Þú Gerir Þín Eigin Örlög (Partur 1)
Mig langar að segja ykkur frá því hvernig ég er að bæta mitt líf og kannski lærið þið eithvað af þessu.
Líf mitt var þaning að ég hugsaði allt á neikvæðann hátt, ekkert gat gengið upp hjá mér, ég misti manneskjuna sem ég innilega elskaði útaf lífinu, talvan mín bilaði, iPodinn minn bilaði, ekkert ætlaði að ganga upp, ég var við það að detta útúr skóla, ég skar mig og svona gæti ég haldið áfram í soldinn tíma en ég held að allir sjá myndina.
Ég nota mikið myndlýsingar og þið verðið bara að leggja ykkur fram við að skilja þær.
Ný Sjón
Í dag reyni ég að lýta á hlutina í öðru ljósi. Mínar minningar eru núna í dag þarna til þess eins að ég geti lært af þeim, nota þær sem reynslu. Ég missti allt sem var mér kært, en ég verð samt að lýta á þetta sem reynslu, mistökin eru til að læra af þeim er sagt, þú lærir af miklu meira en bara mistökunum, þú lærir af öllu sem þú gerir. Lífið er til að læra af því.
Ég er núna að sjá fullt af hlutum sem ég átti að gera öðruvísi. Lífið hefur tilgang, allir eru sammála um það. En enginn veit svarið, enda er það ekki svarið sem skiptir máli, heldur hvernig það er fundið. Að mínu mati er tilgangur með öllu lífi dauðu. Sá sem nýtur ekki lífsins kemst að svarinu kannski á endanum en honum fannst ekkert gaman að finna það.
Þú verður að reyna að lýta á hlutina með jákvæðu sjónarhorni, en ekki alltaf neikvætt. Til að ná sér uppúr sínum slæmu hugsunum þarf maður að sjá lengra en þær hugsanir. En maður sér ekki lengra en maður skylur ekki. Þarf að getað séð jákvæðan punkt við hlutina. Þessa jákvæðu hluti verður þú sjálfur að búa til, það gerir það enginn fyrir þig.
Þú mátt ekki vera hræddur við að standa upp hafa samband við einhvern og biðja um hjálp ef þú þarft á henni að halda. Þetta er einn af þeim hlutum sem þú lærir þegar þú loksins þorir að gera þá. Ég gerði það, ég bað um mína hjálp og í dag líður mér miklu betur en ég gerði fyrir einungis innan við mánuði, en líf mitt breyttist frá því, allt varð léttara og skemmtilegra því mér var sýnt að það væri til önnur leið til að lifa lífinu og mér var sagt hvernig sá aðili, hann elskulegi bróðir minn, fór að því að breyta sínu líf.
Að sýna fordæmi er ekki metið nóg í þessum heimi í dag. Mér persónulega finnst það góður árangur að ná að hjálpa einhverjum, þó það væri ekki nema ein manneskja.
En hvar á ég að hætta að reyna að láta sér líða betur, aldrei, þú hættir aldrei, viðmiðið hækkar jafnóðum og þér líður betur. Það er bara þannig.
“Take care to get what you like or you will be forced to like what you get.”
Þú Breytir Þér
Þú breytir þér, enginn annar gerir það fyrir þig. Þú líka breytir ekki öðrum. Hér er svona smá dæmi handa ykkur, Þú ýtir manneskju eitthvert, þú tosar manneskju eitthvert, eða þú getur líka beðið hana að koma, hvað af þessu er léttast ? Þetta kennir okkur það að sama hversu mikið við reynum að þvinga á manneskju til að breyta sér eða gera eitthvað sem hún vill ekki þá á hún aldrei eftir að gera það með góðu, hún þarf að vilja að “koma” í þetta ástand sem þú ert að reyna að sýna henni.
Ég og mín fyrrverandi, eina stelpan sem ég hef elskað og geri það enn, enduðum með því að hætta saman útaf svona, ég sé það í dag en sá það ekki þá, það er einsog ég hafi loksins þorað að opna augun og takast á við minn eiginn ótta. Ég reyndi að breyta henni, ég gerði þá villu að ég reyndi að breyta vittlausri manneskju, það var ekki henni sem ég átti að breyta það var ég sem átti að breyta mér og hún sér.
Fólk verður að leyfa fólki að draga sína skítahrúgu sjálft. Þú átt ekki að vera að draga skítahrúgur annara manneskja, leyfðu því sjálft að gera það. Ef þú hjálpar því með því að draga hana fyrir þau þá líður þér verr og um leið og þú gefst upp þá þarft hún að taka hana aftur. Þú átt að reyna að sýna fólki hvernig þú losnaðir við þína skítahrúgu, sýna því hvernig það gæti náð að losa sig við sína.
Ég get sagt einhverjum hvernig ég losnaði við mína skítahrúgu. Þú mátt aldrei fara aftur niður á stig einhvers annars til að reyna að sýna því hvernig þú fórst að því þá ertu kominn aftur á byrjunar reit. En ekki reyna að neyða því uppá fólkið það verður að velja sjálft að breyta hugafari sínu, þú breytir því ekki fyrir það annars byggir það sig uppá því að vera með þig þarna til að hjálpa sér í gegnum allan sinn skítapakka og þá er það að draga þig niður.
Tökum sem dæmi að ef þú og vinkona þín eruð að labba á svelli og annað ykkar dettur þá hjálpar þú henni upp. Hún dregur þig ekki niður með þér. Ef þið dettið bæði þá hjálpar þú henni ekki upp strax, þú stendur upp og hjálpar svo henni upp. Það sama á um lífið. Að reyna að hjálpa manneskju að standa upp á sama tíma og þú ert að gera það er erfitt, það er sama sem ómögulegt. Ef þú reynir að hjálpa fólki þegar þú ert ekkert betra statt en það þá etru að reyna að ýta því á undan þér. Ef þú reynir það eru góðar líkur á því að þér eigi eftir að mistakast og standa uppi alls laus og veist ekki hvað þú átt að gera.. Það eru ekki betlarar sem koma öðrum betlurum áfram, það er ríkara fólkið sem sér eitthvað við þá, vorkunn, von, eitthvað er það. Ekki draga það, sýndu því.
Þetta virkar miklu betur heldur en að reyna að bjarga einhverjum með því að draga eða ýta þeim. Það virkar alltaf best að biðja manneskjuna að koma, það virkar ekki neitt að gera eitthvað annað. Stundum þurfum við samt að skilja manneskjuna eftir, en það getur verið bara tímabundið.
“I will do the best that I can, to be a good example of man.“
Ég vill benda á það að ég hef greinina í heild sinni inná http://kasmir.hugi.is/grogg
Ég vill fá að tjá mig meira persónulega hérna í endann.
“I´ve been trough hell and back” og það er satt, ég hef fengið að kynnast því hvernig helvíti er, en hugur min bjó það til. Hugur minn gat líka komið mér þaðan út, búið til útleið sem ég labbaði útum, þurfti bara að láta segja mér að hann gæti gert það.
Ég er búinn að tapa miklu á því að gera þetta ekki, hugsa jákvætt um hlutina. En ég er búinn að öðlast mikla reynslu og bnúinn að læra mikið. Ég vona að fólk taki engu illa sem ég er búinn að vera að segja hérna að ofan því þetta er sannleikurinn, allavega sannleikurinn minn. Gangi ykkur bara sem best með lífið (og að skilja þetta).
Ég vill taka það fram þrátt fyrir það að ég tali beint til ykkar sem lesa þetta í allri greinini þá vill ég taka það fram að þið ákveðið alveg hvernig áhrif hún hefur á ykkur. Hvað þið gerið með þessar upplýsingar.
Í trú um það besta Grogg