Komiði sæl, ég er Rottan og ætla mér að skrifa greinar á Webbinn svona við og við. Það fyrsta sem ég ætla að tala um er hvað ég hata lítil bæjarsamfélög. Tökum sem dæmi Ólafsvík. Ég var einmitt dreginn þangað nauðugur um daginn til að keppa í þeirra göfugu íþrótt er körfubolti nefnist.

Að fara frá Akureyri til Ólafsvíkur er ekkert grín. Ólafsvík er einhversstaðar á bak við Snæfellsjökul, og eftir því sem ég best veit er hann staðsettur úti í rassgati. Á meðan ferðinni stóð fór ég að velta vöngum yfir þessum guðsvolaða stað sem við áttum víst að fara á og komst að þeirri niðurstöðu að það byggi enginn á Ólafsvík nema 3 Pólverjar sem kynnu ekki rassgat í íslensku og í rauninni ekkert nema að flaka þorskhausana sína. Að lokum komum við á leiðarenda, keyrðum framhjá “viðbjóðslega-ljótu-nýlistar-arkitektúr-kirkjunni” (sem virðist vera orðinn staðall í pínulitlum bæjarfélögum) og stöðvuðum fyrir utan “800-milljón-króna-íþróttahúsið-sem-þetta bæjarfélag-hefur-ekki-rassgat-að-gera-við” (sem virðist einnig vera orðinn staðall).

Og viti menn: Þegar við gengum inn í þessa byggingu Satans tók á móti okkur dökkhærður maður og voru orð hans skýr og hnitmiðuð: “Tid taka af ykkur skona og sitja ta i skohilla” Gat verið!

Þess má geta að við unnum alla leikina, og að ég mun aldrei aldrei heimsækja Ólafsvík framar, sem og öll þau litlu byggðarfélög frá Helvíti sem þetta land hefur uppá að bjóða.

- grein sem ég skrifaði á Webbinn, blessuð sé minning hans…

Zedlic