Ein af mínum bestu vinkonum síðan úr leikskóla. Ég er farin að halda án nokkurs djóks og með fullri alvöru að hún sé eitthvað veik á geði. Ég í rauninni get ekki trúað því en það bendir margt til þess þó hún hafi aldrei fengið neina greiningu eða farið til einhvers sem gæti sagt henni það eða fjölskyldur hennar.
Þannig er mál með vexti að við erum í ágætlega stórum vinkonuhóp og þessi ákveðna vinkona mín hefur alla tíð, síðan úr leikskóla meira að segja, logið mikið. Hún bjó upp til sögur og margt annað og við stelpurnar höfum oft talað um það hvað það sé erfitt að treysta henni því maður veit ekki hverju maður á að trúa þegar hún opnar munninn ! Hún er sjúk í að ljúga einfaldlega.
Hún hefur sagt okkur margt um að mamma hennar sé þunglynd, geðveik eða sé að fara frá þeim… Hverju á maður að trúa? Ég þekki mömmu hennar og gæti ekki séð að hún sé eitthvað geðveik eða neitt þó ég auðvitað viti lítið um það því fólk getur sett upp “grímur”.
Hún byrjaði núverið að fá frekar mikla athygli, meiri en áður allavegana, frá strákum og bíða þeir nánast í röðum á eftir henni (nokkrir) og er hún að tala við einn mjög góðan strák núna, heilbrigður og það allt. En alltaf þegar vinkona mín fer að tala við einhvern strák þá lýgur hún að mömmu sinni og pabba um að hún sé einhversstaðar annarsstaðar þegar hún er hjá stráknum og ef hann keyrir hana heim þá helst vill hún fara úr einhversstaðar annarsstaðar en fyrir utan heima hjá sér. Og kemur upp með þá afsökun að “mamma hennar er eitthvað búin að vera pirruð undan farið….” kjaaaaftæði!
Upp kemur síðan vandamál, nýlegt. Hún segir mér í trúnaði að mamma hennar haldi að hún sé orðin geðveik (sem sagt mamma hennar) og hún vilji láta leggja sig inná geðdeild og hvað eina. Hún segir við mig (ekki í fyrsta skipti) að hún geti ekki sagt mömmu sinni og pabba sannleikann því þau taka honum alltaf svo illa og eitthvað, sem getur eflaust verið rétt því ég held að þau æsi sig of mikið þegar hún segir þeim eitthvað. Pabbi hennar hringir um morgun heim til mín og spyr hvort að hún sé hjá mér og vill síðan fá að tala við mig og spyr mig út í hvort það sé eitthvað sem ég viti sem þau vita ekki. Og ég segi þeim bara að hún sé að tala við mjög góðan strák, sem ég þekki og veit að er góður og heilbrigður, í engu rugli sem sagt. Ég hef síðan samband við þennan strák eftir að pabbi hennar hafði talað við mig og þá er hún nýfarin frá honum. Málið er að hún átti að vera vinna þennan morgun og pabbi hennar keyrði hana í vinnuna! En hún hringdi sig veika og laumaðist eitthvert annað eftir að pabbi hennar fór. Hún var búin að vera hringja sig veika í allavegana 3 skipti núna undanfarið vegna þess að alltaf var hún komin inn á msn þegar hún átti að vera vinna! Hvernig eiga mamma hennar og pabbi að geta treyst henni og hvað þá ég, þegar hún lýgur sig fullan háls ! Foreldrar hennar dauðhræddir um að eitthvað hafi komið fyrir hana og ekki svaraði hún í síman eða neitt og ekki er langt síðan að 18 ára strákur týndist og fannst dáinn.
Ég fór að hugsa út í það í morgun. Er hún kannski bara veik á geði? Mjög þunglynd kannski? Hún er allavegana án vafa með mikla þörf fyrir að ljúga. Á þessu ári segir hún okkur stelpunum að hún hafi orðið ólétt. Að hún hafi misst fóstrið og segist hafa farið með mömmu sinni til læknis og læknirinn segir að hún hafi misst fóstur. Í morgun spurði ég mömmu mína að ef maður missir fóstur þarf þá ekki að fara í aðgerð? Jú þess þarf. Þarf að vera í einhvern tíma frá? Já maður á að taka því rólega og vera heimanfyrir í sirka 10 daga eftir slíka legskröpun.
Hún var aldrei frá og aldrei varð maður var við að hún hafi verið að fara í einhverja aðgerð eða nýkomin úr aðgerð. Þá spyr ég mig enn og aftur….Var hún að ljúga eina ferðina enn? Gæti vel hugsast þar sem að strákurinn sem hún var með á þeim tíma (með og ekki með) var eitthvað farinn að fjarlægjast hana og kannski var hún að reyna halda í hann með að fá slíka athygli. Nei hvað veit ég?
Mér finnst þetta bara svo rosalega leiðinlegt og sorglegt að besta vinkona mín ljúgi svona mikið. Ég get ekki treyst henni en ég þori ekki að segja við hana að ég trúi ekki helmingnum af því sem hún segir mér vegna þess að besta vinkona manns á ekki að kallast besta vinkona nema hún geti staðið við bakið á manneskjunni þegar eitthvað bjátar á. Ég ætla auðvitað að gera það en það er bara mín skoðun og annarra að hún er sjúk. Sagan “Úlfur, úlfur..” er gott dæmi um þetta. Loksins þegar hún þarf hjálp þá trúir henni enginn. Ég held hún þurfi einhverskonar hjálp.
I once was lost but now I'm found