Ég viðurkenni þunglyndi sem geðsjúkdóm þegar það koma fram líkamleg einkenni, t.d. að geta ekki staðið uppúr rúminu því að hreinlega þá finnur viðkomandi ekki tilgang með lífinu yfir höfuð. Eða viðkomandi er svo aðframkominn af þunglyndi að hann er félagslega fatlaður. Öll hin sem eru bara “emo” eins og það er oft kallað eruð bara illa uppalin börn sem kunnið ekki að meta það sem þið hafið. (ég vill ekki alhæfa, en þetta er það sem ég sé og þar til einhver sýnir hið gagnstæða held ég þessu fram).
Já ég veit að lyf geta haft áhrif á persónuleika fólks, jafnvel bætiefni geta haft áhrif. Ég hef séð manneskju fara úr því að vera þvílíkt pirruð yfir í gott skap því að manneskjan byrjaði að taka inn kalk aukalega við matarræði sitt. Annars sást gott dæmi í myndinni The Awakenings (minnir mig að hún heitir) með Robin Williams og Robert De Niro að lyf hafa áhrif á persónuleika, þar komu áhrif dópamíns fram, góð mynd fyrir alla sem hafa áhuga á sálfræði.
Ég er hinsvegar þannig gerður að ég held því fram að við erum ekki bara líkami samansettur úr hinum og þessum efnasamböndum, heldur er eitthvað meira sem við sjáum ekki en finnum stundum fyrir. Persónuleikinn gæti verið litaður af þessu fyrirbæri sem við köllum sál, en það þarf alls ekki að vera að sál okkar sé persónuleiki okkar, langt því frá.
En hvað getur maður svosem sagt við þunglyndissjúkling sem er svo hræðilega illa settur að viðkomandi sér ekkert í stöðunni nema sjálfsmorð, að lífið sé ekki þess virði. Tjah, ég hef alltaf eitt mottó, lífið er of skrítið til að ekki upplifa það. Með því á ég við að við vitum aldrei hvað gerist á morgun, því að það hefur ekki gerst ennþá, maður veit ekki hvern maður gæti hitt og maður veit ekki hvað gæti gerst, það gerir lífið þess virði að upplifa það, því að annars gætirðu verið að missa af öllu sem er svo frábært.
En svona til að setja lokahönd á þetta þá ætla ég að benda þér á að það eru ekki bara til svartir sauðir í hópi þessara hrjáðu einstaklinga, heldur er fjöldinn svartur og hinir hrjáðu verða troðnir undir. Ég hef ekkert á móti fólki sem er “emo” og getur haft sína slæmu daga, ég held að allir séu þannig einhverntímann..bara ekki láta eins og allt sé ömurlegt bara af því að þið fáið ekki það sem þið viljið, notið tilfinningar ykkar í eitthvað uppbyggilegt. Munið, margir af bestu listamönnum í heimi notfærðu sér þunglyndið sitt til sköpunar, þar má nefna Kurt Cobain og Jonathan Davis.
Ég verð greinilega bara að sætta mig við það að meirihlutinn getur ekki skilið þunglyndi eða aðra geðsjúkdóma, enda sér maður þá ekki áberandi fyrir framan sig eins og líkamlega fötlun. Núna upprunalega var ég einmitt að mæla gegn því að konan fái að vera heima það sem eftir er á bótum, enda hefur það slæm áhrif á þunglynda að fá allt í hendurnar og hafa ekki daglega rútínu. En hægt er að hafa slíkar skoðanir án þess að vera að gera lítið úr þunglyndi.
Þú verður að athuga það líka að flestir alvarlegustu þunglyndissjúkingar hoppa á milli þess að vera í mjög hræðilegu ástandi og í frekar dauft ástand þar sem er meiri tómleiki, þetta er meirihlutinn og ágæt/góð augnablik skjótast inn á milli. Margir enda ekki á svartasta punktinum fyrr en eftir margra ára baráttu, enda hafa ALLIR viss mörk hvenær bjartsýni og vilji hætta að vera fyrir hendi. Þú segir ekki við manneskju sem er búin að berjast við þunglyndi í mörg ár að “hætta þessari neikvæðni” og fara út og gera eitthvað af viti, það er ekki svo einfalt.
Mín skoðun er sú að geðsjúkómar eiga ekki að koma fólki á örorkubætur, ef einhver er svo slæmur að geta aldrei unnið vegna geðsjúkdóms þá á hann hvort sem er heima frekar á geðdeild en í eigin íbúð. Sama má segja um þá sem eiga vandamál með drykkju eða fíkniefni. Öll atriðiðn sem ég taldi upp eru allavega 1/3 þeirra sem þyggja örorkubætur, því miklir peningar sem bitnar á þeim sem eru með ólæknanlega fötlun. En tímabundin aðstoð við uppbyggingu er allt annað. En ég verð bara að segja af eigin reynslu að ég hef oft lent í fordómafullu fólki, meira að segja innan stofnana sem eiga að aðstoða geðfatlaða. Stundum verður maður aðeins að hugsa út fyrir kassann og átta sig á því að allir geta ekki notað sömu aðferðir og maður sjálfur til þess að lagast.
0
Ég ætla ekki einu sinni að reyna að gerast svo djarfur að segja að það sé til einhver töfralausn á vandamálum þunglyndra, því það væri kjaftæði að hugsa þannig. Ég er bara á móti því að það sé verið að greina aðra hverja manneskju með þunglyndi bara vegna þess að manneskjan er að fara í gegnum erfitt tímabil í lífinu. Því ef að allir sem lenda t.d. í sambandslitum eru þunglyndir það sem eftir er þá væru allir ónýtir í dag held ég, nema þessar örfáu hræður sem voru þunglyndar fyrir af þeirri ástæðu að þær hafa ekki kynnst ástinni.
Enginn ætti nokkurntímann að fá allt upp í hendurnar, sama hver þar er og við hvaða aðstæður. Jafnvel öryrkjar geta gert eitthvað til að verðskulda bæturnar sínar, jafnvel þótt það sé bara að lesa fyrir hina öryrkjana eða gefa eitthvað af sér, því sama hversu aðframkominn maður er þá er alltaf eitthvað sem maður getur gefið af sér, alltaf eitthvað sama hversu smávægilegt það er. Horfðu bara á Superman heitinn, hann reyndi (ég veit, hann átti fullt af pening en hann reyndi samt).
Nei þú ert ekki að gera lítið úr þunglyndi þegar þér finnst að þunglynd manneskja þarf að hafa rútínu og á ekki að fá allt í hendurnar. Já ég veit að alvarlegustu þunglyndin geta verið svona næstum því í lagi stundum áður en að falla aftur og nei mín aðferð virkar ekki á alla (þó ég vilji stundum láta eins og hún bara ætti að gera það) þá geri ég mér grein fyrir því að lausnin mín virkar kannski ekki fyrir alla, en ég veit að hún hefur virkað og það á fleiri en mig, um leið og fólk tekur það að sér, allavegna allir þeir sem ég hef hjálpað (og já ég hef hjálpað þunglyndum) og ég upplifi alltaf gríðarlega hamingju þegar ég finn að ég lagði eitthvað að mörkum þess að annari manneskju leið betur, vegna einhvers sem ég gerði.
Það eru til milljón mismunandi aðferðir til að hjálpa fólki, ég ætla að reyna að halda mig við fáar og þróa þær betur í stað þess að læra þær allar og geta ekkert gert í neinu ;) hljómar betur ekki satt?
0
Jú ég held að við séum að finna hérna milliveg ólíkra aðferða. En jú ég skil núna hvert þú ert að fara og ég held að ég sé bara að mestu sammála þér. En maður þarf bara að passa sig smá og vera ekki of fastur í flokkunum. Öryrkjar alveg eins og geðfatlaðir eru ýmsir ólíkir einstaklingar með mismunandi alvarleg vandamál, og jafnvel þeir sem ekki hafa vandamál en vilja fara auðveldu leiðina í gegnum lífið.
Sjúkdómsvæðing og öryrkjavæðing (sumir kalla það aumingjavæðingu) er auðvitað ekki af hinu góða. Meira að segja læknar taka þátt í þessu af fullum krafti. Þó að ég tel mig vera “alvöru dæmi” yfir einstakling með geðræn vandamál þá sá ég af eigin raun hversu auðvelt það er að vera greindur og að fá lyf, en HEIMILISLÆKNIRINN minn greindi mig þunglyndan og setti mig á lyf eftir aðeins eitt viðtal þegar ég var 15 ára. Nú tel ég það í sjálfu sér ekki vera rangt enda þurfti ég á því að halda, heldur hversu auðvelt það var. Allir ættu að prófa talmeðferð hjá sálfræðingi áður en það er nefnt orðið þunglyndislyf að mínu mati, hjá mér var þetta öfugt. Ég persónulega tel að allavega helmingur þeirra sem eru á þunglyndislyfjum ættu ekki að vera á þeim og eiga frekar heima í talmeðferðum eða öðru.
Og svo auðvitað er það rangt að allir þurfi að beygja sig undir alla þá sem er eitthvað að. Ég þekki t.d. einstakling sem er með smávægis líkamlega fötlun, en samt sem áður getur hann gengið um auðveldara en flestir aldraðir. En nei nei hann er auðvitað með passa til þess að leggja í fallaðarstæðum og gerir það meira að segja þó það sé stæði sem er ekkert mikið lengra frá inngangnum. Svo tel ég einmitt að hann eigi að geta unnið allavega hlutastarf en ekki vera á fullum bótum. Veit um fleiri svipuð dæmi eins og ég hef örugglega nefnt áður, t.d. alka á fullum bótum sem eyðir helmingnum í áfengið sjálft.
En já ég sem frjálshyggjumaður er auðvitað á móti þessari öfgaþróun en ég bara passa mig að gleyma ekki því að það er líka fólk þarna úti sem á virkilega erfitt með að standa á eigin fótum. Hvort sem það séu öryrkjar, geðfatlaðir eða aðrir. Við erum kannski bara gengin of langt í því að flokka fólk og að gefa gefa bætur og forréttindi eftir slíkum flokkum. Hugtakið einstaklingur er að þurkast úr þjóðfélaginu.
0
He he, og við hér á vesturlöndum sem stöndum svo hart í því að halda í einstaklingshyggju okkar að við gleymum okkar eigin sjálfi. Það er kannski bara ég, en ég er orðinn full þreyttur á þessari bandarískvæðingu hér á landi varðandi “einstaklingshyggju”. Ef ég verð einhverntímann þunglyndur þá er það líklega því að kaninn er búinn að sýkja góða landið okkar af of miklum kanasýklum og við getum ekkert gert, nema þeir sem eru gáfaðir fyrir og flytja til Evrópu eða austurlanda.
En já, eins og þú sagðir, eitt viðtal við heimilslækni! Það á hreinlega ekki að vera þannig, málið er að læknar taka virkann þátt í þessu því að þeir verða að raka inn einhverjar tekjur og hvaða leið er betri en að dópa upp þjóðfélagið og halda því í fíkninni, mér þætti gott að hitta á heiðvirðann lækni sem er að hugsa um velferð sjúklingsins fyrst og fremst, ekki þyngdina á veskinu sínu.
Ég held að ég svari betur síðar, átakasinninn í mér er á bullandi svaði núna og ég enda líklega með því að fara vitna í Karl Marx, kannski síðar en ekki nú
0