Fyrstu atburðirnir eru ekkert rosalegir en áttu samt stóran hlut í að móta mig og undirbúa mig undir ruglið sem síðar kom… Ég man skiljanlega ekki mikið frá því ég var mjög lítil og því byrja ég á byrjun grunnskólans. Ég var eini krakkinn sem hafði ekki verið með neinu hinna í leikskóla, var í raun aldrei á leikskóla.. Auk þess að ég var lang minnsti krakki skólans, nær höfðinu lægri en allir jafnaldrar mínir. Í þessum skóla var þetta nóg til að ég var lögð gjörsamlega í einelti fyrstu mánuðina. Einn daginn þegar ég kom heim alveg í rusli yfir þessu öllu saman, öll mín bjartsýni og þolinmæði var á þrotum mig langaði helst til að fara að gráta, en harkaði að mér þar til ég var komin heim, enda mjög stolt stelpa. Þar var annar bróðir minn sem var í 7. bekk fyrir, var að skrópa í tíma, en sá fljótt að eitthvað var hjá mér, þegar hann hafði náð öllu uppúr mér sagði hann mér eftirfarandi:
,,Veistu, stelpur eru stórhættuleg fyrirbrygði og við strákarnir erum skít hræddir við þær, þær bíta, þær klípa, þær sparka og kíla eins og við en þar að auki eru þær alveg óútreiknanlegar og geta tekið uppá því að kyssa okkur upp úr þurru, en svo verður allt brjálað ef við gerum þeim eitthvað, ef þú bara nýtir þér tvennt eða þrennt af þessu munu flest allir láta þig vera!”
Ég fylgdi þessum ráðum og fljótlega var fólk hætt að þora í mig, ég var lítið kjaftfort hörkutól og fólk virti mig að mestu fyrir það. Vissulega voru undantekningar eins og svokallaður “vinur” minn sem ákvað ásamt tveimur öðrum strákum og reyna að pína mig úr buxunum, héldu á hníf og spurðu hvort ég vildi frekar deyja eða sína á mér píkuna, ég svaraði hvorugt og hljóp í burtu.. Ég fyrirgaf gaurnum aldrei.
Tíminn leið og fólk gleymdi smátt og smátt af hverju það virti mig en kannski var það bara fyrir bestu þar sem ég óx upp úr þeim ósið að bíta fólk.. Í fimmta bekk bað vinur minn mig að geyma stein sem hann stal frá “vini” sínum sem hafði stolið honum annarstaðar frá og sagði hann mér að hann ætlaði að skila honum.. Allt í lagi með það nema þessi “vinur” vinar míns frétti einhvern veginn að ég var með steininn og réðst á mig, greip mig hálstaki og skellti mér upp að vegg, hann gæti allt eins hafa verið með hníf en ég sá það aldrei. Hann spurði um steininn en þrjóskan í mér lét ekki undan og sama hvað hann reyndi að segja mér að þetta væri kristall sagðist ég ekki vita hvaða helvítis, andskotans, djöfulsins grjót hann væri að tala um. Ég reif bara kjaft og þóttist voða hardcore þó ég væri alveg að míga í mig af hræðslu, ég myndi ekki bregðast vini mínum.. Gaurinn sleppti mér að lokum, nánast með tárin í augunum, hann trúði mér og var í rusli yfir að hafa farið mannavillt, afsakaði sig í bak og fyrir og var fljótur að forða sér. Fyrir fjórum árum mætti ég honum og hann gat en ekki horft í augun á mér fyrir skömm.
Eftir fimmta bekk tók svo líf mitt stórum breytingum, ég flutti, í fyrstu var ég full bjartsýni og ævintýragirni á nýjum stað, en sú tilfynning vék fljótt fyrir vandræðunum, fyrrnefndur bróðir minn var farinn að heiman og ég fékk oft að heyra að hann skuldaði einhverjum handrukkurum niðri í bæ, en hinsvegar átti ég annan bróður sem var aðeins um 2 árum eldri en ég, undir eðlilegum kringumstæðum hefði ég talist heppin að hafa bróður svo nærri mér í aldri en sú lukka breyttist fljótt í martröð. Munurinn á okkur var gríðarlegur, hann var frekar stór og sterkur en ég var alltaf frekar lítil og núna í fyrsta sinn í fleiri, fleiri ár án vina minna sem höfðu alltaf varið mig, þá stóð ég í þeirri trú að ég væri bara aum lítil stelpa. Ef ég hefði ekki verið slitin frá þeim í flutningum hefði þetta aldrei gerst, ég var of hrædd við hann ein til að geta komið mér í burtu, hann fór að káfa á mér, kynferðisleg misnotkun heitir það víst, ég var of hrædd til að skilja hlutina og ég vissi ekki hvað ég ætti að gera. Þegar ég var hjá pabba varði hundurinn hans mig en hann var fljótlega látinn fara vegna grimmdar en hann var bara að verja mig.. Ég taldi í fyrstu að þegar ég kæmist í skólann yrði allt gott aftur, bekkurinn hafði alltaf varið mig, en ég fattaði fljótt að í nýjum skóla giltu nýjar reglur, þetta fólk kunni ekki einu sinni að slást almennilega, það myndi aldrei geta varið mig fyrir honum.
Ég sem hafði alltaf verið mjög kátur krakki, varð fljótt ofboðslega vondauf, heimurinn minn var hruninn, bróðir minn varð alltaf ágengari og ágengari, þetta var orðið káf eins langt og káf getur gengið og þunglyndið lagðist yfir mann. Ég sökk bara sífellt dýpra, fólkið í nýja skólanum hélt fljótlega að ég væri bara einfari, vildi bara vera ein en svo hélt ég í fyrstu en þegar ég áttaði mig á því að svo var ekki voru allir búnir að gefast upp á mér, það tók enginn eftir mér lengur. Með tímanum varð þunglyndið að móki, ég sá ekki, heyrði ekki, fann ekki og var ekki, ég umgekkst fólk án þess að vita af því og var bara rétt skugginn af sjálfri mér og tæplega það. Tilfinningin down var orðið allt sem ég vissi og skildi.
En svo fyrir eitthvað kraftaverk hitti ég stelpu sem ég hafði þekkt utan skóla áður fyrr, hún sá um leið að eitthvað var að þó hún fengi ekkert uppúr mér, hún fór að hringja dagsdaglega og reyna að tala við mig þó ég svaraði voða takmarkað. Ég veit en ekki hvernig hún nennti að tala við mig, það leið meira en mánuður áður en ég fór að hlusta eitthvað á það sem hún sagði, hún gat sagt mér sömu hlutina margoft án þess að ég myndi það, en þessi símtöl urðu fljótlega eini bjarti parturinn í tilverunni, auk þess fór ég að fara í sveitina og vinkona mín oft með mér. Það fóru alt í einu að vera tímar þar sem ég vaknaði örskamma stund úr mókinu mínu, ég fór að eyða löngum tímum að heiman og oft varð mamma alveg brjáluð á því að ég gat alltaf komist í burtu en aldrei heim aftur. En svo náði bróðir minn aftur til mín og mókið kom aftur.
Einhvern tímann á þessum tíma kom upp annað misnotkunarmál í fjölskyldunni, ef einhverjum hefði dottið í hug að spyrja hefur einhver gert þér eitthvað í staðin fyrir hefur þessi aðilli gert eitthvað, þá hefði ég sagt frá..
Í seinnipart áttundabekkjar dreymdi mig draum sem sagði mér í raun að ég ætti að segja henni frá, ég skrifaði bréf sem ég rétti henni með orðunum lestu þetta áður en ég skipti um skoðun. Þá kom í ljós að hann hafði leitað á hana líka, ekki eins gróft og mikið en samt of mikið.. Ég réðst á hann, hann varð skíthræddur við mig því ég var svo brjáluð en hann neitaði öllu. Tíminn leið og við leituðum okkur upplýsinga um kynferðislega misnotkun, að lokum rann upp dagurinn sem við fórum og kærðum, mánudagurinn 1. desember ef ég man rétt, ég var í 9.bekk og skrópaði allan seinnipartinn til að geta fundið stígamót tímalega, vinkona mín hringdi í hann og sagði honum hvað við værum að gera, hann hringdi og hringdi en skildi svo eftir skilaboð á talhólfinu mínu, ég var með játningu á upptöku, en svo var kæran felld niður þar sem við vorum bæði undir lögaldri þó hann væri orðinn sakhæfur þarna, málið var að við vorum alsystkini og það felldi kæruna, þvílík skilaboð til fólks, þú mátt misnota systkini þín ef þau eru alsystkini þín, bölvað rugl, en hann var samt sendur í meðferð. Margt lagaðist, en annað ekki, ég fékk hvolp sem ég elskaði út af lífinu, ég fór í sálfræði hópmeðferð þar sem ég gerði bara grín að sálfræðingsliðinu, átti að segja sögu mína og sagið bara ,,Bróðir minn er ógeð punktur, þetta segir þér allt en þó ekki neitt!” en í hópmeðferðinni kynntist ég stelpu sem var með mér í skóla og því var ég tekin inn í hópinn. En svo var stokkað líf mitt upp aftur, ég flutti aftur..
Mamma jafnaði sig aldrei á þessu, hún fór að drekka í verulegu óhófi og lét skapið bitna á mér sem var þegar í miklu ójafnvægi, hún lamdi mig sem betur fer bara einu sinni, líklega vegna þess að ég passaði mig vel á henni. Hún lét mig heyra það að ég væri bara aumingi og hvað hún saknaði bróður míns, aumingja hann hafði það ekki nógu gott í meðferðinni! Núna var ég alltaf vakandi ekki í neinu móki, en það varð til þess að þunglyndisköstin urðu en verri, nú skildi ég of mikið, þetta var allt mér að kenna, átti ég bara að þegja og þjást? Mamma fékk þá hugmynd að ég væri bara stöðugt ljúgandi, en það var ekki satt, ég sagði henni bara ekki allan sannleikann lengur því ég vildi ekki láta berja mig.. Hún skildi ekki einu sinni hve sár ég var, þegar ég rauk út eftir að hún og alkinn hennar voru að tala um að láta drepa hundinn minn við matarborðið, ég rauk út með hundinn minn og var búin að vera úti í þrjá tíma þegar henni datt í hug að hringja í mig, ég sagði henni í hreinskilni að ef hún léti drepa hundinn minn myndi ég drepa mig til að gera henni hugsanlega örlítið svipaðan skaða, hundurinn minn var mér allt.. Þetta ár var aldrei til neitt að borða heima, ég lifði á vinkonu minni sem átti sjálf í vandræðum með mömmu sína, en mamma hennar ofverndaði hana bara, en oft var henni bannað að hitta mig, hún mátti ekki koma heim til mín og einhvern veginn átti skólinn að skilja okkur að á tímabili, en skólinn gafst upp, ég hafði áttað mig á því að vinir mínir voru mér allt. Einn daginn sökuðu mamma og alkinn hennar mig og vinkonu mína um að hafa stolið tíu þúsund krónum heima, það þýddi ekkert að segja henni að ég hefði ekki gert það og ekki vinkona mín heldur, svo það endaði með því að ég stakk af með hundinn með mér, eftir þrjá daga að heiman fór ég út á land til pabba míns sem ég hafði varla hitt frá því mamma og hann skildu þegar ég var átta ára. Mamma kom svo, sótti mig og pabbi bannaði henni alfarið að kalla mig þjóf. Seinna sagði mamma að ef hún stæði mig að einhverri minnstu lygi myndi hún láta lóga hundinum mínum meðan ég væri ekki heima, þar sem hún virtist alltaf halda að ég væri ljúgandi tók ég ákvörðun sem ég hef séð eftir alla tíð síðan, ég gaf hundinn og hún var farin viku síðar. Ég vildi frekar að hún væri annarstaðar á lífi en að mamma dræpi hana, ég hefði aldrei fyrirgefið sjálfri mér né mömmu. Eftir þetta missti ég alla löngun til að sinna námi, overdoseaði af verkjalyfjum til að þola lífið og tilveruna, svaf alla tíma og rétt slefaði yfir samræmdu. Á þeim tíma lenti ég samt í gamni slagsmálum við gaur sem var talsvert stærri og sterkari en ég, sem enduðu aðeins öðru vísi, gaurinn kyssti mig og það breytti viðhorfi mínu á hlutunum til frambúðar, ég hætti allri snerti fælni fór að finnast ágætt að faðma fólk, allt útaf því að allt var leyfilegt í slagsmálum…
Þegar skólanum lauk fluttum við aftur, einn daginn var mér sagt að sofa í þvottahúsinu eftir að hafa sagt alkanum hennar að þegja þegar hann sagði að enginn í hans fjölskyldu hefði fengið eins lágar einkannir í samræmdu (ég náði þeim þó), skammaði mig fyrir hvar ég fór úr skónum og fleiri smámuni. Ég átti að biðjast afsökunar þannig að ég meinti það en fólk trúði mér ekki ótrúlegt en satt, hvað átti ég að bjóðast til að totta hann ef hann fyrirgæfi mér? Hell no! Þá strauk ég aftur og var sótt af lögreglunni og dregin heim, þá var mér bannað að fara í sveitina, vinkona mín sagði mér alltaf að ég þyrfti ekki þunglyndislyf ég þyrfti bara að komast burt, hver dagur gekk í rifrildum og að lokum fékk ég að fara í sveitina, ég sagði mömmu það ekki þá en ég var farin..
Í sveitinni var ég loksins frjáls, en einmannaleikinn hrjáði mann stöðugt ég fór á margar útihátíðir þá um sumarið, á einni þeirra sem var í bænum sem pabbi bjó, vil ég meina að ég hafi drukkið mig í hel, þá var ég á snýkiríi eða sopafylleríi, fékk einhverstaðar eitthvað útí áfengið, smjörsýru eða einhvern fjandann, á engri stundu þrepaðist ég niður, ég átti að fara heim þá en ég fór og fann fólk sem ég hafði hitt fyrr um kvöldið, en þegar ég áttaði mig á því hve illa var komið fyrir mér sagði ég gaur sem var við hliðin á mér í hreinskilni að ég væri að drepast og ætlaði heim, hann sagðist eiga heima nálægt og ég skildi það einfaldlega að heima nálægt væri betra en heima langt í burtu.. Svo ég fór með honum, ég ældi og æld, reyndi að koma honum í skilning um að ég hefði ekki áhuga en var bara of full til að útskýra það, beit samt tvisvar í tunguna á honum.. En það gekk samt ekki, þegar við komum til hans fann hann ekki smokkinn fyrst en var alveg sama, og þá rankaði ég fyrst aðeins við mér, áttaði mig á því hvað var að gerast, sparkaði honum af mér ef hann fyndi ekki smokkinn fengi hann ekki neitt, þetta var allt það sem ég sagði sem gat einhvern tíman í skin samþyki, ég var nærri meðvitundarlaus og hafði reynt að komast í burtu auk þess að ég var hrein mey þarna. Fólk hefur sagt mér að þetta hafi í raun verið hálfgerð nauðgun, en mér datt ekki í hug að kæra, kerfið virkaði hvort eð ekki og hann var bara of fullur og vissi ekki betur.. En hann sagði öllum frá þessari “hot” stelpu sem hann afmeyjaði þarna.. Mér hefur ekki verið vel við að hitta hann síðan, því eftir sumarið flutti ég til pabba.
Þar hef ég núna búið í meira en ár, er loksins að komast í andlegt jafnvægi, ég veit ekki hvað ég verð eftir hálft ár þar sem pabbi gæti allt eins þurft að flytja úr landi vegna fjárhagsvandamála, en það kemur allt í ljós, sama hvað gerist núna stend ég í lappirnar því vinkona mín hafði rétt fyrir sig hún sagði að ég þyrfti ekki lyf til að líða betur ég þyrfti bara að komast burt.. Ég tek en downköst en þá eru vinir mínir oftast fljótir að grípa inní.. En síðustu vikur hafa verið svolítið down og því ákvað ég að pósta söguna mína hér..
Í dag tala ég ekki við mömmu nema nauðsýn krefji og fer ekki ein þar inn fyrir dyr því ég þoli það ekki, síðast þegar það gerðist var djöflast í hurðinni þangað til lásinn gaf sig til að öskra á mig fyrir sanna hluti sem ég sagði félagsmálayfirvöldum hálfu ári fyrr, um það að bróðir minn kæmi en stundum heim og eitthvað annað sem ég man ekki, overdose af verkjalyfjum varð til þess að ég varð að sofa út nóttina þarna og ég sannfærðist um að það væri alls ekki í lagi með þau þarna..
Þetta var sagan mín, sögð í fyrsta sinn í heilu lagi, en ef einhver les þetta og telur sig þekkja mig, plz ekki nafngreina mig, vegna þess að ég vil halda nafnleyndinni þó margt þarna geti komið upp um hana…
Takk fyrir..
Veistu hver ég er? Pff, stalker.. PM me?