Já mörg okkar upplifa það á hverjum degi að þurfa að taka lyftu, ekki satt? Sumir komast í gegnum það ágætlega aðrir eru ekki eins heppnir og eru til dæmi um það. Til dæmis var ég eitt stödd í lyftu og var að fara alla leið upp á fimmtu hæð( ég var sko á fyrstu!)Ég var klædd í nýja, fína, flotta jakkann minn.. bara svona að láta ykkur vita. En allavega var ég því miður ekki ein í þessu kvikindi því að þar mátti finna mjög svo óaðlaðandi náunga, trúið mér hann var sko ógeð! Hann var svona cirka 1 og 30 á hæð, íturvaxinn og þegar ég leit snöggt á hann gat ég séð ógeðslegu krumlurnar hans vera að troðast inn í hægra nasavænginn og útkoman var eitthvað grænt sem ég efast um að þú viljir heyra meira frá. En eftir þessa hræðilegu sjón byrjaði ég að heyra rosalega falska tóna.. ég sem hélt að þetta væri eitthvað leiðinlegt lyftustef eins maður heyrir oft.. nei, nei þá var þetta bara kuði að raula lagstúf fyrir munni sér..svakalega aðlaðandi,, not! Ég reyndi að útiloka hann en það reyndist ómögulegt! Hann fikraði sig nær og nær. Ég byrjaði að svitna og starði með einbeittum augum á staðinn þar sem maður sér á hvaða hæð maður er kominn.. hlýt að hafa litið út eins og eitthvað móngó að sjá kosti lífsins í fyrsta sinn.. heheh kostur lífsins að geta starað á lyftunúmeratakkana heh! Loksins, loksins kom talan 4 .. fjúkk! En vitið menn lyftan stöðvast!! Og auðvitað, auðvitað var þessi litli, feiti kuði að gera eitthvað viðurstyggilegt akkúrat á þessu mómenti.. já það reyndist svo sannarlega rétt hann var að gera einhvern fjandan í nefinu á sér, aftur!!. En allt í einu,upp úr þurru byrjar kuði að tjá sig og heyri ég bara eitthvað suð og útiloka hann alveg.. suðið segir nú samt : ,,jæja unga stúlka svo við erum bara tvö ein föst saman í þessari lyftu…það er eins og örlögin hafi ákveðið þetta”. Right.. ég þykist ekki heyra neitt og veifa höndunum eins og fæðingarhálviti.. “Nú svo þú ert heyrnalaus litla mín, já nú er happadagurinn þinn, ég er nefninlega sérmenntaður táknmálstúlkur.” Guð minn almátugur hann er farinn að sveifla höndunum og ég skil ekkert, ég er orðin alveg all svakalega vandræðaleg og óska þess heitar en nokkuð annað að lyftan fari fljótlega af stað aftur. Þá gerist það mikla kraftaverk að hún fer í gang og stoppar svo á fimmtu hæð og hurðin opnast. Ég bókstaflega hleyp út og þakka guði fyrir björguninna.. mér verður samt snöggt litið á nýja, fína og flott jakkan minn og sé þá grænadóttaríð á honum. Sá fór beint í ruslið.
Ég fer aldrei aftur í lyftu og útrýmum lyftustefjum..!!
- Er gaman af biluðu bulli? Skoppaðu þá eins og fiskur í algjöru rugli!!