Hmm… Ráð er það sem ég leita að.
Mér líður hræðilega. Nærrum allan daginn er ég að drepast úr tilfinningu sem ég tel vera einmanaleika, ég er með þvílíkan sting í maganum/hjartanu nærrum því allan daginn. Undanfarið hef ég náð að halda því nokkuð niðri með símtölum við mjög góða vinkonu mína utan af landi, sem er einnig fv. kærasta mín, en þessa dagana er frekar mikið að gera hjá henni plús það að hún var að fá sér nýjan kærasta, þannig að án hennar núna hef ég ekkert að leita til… (Og ef þú lest þetta, þetta er ekkert þér að kenna… Ég verð bara að læra að stóla á aðra en þig líka, þarsem þú hefur að sjálfsögðu ekki allan tíma í heimi fyrir mig).
Í gærkvöldi (4.júní) reyndi ég að leita til hennar þarsem mér leið verr en nokkru sinni, en hún hafði ekki tíma til að tala þarsem hún var með nýja kærastanum. Mér fór bara að líða verr og verr, og að lokum ákvað ég að ég vildi bara deyja, en var samt eiginlega ekki í sjálfsmorðshugleiðingum, frekar í sjálfsdauðahugleiðingum. Þó þetta sé sannarlega ekki árstíminn vildi ég prófa hvort það væri of kalt til að lifa af nóttina undir berum himni, og var líka að vona að eitthvað annað slys gæti borið að höndum. Vildi ekki drepa mig, en samt deyja, ef þið fattið.
(Og yet again, ef þú lest þetta, ekki líða illa!)
Vildi samt, svona ef eitthvað gerðist, ekki bara hafa farið án þess að kveðja nokkra nákomna, svo ég sendi nokkur kveðjubréf í einkaskilaboðum á huga. Lengst til vinkonu minnar úti á landi, en styttra til annarra sem hafa reynst mér vel. Þegar ég svo sá viðbrögðin, fékk ég svo gíííífurlegt samviskubit og bara, að vita að þeim væri svona alls ekki sama, fékk mig til að hætta við að gera þetta… Vona að þeim sé sama þó ég birti smá af því sem þau skrifuðu, svona þarsem ég birti það ekki undir þeirra nafni og enginn veit hver ég er á huga (nema fólk sem ég þekki vel)
“Veistu hvað ég (vinkona mín nr1 bara) og (vinur minn nr2 bara) erum að gera?
Reyna að finna leiðir til að hjálpa þér, öll dauðhrædd, kæmi mér ekki á óvart þó að (vinkona1) væri að halda í sér grátri (þó ég viti það ekki en fyndist það ekk ólíklegt)
eins og HVER SEM ER væri að gera ef hann vissi af þessu.
Það er MIKÐi af fólki sem þykir vænt um þig, ótrúlega mikið af fólki, ef að allir sem þekkja þig vissu af þessi væru öruggleg margir grátandi, margir í panicci, allir myndu reyna að hindra þig.
Og það eru MARGIR, ef þú deyrð, muntu ger fáránlega mikið af fólki niðurbrotið og mbæði mér og (vinkonu1) finnst það vera okkur að kenna.”
“(mittnafn), þú getur ekki gert þetta, þú mátt ekki gera þetta.
Ég og (vinkona1) og (vinur1) erum öll að reyna að hjálpa þér hérna, okkur þykir öllum vænt um þig, og við erum öll alveg skíthrædd hérna. Ég er ekkert að ýkja, ég er alveg ótrúlega hræddur hérna =/
Þú getur ekki gert þetta. Hugsaðu um alla vini þína, (vinur3), (vinkona2), og fleiri vini, þó ég þekki ekki nöfnin á þeim.
Þau munu öll vera svooo sorgmædd, og ég líka, líka (vinkona1), (vinur1), og (vinkona3) líka.
Fjölskyldan þín, hvað helduru að þau verði sorgmædd?
Þú veist að ég er trúaður. Og ég SVER að ég er að biðja til Guðs um að þú verðir lifandi á morgun. Að þú sért lifandi núna þegar ég skrifa þetta. Að þú hættir þessum hugleiðingum og sjáir hvað öllum þykir vænt um þig, þó þau sýni það ekki.
Við erum öll, sem vitum þetta, að drepast úr áhyggjum. Við erum öll skíthrædd. Við erum öll að gera allt sem við getum til að hjálpa þér.
Veistu hvað ég á eftir að sakna þess að tala við þig, ef þú gerir þetta?
Veistu hvað (vinkona1), (vinur1), (vinkona3), (vinur3), (vinkona2), og allir, eiga eftir að sakna þess?
Veistu, ég er að biðja til Guðs núna, alveg skíthræddur, með kökk í hálsinum og hroll…
Þú mátt ekki gera okkur þetta. Og síðast en ekki síst sjálfum þér…þú mátt þetta bara ekki.
Veist hvað okkur þykir öllum vænt um þig.”
“EKKI voga þér að vera það sjáfselskur að taka þitt eigið líf! Þú átt erfitt, já, lífið er bitch, já. EN þú skalt láta neinn sem þykir vænt um þig þurfa að bera þá byrði að afbera það að þú hafir kannski tekið þitt eigið líf.
(mittnafn), gerðu það. EKKI GERA NEITT HEIMSKULEGT. Það eru fleiri í þessum heimi. Þú ert ekki einn og ekki haga þér þannig. Það er fullt fullt fullt af fólki í heiminum sem þykir vænt um þig. Það er sárt að missa ástvin, þú ert ástvinur margra. Það eru margir sem dá þig og dýrka.”
Og fleiri styttri… En þið skiljið kannske afhverju ég fékk svona gífurlegt samviskubit =/
En já, þó ég viti núna að ég sé alls ekki einn og geti leitað til fleiri… Er það nú samt bara svo að oft þegar ég er innan um fólk finn ég samt fyrir þessari gífurlegu einmanatilfinningu. Einsog t.d. í vinnunni.
Það er bara kvöl og pína að komast í gegnum daginn, ég vildi að ég vissi um einhver ráð til að koma í veg fyrir þessa tilfinningu en hún kemur samt alltaf bara! Þetta er allra versta tilfinning sem ég hef nokkurntímann upplifað og hún er nærrum allan daginn, ég er að brjálast og langaði þessvegna bara að losna frá þessu… Þó ég sé alveg hættur við núna…
Fékk síðan líka símtal frá fv. kærustunni í gærkvöldi, fattaði hvað ég hafði látið henni líða illa með þessu (ég er ömurlegur er það ekki?) og talaði svolítið við hana… Vona að mér hafi svo tekist að láta henni líða betur, þetta er engan veginn henni að kenna! En það samt hjálpaði líka mikið, einsog bréfin sem ég fékk… Hún hefur oft látið mér líða betur þegar ég er í svona hugleiðingum án þess að vita af því, þarsem ég hef ekki alltaf sagt henni þegar ég pæli í þessu, og oftar en einu sinni, a.m.k. fimm sinnum, fengið mig til að vilja lifa áfram… Og ég vil þakka henni það :) Verst að ég borga varla í sömu mynt tilbaka…
Mér semsagt líður hræðilega og ég vil bara ráð til að líða betur… Eitthvað til að gera lífið bærilegt.
Og mér er alveg sama hve margir hrópa “emo” á mig :)