Hér er hugleiðing fyrir ykkur:

Hafiðið ekki öll lent í því að vinir ykkar hafi svikið ykkur (kannski sterkt orðað en ég er að tala um bæði viljandi eða óviljandi). Þið hafið kannski ákveðið að gera eitthvað saman en vinurinn fattað að hann þurfti að gera eitthvað annað eða boðist eitthvað annað þannig að hann hafi frestað að gera það sem hann ætlaði að gera með þér. Kannski hafiðið misskilið hvorn annan og vinurinn rétt skroppið frá þegar þú sagðist ætla að líta til hans.

Því fylgir oft mikil skammaræða eða þannig skynjar sá sem sem gerði á hlut vinar síns það oft. Sá sem finnst hann vera svikinn bablar út úr sér hvað þetta hafi valdið honum miklu veseni og hvað vinurinn hefði getað gert til að til að þetta hefði ekki gerst. Alveg þangað til að manni finnst að vinurinn hafi fengið refsingu sína og sé voða sorrí yfir þessu öllu saman.

Er þetta eðlilegt? eða ætti ég kannski frekar að spurja hvort þetta sé vinalegt?

Afhverju þurfum við alltaf að vera að setja okkur svona í hlutverk fórnarlambs og refsivalds? Mér finnst það eigi að vera hægt að ræða þetta saman án þess að fara í einhvern hlutverkaleik til að koma skoðunum sínum á framfæri.
Mér finnst stundum eins og fólk taki ekki sönsum nema maður valti yfir það með reiðiræðum. Allt eigi að falla í ljúfa löð milli vina og þeir aðgæti sjaldan hvort að þeir skilji hvern annan

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
ACK ACK ACK