IceCaching Hvað er að gerast?

Ég og Hann erum undirbúa stórskemmtilegan leik sem við köllum IceCaching.

Þetta er frekar einfaldur ratleikur. Eina sem þarf til er gps tæki sem kostar í kringum 10 þúsund kall í næstu græjubúð, en klikkaði jeppa- eða útivistar-frændi þinn getur örugglega lánað þér eitt slíkt ef það er vesen.

Menningarnótt

Við erum að undirbúa grínið þessa dagana og verðum fyrir framan Cintamani búðina með “bás” á menningarnótt ef þið viljið fá að vita meira um þetta. ( ath: ef þú átt gítar, banjó eða annað hresst hljóðfæri og vilt taka lagið, kíktu á okkur )

Frekari upplýsingar, blogg og vitleysu er á http://icecaching.blogspot.com

Hvernig væri nú að hvíla tölvuna og skella þér út að leika?

Vertu hress og taktu vini þína og fjölskyldu með þér í gott flipp.

Sjáumst á Menningarnótt.

Video loggar
[YouTube]http://www.youtube.com/watch?v=nFC5rcid4Hs
[YouTube]http://www.youtube.com/watch?v=KiO_Q4_ZNUQ