er eitthvað sem ekki hefur verið samfleytt í svo langan tíma.. kannski er maður byrjaður að klifra upp úr gryfjunni sem maður gróf sig svo djúpt niður, til að fela sig frá öðrum, og til þess að deyfa tilfinningar, tilfinnigar sem að voru of margar, og í of miklu magni til að hægt væri að eiga við þær á einum tímapunkti. Þær komu út í köstum, köstum sem voru tekin út á næstu manneskju, hvort sem hún átti það skilið eða ekki. auðvitað átti þessi einstaka manneskja þetta endilega ekkert skilið, en þegar deyfðin er orðin svo mikil, og sýkin á svo háu stigi, þá finnur maður ekki lengur samúð með fólki, maður getur ekki samsamað sig með því að maður sé að særa manneskjuna, manni er nokkurn veginn alveg sama. Þetta er slæmur hlutur, mjög svo slæmur… Þegar maður horfir til baka á öll atvik sem átt sér hafa stað , þar sem ég hef sært fólk , án þess svo mikið sem finna fyrir sektarkennd yfir því sem ég er að gera, jafnvel hatað? fólk fyrir að verða sært… þetta er nóg til þess að láta manni líða virkilega, virkilega illa í hjartanu… hjarta sem hefur verið sært mjög oft… Hvað gerir maður í þessum kringumstæðum, þegar sýkin sjálf hefur dofnað og litur farinn að koma í líf manns? Það sem maður gerir er að reyna, allt sem í valdi manns er til þess að láta þær manneskjur sem maður hefur komið svona fram við, líða vel það sem eftir er… Sumir einstaklingur munu eflaust aldrei vilja ræða við þig aftur, sjá þig, eða vilja helst gleyma því að þú hafir verið partur af lífi þeirra, jafnvel stór partur, mikilvægur partur… En þú skalt samt reyna að koma sem flestum þeirra í skilning um það að þú hafir verið sjúkur einstaklingur, það sem þú hafir gert, hafi verið gert til þess eins að láta þér líða vel á einhvern hátt, reyna að réttlæta allt það sem komið hefur fyrir þig, með því að taka það út á einhverjum öðrum, einhverjum sem á það ekki skilið, engann veginn. að viðurkenna það fyrir sjálfum þér , og öðrum, að á þessu tímabili hafi það aðeins verið sjálfselskan sem réð ríkjum, þér var alveg sama um hitt fólkið.
Þeir sem að þrauka með þér í gegnum þetta af vinum þínum, þeir hafa sýnt það, að þeir elski þig meira en þú getur nokkurntímann hafa trúað, Þetta eru þeir einstaklingar, fjölskyldan, þínir allra allra bestu vinir. Þetta er fólkið sem þú skalt einnig gera gott fyrir, þetta fólk elskar þig fyrir það hvernig þú ert, ekki fyrir hvernig þú gætir verið.
Þannig að ég spyr ykkur, eru þetta skrif geðveiks manns, eða manns sem hefur stigið sín fyrstu skref í átt að betra lífi, lífi sem mun vonandi verða jafn ánægjulegt og síðustu mánuðir hafa verið, en þó er það þökk sé góðum vinum, og einum mjög sérstökum vini.
Kveðja